Læknablaðið - 15.06.1997, Qupperneq 48
406
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
fyrir ráðuneytið. Þeirri vinnu er lokið og hafa
tillögur verið kynntar ráðherra. Næsta skref
mun vera að kynna tillögurnar fyrir öðrum
heilbrigðisstéttum og stofna þverfaglegt gæða-
ráð sem starfi á vegum ráðuneytisins.
Hlutverk slíks gæðaráðs er hugsað þannig,
að það verði tengiliður milli ráðuneytis og
þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu; það verði
ráðgefandi og veiti faglegan stuðning.
Gæðaþróun í heilbrigðiskerfinu felur í sér
gerð staðla, verklagsreglna, gæðahandbóka,
notkun gæðavísa, framkvæmd árangurskann-
ana og beitingu þeirra aðferðir í gæðaþróun,
sem á sívirkan hátt meta og endurbæta vinnu-
aðferðir.
Mikilvægt er að Læknafélag Islands hvetji til
og styðji við alla viðleitni lækna til að bæta gæði
í heilbrigðisþjónustu; með samvinnu við hópa
lækna, félög þeirra, stjórnendur stofnana,
læknadeild og heilbrigðisyfirvöld; með
fræðslustarfsemi og ráðgjöf.
Ánægðir með gang mála: Torfi Magnússon og
Sverrir Bergmann, formaður LI. Ljósm.: Lbl.
Stefnumótun Læknafélags íslands í upplýsingamálum
Þróun í upplýsingatækni er mjög hröð um
þessar mundir. íslendingar hafa tekið þátt í
þeirri þróun, en fé hefur verið af skornum
skammti. Fyrirliggjandi er að vægi upplýsinga-
tækni í heilbrigðisþjónustu mun aukast á næst-
unni og því er mikilvægt fyrir LI að móta stefnu
um þessi málefni. Hér verða dregin fram nokk-
ur atriði sem huga þarf að í því sambandi.
Nefnd um stefnumótun í upplýsingamálum
heilbrigðiskerfisins er um það bil að ljúka
störfum. í vinnuhópi fyrir stefnumótunarfund
LÍ var ákveðið að leggja frumdrög að loka-
skýrslu nefndarinnar til grundvallar okkar
áliti. Þannig að í stað þess að vinna verkið frá
grunni, þá nýtum við þann ramma sem þegar
hefur verið lagður, en bendum sérstaklega á
þau atriði sem við teljum að LÍ þurfi að leggja
áherslu á.
Guðmundur I. Sverrisson gekk frá erindinu.
Meginmarkmiðin eru ágæt og LÍ getur tekið
undir þau.
Meginmarkmið
* Gæði og hagkvæmni í heilbrigðisþjónustu
verði aukin með markvissri uppbyggingu
og nýtingu upplýsingatækni.
* Varðveisla og öryggi gagna verði tryggð
með viðeigandi tækni og öryggisstöðlum.
* Friðhelgi einkalífs verði tryggð þegar ný
tækni er innleidd.
* Almenningur eigi kost á greiðum samskipt-
um við heilbrigðiskerfið og aðgangi að
þjónustu og upplýsingum um heilbrigðis-
mál með aðstoð upplýsingatækni.
Tæknileg atriði sem leggja þarf áherslu á
eru:
* Tengja ber tölvukerfi heilbrigðisstofnana
saman í „lokuðu" heilbrigðisneti. Það auð-
veldar samskipti.