Læknablaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 40
400
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
Siðfræði og réttindi sjúklinga
í lögum Læknafélags íslands sem samþykkt
voru á aðalfundi 1992 fjallar VIII. kafli:
Um siðamál. Siðareglur.
Þar segir í 19. grein:
„Lœknafélag íslands setur félagsmönnum
siðareglur, Codex Ethicus. Stjórnir LÍ og
svœðafélaganna skulu hafa eftirlit með að
stuðla að því, að siðareglurnar, svo og lög og
samþykktir félaganna séu höfð í heiðri. Stjórn-
irnar skulu vera lœknum til ráðuneytis um siða-
reglur lœkna og um samskipti lœkna innbyrðis
og þœr skulu fjalla um meint brot á Codex
Ethicus og á lögum og samþykktum Lœknafé-
lags íslands og svæðafélaganna. Um meðferð
mála gilda reglur sem eru í viðauka við lög
þessi. “
í lögunum eru einnig ákvæði um Siðanefnd
LI og Gerðadóm LI.
í „Viðauka við lög Læknafélags íslands" frá
1992 eru einnig ákvæði um Siðfræðiráð LÍ. Þar
kemur fram að verkefni siðfræðiráðs séu meðal
annars:
1. að vinna að stöðugri endurskoðun Codex
Ethicus,
2. að fjalla um álitamál og ágreiningsmál er
varðar lífsiðfræði,
3. að ræða siðræn vandamál er varða lækna-
stéttina sérstaklega,
4. að annast fræðslu á sviði siðfræði og siða-
mála lækna og
5. að þinga um önnur mál sem til þess er vísað
eða það kýs að ræða.
A nefndum aðalfundi LÍ 1992 voru einnig
samþykktar endurskoðaðar „Siðareglur
Læknafélags íslands".
Eins og hér kemur fram eru ítarlegar reglur
Frá vinnuhópi LÍ um siöfræði og réttindi sjúklinga. Hópinn
skipuöu Einar Oddsson, Guðmundur Viggósson, María Sig-
urjónsdóttir, Tómas Zoéga hópstjóri og Örn Bjarnason
Tómas Zoéga gekk frá erindinu.
um siðamál og afgreiðslu þeirra. Eðli málsins
samkvæmt er erfitt að setja skammtíma og
langtíma markmið, þegar um siðfræði er að
ræða. Á síðustu árum hafa ýmis mál verið í
brennidepli. Fyrst skal nefna frumvarp að lög-
um um Réttindi sjúklinga. Læknafélag Islands
hefur gert ítarlegar athugasemdir við frum-
varpið og reyndar gert nýtt frumvarp þar sem
læknum þótti það frumvarp, sem lagt var fram
vera gallað á margan hátt. Helst var fundið að
framlögðu frumvarpi að það gengi ekki nægi-
lega langt í að efla réttindi sjúklinga. Inn í
frumvarpið vantar mörg ákvæði sem eru í sam-
þykktum Evrópuráðsins og Island er aðili að.
Skilgreiningar í frumvarpinu eru beinlínis
rangar. Ábyrgð lækna var útþynnt og þar með
minnkuð réttindi sjúklinga. Margt fleira mætti
telja en athugasemdum Læknafélags Islands
hefur skilmerkilega verið komið til þingnefnd-
ar sem hefur málið til meðferðar.
Á vegum LÍ hefur einnig verið unnið að
fjölmörgum málum er snerta siðfræði. Lækna-
félag íslands hefur fyrir löngu gert sér grein
María Sigurjónsdóttir var fundarstjóri fyrri dag-
inn. Ljósm.: Lbl.