Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1997, Síða 40

Læknablaðið - 15.06.1997, Síða 40
400 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Siðfræði og réttindi sjúklinga í lögum Læknafélags íslands sem samþykkt voru á aðalfundi 1992 fjallar VIII. kafli: Um siðamál. Siðareglur. Þar segir í 19. grein: „Lœknafélag íslands setur félagsmönnum siðareglur, Codex Ethicus. Stjórnir LÍ og svœðafélaganna skulu hafa eftirlit með að stuðla að því, að siðareglurnar, svo og lög og samþykktir félaganna séu höfð í heiðri. Stjórn- irnar skulu vera lœknum til ráðuneytis um siða- reglur lœkna og um samskipti lœkna innbyrðis og þœr skulu fjalla um meint brot á Codex Ethicus og á lögum og samþykktum Lœknafé- lags íslands og svæðafélaganna. Um meðferð mála gilda reglur sem eru í viðauka við lög þessi. “ í lögunum eru einnig ákvæði um Siðanefnd LI og Gerðadóm LI. í „Viðauka við lög Læknafélags íslands" frá 1992 eru einnig ákvæði um Siðfræðiráð LÍ. Þar kemur fram að verkefni siðfræðiráðs séu meðal annars: 1. að vinna að stöðugri endurskoðun Codex Ethicus, 2. að fjalla um álitamál og ágreiningsmál er varðar lífsiðfræði, 3. að ræða siðræn vandamál er varða lækna- stéttina sérstaklega, 4. að annast fræðslu á sviði siðfræði og siða- mála lækna og 5. að þinga um önnur mál sem til þess er vísað eða það kýs að ræða. A nefndum aðalfundi LÍ 1992 voru einnig samþykktar endurskoðaðar „Siðareglur Læknafélags íslands". Eins og hér kemur fram eru ítarlegar reglur Frá vinnuhópi LÍ um siöfræði og réttindi sjúklinga. Hópinn skipuöu Einar Oddsson, Guðmundur Viggósson, María Sig- urjónsdóttir, Tómas Zoéga hópstjóri og Örn Bjarnason Tómas Zoéga gekk frá erindinu. um siðamál og afgreiðslu þeirra. Eðli málsins samkvæmt er erfitt að setja skammtíma og langtíma markmið, þegar um siðfræði er að ræða. Á síðustu árum hafa ýmis mál verið í brennidepli. Fyrst skal nefna frumvarp að lög- um um Réttindi sjúklinga. Læknafélag Islands hefur gert ítarlegar athugasemdir við frum- varpið og reyndar gert nýtt frumvarp þar sem læknum þótti það frumvarp, sem lagt var fram vera gallað á margan hátt. Helst var fundið að framlögðu frumvarpi að það gengi ekki nægi- lega langt í að efla réttindi sjúklinga. Inn í frumvarpið vantar mörg ákvæði sem eru í sam- þykktum Evrópuráðsins og Island er aðili að. Skilgreiningar í frumvarpinu eru beinlínis rangar. Ábyrgð lækna var útþynnt og þar með minnkuð réttindi sjúklinga. Margt fleira mætti telja en athugasemdum Læknafélags Islands hefur skilmerkilega verið komið til þingnefnd- ar sem hefur málið til meðferðar. Á vegum LÍ hefur einnig verið unnið að fjölmörgum málum er snerta siðfræði. Lækna- félag íslands hefur fyrir löngu gert sér grein María Sigurjónsdóttir var fundarstjóri fyrri dag- inn. Ljósm.: Lbl.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.