Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 102

Læknablaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 102
454 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Um ráðningar í stöður heilsugæslulækna á höfuðborgarsvæðinu Hvatinn að þessari grein eru síðustu ráðningar í stöður heilsugæslulækna á höfuðborg- arsvæðinu sem eru algjörlega í andstöðu við mat stöðunefndar og brjóta allar reglur um al- mennt siðgæði. í Lágmúla voru auglýstar tvær stöður en ráðið í þrjár og var sú þriðja kölluð „krónísk afleysingastaða“. Um- sóknir voru ekki sendar stöðu- nefnd. Læknar í Lágmúla ráða alfarið hverjir fá stöður og geta því ekki skýlt sér á bakvið ákvörðun stjórnar stöðvarinnar eins og oft er gert. I sambandi við aðra stöðuveitinguna er gróflega gengið fram hjá sér- fræðingum í heimilislækningum með mun lengri starfsreynslu en sá sem ráðinn var. í svari til um- sækjenda er eftirfarandi skýring gefin „þar varð ofan á að yngja upp innan hópsins, en þar kom meðal annars aldursskipting og hreinlega heilsufar og langvinn starfsþreyta“. Ennfremur segir „við teljum þó að tekist hafi að fá hér hóp sem getur unnið vel saman og ekki síst getur staðið vörð um þá starfsemi sem hér fer fram og eðli hennar ...“ Og dæmi nú hver fyrir sig. Það er athyglisvert að vissir læknar í Lágmúla hafa verið framarlega í starfi varðandi gæðatryggingar. Af hverju voru umsóknirnar ekki sendar stöðunefnd? Var það tilviljun að allir þeir sem ráðnir voru höfðu starfað sem afleysarar skömmu áður en ráðningin var gerð? Var að ykk- ar mati yfirleitt nauðsynlegt að auglýsa stöðurnar? Mun okkar stéttarfélag beita sér í þessu máli? Eða öldungaráðið?? Er löglegt að ráða í tveggja ára af- leysingarstöðu án þess að aug- lýsa og hver er skyldan varðandi það að senda umsókn til stöðu- nefndar? Líklegasta svarið er að það þurfi ekki því þetta sé sjálf- stæð stofnun. En hvað með framlögin frá ríkinu???? Á Reykjalundi rekur hvert hneykslið annað varðandi ráðn- ingar lækna, nú síðast þegar gengið var framhjá mörgum reyndum sérfræðingum í heim- ilislækningum þar á rneðal þremur með um 10 ára starfs- reynslu sem sérfræðingar í heimilislækningum. Hinsvegar var ráðinn læknir sem nýlega varð sérfræðingur. Ráðningin var einróma. Stöðunefnd hafði raðað upp umsækjendum eftir „meritum" og var sá sem ráðinn var ekki á lista yfir þá sem taldir voru hæfastir. Ennfremur má benda á að nýlega varð ljóst að þar er í fastri stöðu læknir sem ekki er sérfræðingur. Hvernig að ráðningu hans var staðið er óljóst en það mál hefur hlotið mikla umræðu meðal heimilis- lækna. Þó stjórn Reykjalundar ráði í stöður og sé ekki bundin af uppröðun stöðunefndar vita allir að læknaráð stöðvanna ráða í yfir 90% tilfella hverjir eru ráðnir í stöður, því ekki ræður stjórn í óþökk læknanna. Og nú er önnur staða laus fljót- lega við stofnunina. Er búið að ákveða fyrirfram hver fær þá stöðu? Hvar stendur heilbrigð- isráðuneytið í þessu sambandi? Er ráðamönnum kunnugt um hvað er að gerast varðandi ráðningar á stofnuninni. Þegar síðustu ráðningar eru skoðaðar kemur því í ljós að mat stöðunefndar skiptir engu máli og telst því óþarft. Ár frá útskrift og sá tími sem læknir hefur verið sérfræðingur í heim- ilislækningum skiptir ekki máli, ekki heldur hvar eða hvernig hann hefur unnið, svo framar- lega sem það er ekki við um- rædda stöð eða nágrenni henn- ar. Curriculum vitae er því óþarft. Það að starfa úti á landi er neikvætt því þá ná læknar ekki að kynna sig og komast í þá nálægð sem nauðsynleg er. Að mörgu leyti má kalla þetta kald- ar kveðjur til landsbyggðarinn- ar og minnum við á að í baráttu okkar síðastliðið sumar var þátttakan á landsbyggðinni mikil og vóg þyngra en í þéttbýl- inu. Við gerum því að tillögu okk- ar að stöðunefnd verði lögð nið- ur, hætt verði að fylla út núver- andi umsóknareyðublöð og önnur hönnuð í staðinn sem væru eitthvað á þessa leið: 1) Hefur þú unnið á viðkom- andi stöð? 2) Hefur þú unnið á Stór- Reykjavíkursvæðinu? 3) Búseta. 4) Kyn og aldur. 5) Rannsóknarvinna. (Að vinna einungis við sjúklinga- móttöku telst neikvætt.) 6) Þekkirþúlækna viðkomandi stöðvar og hverjum hefur þú strokið um bakið? 7) Hefur þú fengið loforð fyrir viðkomandi stöðu eða er staðan eyrnamerkt þér?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0023-7213
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
938
Skráðar greinar:
Gefið út:
1915-í dag
Myndað til:
2024
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Undirtitill frá 59. árg. 1973: The Icelandic medical journal
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað: 6. tölublað (15.06.1997)
https://timarit.is/issue/364680

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

6. tölublað (15.06.1997)

Aðgerðir: