Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.1997, Side 67

Læknablaðið - 15.06.1997, Side 67
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 421 Högni Óskarsson og Atli Árnason íbyggnir á svip. Ljósm.: Lbl. og aðrir sérgreinalæknar og ríka áherslu þarf að leggja á kennslu- og rannsóknarhlutverk þeirra. Heimilislæknar eru eina stétt lækna sem þjálfuð er til að veita alhliða þjónustu hverjum þeim sem til hennar leitar óháð aldri, kyni eða sjúkdómsgreiningu. Öflug sérgreinalæknaþjónusta er nauðsyn- leg íslendingum því annars má búast við því að sækja þurfi þessa þjónustu erlendis. Sérgreina- læknisþjónusta ætti að taka mið af því að þeir læknar eru ekki þjálfaðir til að vinna í frum- heilsugæslu þar sem sjúklingar eru úr öllum aldurshópum með óskilgreind vandamál og þarfir en sérgreinalæknar geta hins vegar unnið með skilgreind viðfangsefni í heilsugæslu. Heppilegast er að samskipti sjúklinga við heilbrigðiskerfið hefjist hjá heimilislæknum sem síðan leiðbeina þeim einstaklingum sem þurfa á sérgreinalæknisþjónustu að halda. Þeir annað hvort vísa þeim áfram eða annast þá í samvinnu við sérgreinalækna. Heimilislæknir viðkomandi sjúklings mun ætíð taka þátt í um- önnun hans í samvinnu við aðra veitendur heil- brigðisþjónustu. Meginstefnan er að samskipti hefjist hjá heimilislækni en eðlilegt er að veita einstak- lingum valfrelsi til að leita einnig beint til sér- greinalækna án samráðs við heimilislækni en ætlast er til að bæði veitendur og neytendur heilbrigðisþjónustu virði þessi vinnubrögð. Búast má við að þegar frumheilsugæsla verður öflugri með áherslu á heimilislækna og sértæk- ari nýtingu sérgreinalækna komi þessi tilhögun af sjálfu sér. Markmið og leiðir Stefna ber á öfluga heilsugæslu á íslandi. Til þess þarf að efla fræðslu og kynningu meðal lækna og almennings, bæta aðstöðu og skipu- leggja nám lækna þannig að þetta sjónarmið ríki. Eðlilegt er að meirihluti lækna sem starfar við heilsugæslu sé vel menntaður í heimilis- lækningum. Efla þarf nám í heimilislækning- um. Þörf er á öflugri sérgreinalæknisþjónustu sem fyrst og fremst vinni með einstaklinga sem leiðbeint er til sérgreinalækna eftir mat í heilsugæslu. Bæta þarf stjórnsýslu heilsugæslu í landinu þannig að ábyrgð og ákvarðanataka verði markvissari og ber að leggja áherslu á að lækn- ar komi að stjórnun eins og hægt er. Bæði í frumheilsugæslu og sérgreinalæknis- þjónustu er eðlilegt að finnist mismunandi rekstrarform, bæði ríkisrekstur og einkarekst- ur. Þó svo að það form heilsugæslustöðva sem tíðkast í dag með tiltölulega afmörkuðum upp- tökusvæðum verði áfram, er eðlilegt að heimil- islæknar eins og aðrir sérgreinalæknar geti einnig verið með einkarekstur inn á því upp- tökusvæði. Sérstaka áherslu þarf að leggja á að skipu- leggja og mæta þörf fyrir læknisþjónustu í dreifbýli. Þörfin á því sjónarmiði verður að koma fram í kennslu og þjálfun lækna allt frá upphafi læknanáms. Taka þarf á fjölmörgum atriðum sem lúta að starfsvettvangi dreifbýlis- lækna meðal annars gæðastjórnun, símenntun, launakjörum og afleysingaþjónustu. Slík uppbygging íslensks heilbrigðiskerfis sem að ofan greinir krefst endurskoðunar á núverandi launakerfi allra lækna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.