Læknablaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 67
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
421
Högni Óskarsson og Atli Árnason íbyggnir á svip.
Ljósm.: Lbl.
og aðrir sérgreinalæknar og ríka áherslu þarf
að leggja á kennslu- og rannsóknarhlutverk
þeirra. Heimilislæknar eru eina stétt lækna
sem þjálfuð er til að veita alhliða þjónustu
hverjum þeim sem til hennar leitar óháð aldri,
kyni eða sjúkdómsgreiningu.
Öflug sérgreinalæknaþjónusta er nauðsyn-
leg íslendingum því annars má búast við því að
sækja þurfi þessa þjónustu erlendis. Sérgreina-
læknisþjónusta ætti að taka mið af því að þeir
læknar eru ekki þjálfaðir til að vinna í frum-
heilsugæslu þar sem sjúklingar eru úr öllum
aldurshópum með óskilgreind vandamál og
þarfir en sérgreinalæknar geta hins vegar unnið
með skilgreind viðfangsefni í heilsugæslu.
Heppilegast er að samskipti sjúklinga við
heilbrigðiskerfið hefjist hjá heimilislæknum
sem síðan leiðbeina þeim einstaklingum sem
þurfa á sérgreinalæknisþjónustu að halda. Þeir
annað hvort vísa þeim áfram eða annast þá í
samvinnu við sérgreinalækna. Heimilislæknir
viðkomandi sjúklings mun ætíð taka þátt í um-
önnun hans í samvinnu við aðra veitendur heil-
brigðisþjónustu.
Meginstefnan er að samskipti hefjist hjá
heimilislækni en eðlilegt er að veita einstak-
lingum valfrelsi til að leita einnig beint til sér-
greinalækna án samráðs við heimilislækni en
ætlast er til að bæði veitendur og neytendur
heilbrigðisþjónustu virði þessi vinnubrögð.
Búast má við að þegar frumheilsugæsla verður
öflugri með áherslu á heimilislækna og sértæk-
ari nýtingu sérgreinalækna komi þessi tilhögun
af sjálfu sér.
Markmið og leiðir
Stefna ber á öfluga heilsugæslu á íslandi. Til
þess þarf að efla fræðslu og kynningu meðal
lækna og almennings, bæta aðstöðu og skipu-
leggja nám lækna þannig að þetta sjónarmið
ríki.
Eðlilegt er að meirihluti lækna sem starfar
við heilsugæslu sé vel menntaður í heimilis-
lækningum. Efla þarf nám í heimilislækning-
um.
Þörf er á öflugri sérgreinalæknisþjónustu
sem fyrst og fremst vinni með einstaklinga sem
leiðbeint er til sérgreinalækna eftir mat í
heilsugæslu.
Bæta þarf stjórnsýslu heilsugæslu í landinu
þannig að ábyrgð og ákvarðanataka verði
markvissari og ber að leggja áherslu á að lækn-
ar komi að stjórnun eins og hægt er.
Bæði í frumheilsugæslu og sérgreinalæknis-
þjónustu er eðlilegt að finnist mismunandi
rekstrarform, bæði ríkisrekstur og einkarekst-
ur.
Þó svo að það form heilsugæslustöðva sem
tíðkast í dag með tiltölulega afmörkuðum upp-
tökusvæðum verði áfram, er eðlilegt að heimil-
islæknar eins og aðrir sérgreinalæknar geti
einnig verið með einkarekstur inn á því upp-
tökusvæði.
Sérstaka áherslu þarf að leggja á að skipu-
leggja og mæta þörf fyrir læknisþjónustu í
dreifbýli. Þörfin á því sjónarmiði verður að
koma fram í kennslu og þjálfun lækna allt frá
upphafi læknanáms. Taka þarf á fjölmörgum
atriðum sem lúta að starfsvettvangi dreifbýlis-
lækna meðal annars gæðastjórnun, símenntun,
launakjörum og afleysingaþjónustu.
Slík uppbygging íslensks heilbrigðiskerfis
sem að ofan greinir krefst endurskoðunar á
núverandi launakerfi allra lækna.