Læknablaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 88
440
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
Sigurður Guðmundsson
Ekki heil brú í þessu greiðslufyrirkomulagi
Ljósm.: jt
Skilgreina má ferliverk sem
þá þjónustu við sjúklinga sem
fram fer án innlagnar, það er fer
ekki fram á spítaladeildunum en
getur farið fram hvort sem er á
læknastofu utan spítala eða á
göngudeild. Sé sjúklingur þjón-
ustaður á spítalanum telst hann
göngudeildarsjúklingur ef við-
dvöl hans er styttri en 23 tímar
en inniliggjandi ef dvölin er 24
tímar og þá er ekki urn að ræða
greiðslur eftir ferliverkasamn-
ingnum.
- Þessi verkefni skarast auð-
vitað nokkuð við það sem fram
fer á sjúkrahúsunum, segir Sig-
urður Guðmundsson. - Það má
orða það svo að öll einfaldari
læknisverk, aðgerðir eða með-
ferð, verkefni sem krefjast ekki
rnjög flókins tækjabúnaðar, geti
farið fram án innlagnar. Þetta
getur bæði gerst á læknastofu
úti í bæ og á spítalanum sjálfum
og þá er nánast um sjálfstæða
læknastofu á spítalanum að
ræða og dæmi eru um það á báð-
um stóru sjúkrahúsunum í
Reykjavík og á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri.
Sérstakir samningar gilda um
ferliverk á sjúkrahúsunum. Er
greiðslum þannig háttað að
læknir fær greiðslu frá Trygg-
ingastofnun ríkisins og greiðir
síðan spítalanum venjulega
40% af henni fyrir aðstöðu og
aðstoð annarra starfsmanna,
einkanlega hjúkrunarfræðinga.
Minna hugsað um
hækkun grunnlauna
- Það er vitað mál að þetta
hefur verið ein leið lækna til að
auka tekjur sínar en um leið er
vitanlega verið að veita nauð-
synlega þjónustu. Með því að
veita læknum aðgang að tækja-
búnaði á spítala, oft eftir venju-
legan vinnudag, má segja að
hann nýtist betur, slitni að vísu
meira líka, en þarna geta læknar
aukið tekjur sínar umfram
fastakaupið sem er skammar-
lega lágt. Launabarátta lækna
hefur löngum beinst meira að
því að ná sem bestum samning-
um við Tryggingastofnun ríkis-
ins en minni árangur verið af
baráttu fyrir hækkun grunn-
launa.
Hin hliðin á þessum málum er
sú mismunun meðal lækna á
sömu stofnun sem í greiðslufyr-
irkomulaginu felst og hún hefur
orðið meira vandamál á síðustu
árum. Læknir getur til dæmis
stundað magaspeglun eða óm-
skoðun eftir ferliverkasamn-
ingnum á sama tíma og annar
læknir er annars staðar í húsinu
að hnoða sjúkling í gang, stunda
erfiða krabbameinsmeðferð,
taka heilaæxli eða sinna fárveik-
um eyðnisjúklingi á mun lægri
launum, allt geta þetta verið
dæmi um þessa mismunun.
Parna eru annars vegar læknar
að sinna mjög veiku fólki með
öllu því álagi sem slíkt krefst á
fastakaupi sínu og hins vegar
læknar sem eru að gera rann-
sóknir á fólki sem er á fótum og
fá fyrir það margfalt kaup. Þetta
getur líka átt við sama lækna-
hópinn því einn læknir getur
skoðað mjög veikan sjúkling
með blæðandi magasár og
skömmu seinna getur sami
læknir speglað á göngudeild til-
tölulega heilbrigðan mann fyrir