Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1997, Page 88

Læknablaðið - 15.06.1997, Page 88
440 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Sigurður Guðmundsson Ekki heil brú í þessu greiðslufyrirkomulagi Ljósm.: jt Skilgreina má ferliverk sem þá þjónustu við sjúklinga sem fram fer án innlagnar, það er fer ekki fram á spítaladeildunum en getur farið fram hvort sem er á læknastofu utan spítala eða á göngudeild. Sé sjúklingur þjón- ustaður á spítalanum telst hann göngudeildarsjúklingur ef við- dvöl hans er styttri en 23 tímar en inniliggjandi ef dvölin er 24 tímar og þá er ekki urn að ræða greiðslur eftir ferliverkasamn- ingnum. - Þessi verkefni skarast auð- vitað nokkuð við það sem fram fer á sjúkrahúsunum, segir Sig- urður Guðmundsson. - Það má orða það svo að öll einfaldari læknisverk, aðgerðir eða með- ferð, verkefni sem krefjast ekki rnjög flókins tækjabúnaðar, geti farið fram án innlagnar. Þetta getur bæði gerst á læknastofu úti í bæ og á spítalanum sjálfum og þá er nánast um sjálfstæða læknastofu á spítalanum að ræða og dæmi eru um það á báð- um stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík og á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. Sérstakir samningar gilda um ferliverk á sjúkrahúsunum. Er greiðslum þannig háttað að læknir fær greiðslu frá Trygg- ingastofnun ríkisins og greiðir síðan spítalanum venjulega 40% af henni fyrir aðstöðu og aðstoð annarra starfsmanna, einkanlega hjúkrunarfræðinga. Minna hugsað um hækkun grunnlauna - Það er vitað mál að þetta hefur verið ein leið lækna til að auka tekjur sínar en um leið er vitanlega verið að veita nauð- synlega þjónustu. Með því að veita læknum aðgang að tækja- búnaði á spítala, oft eftir venju- legan vinnudag, má segja að hann nýtist betur, slitni að vísu meira líka, en þarna geta læknar aukið tekjur sínar umfram fastakaupið sem er skammar- lega lágt. Launabarátta lækna hefur löngum beinst meira að því að ná sem bestum samning- um við Tryggingastofnun ríkis- ins en minni árangur verið af baráttu fyrir hækkun grunn- launa. Hin hliðin á þessum málum er sú mismunun meðal lækna á sömu stofnun sem í greiðslufyr- irkomulaginu felst og hún hefur orðið meira vandamál á síðustu árum. Læknir getur til dæmis stundað magaspeglun eða óm- skoðun eftir ferliverkasamn- ingnum á sama tíma og annar læknir er annars staðar í húsinu að hnoða sjúkling í gang, stunda erfiða krabbameinsmeðferð, taka heilaæxli eða sinna fárveik- um eyðnisjúklingi á mun lægri launum, allt geta þetta verið dæmi um þessa mismunun. Parna eru annars vegar læknar að sinna mjög veiku fólki með öllu því álagi sem slíkt krefst á fastakaupi sínu og hins vegar læknar sem eru að gera rann- sóknir á fólki sem er á fótum og fá fyrir það margfalt kaup. Þetta getur líka átt við sama lækna- hópinn því einn læknir getur skoðað mjög veikan sjúkling með blæðandi magasár og skömmu seinna getur sami læknir speglað á göngudeild til- tölulega heilbrigðan mann fyrir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.