Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 104

Læknablaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 104
456 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 íðorðasafn lækna 90 Andverki, mótverki í síðasta pistli var rætt um nýtt íslenskt heiti á agonist, efni sem getur tengst frumuviðtaka og framkallað svörun. Stungið var upp á karlkynsnafnorðinu verki í stað heitisins gerandefni sem birt er í íðorðasafn lækna. Viðbrögð hafa enn engin orðið, enda sá pistill varla kominn á náttborð lækna áður en þessi var skrifaður. Ekki var minnst á antagonist, efni sem verkar gegn áhrifum annars. Forskeytið ant- er kom- ið úr grísku, stytting á anti- sem samkvæmt læknisfræðiorðabók Stedmans merkir: á móti, and- stœtt, í staðinn fyrir. Sé um lyf að ræða má nefna það mótlyf. Heitið mótefni er hins vegar þegar frátekið og notað í ónæm- isfræði um það sem á ensku nefnist antibody. Sömuleiðis er heitið andefni frátekið, notað í kjarneðlisfræði um efni samsett úr andeindum venjulegra rót- einda. Þá liggur beint við að stinga upp á heitunum andverki eða mótverki til að nota um antagonist. Samvöðvi, mótvöðvi Heitin agonist og antagonist eru einnig notuð um vöðva sem hreyfa eins eða andstætt hver öðrum. íðorðasafnið nefnir þá gerandvöðva og mótvöðva. Aft- ur vill undirritaður leggjast gegn orðhlutanum gerand- þegar verið er að flokka vöðva í hópa sem samherja eða mótherja. Gerandi er sá sem gerir eða framkvæmir eitthvað, en það heiti getur átt við um alla starf- hæfa vöðva. An þess að kafa nokkuð dýpra í málið má stinga upp á því að samverkandi vöðv- ar nefnist samvöðvar og að and- stætt verkandi vöðvar nefnist áfram mótvöðvar. Gerandvöðvi getur hins vegar átt vel við þegar verið er, án samanburðar við aðra vöðva, að vísa til vöðva sem veldur tiltekinni hreyfingu, en heitið er þó óneitanlega stirðlegt. Vera má einnig að oft megi fara aðra leið í íslenskri umræðu en gert er í formlega erlenda fræðimálinu. I stað „helsti gerandvöðvi olnboga- beygju (aðalagónisti kúbítus- flexsjónar) er tvíhöfði upp- arms“ má til dæmis segja: „helsti beygivöðvi í olnboga er tvíhöfði upparms“. Gaman væri að heyra um það hvort og hvernig þessi heiti, agonist og antagonist, eru notuð í daglegu læknamáli. Epidural Jón Sigurðsson, svæfinga- læknir, sendi nýverið stutta hugleiðingu um svonefndar mænudeyfingar. Tilefnið var „málhreinsunarstefna Lækna- blaðsins“ eins og hún birtist í þýðingum fræðiorða í tveimur ágripum erinda á þingi Skurð- læknafélags íslands (Lbl 1997;83:224-225). Þar hafði starfsfólki Læknablaðsins orðið það á að þýða sama heitið á tvo mismunandi vegu. Heitið epi- dural var í öðru ágripinu rang- lega þýtt sem innanbasts-, en í hinu rétt þýtt sem utanbasts-. Læknablaðinu til varnar má segja að þarna er um hrein mannleg mistök að ræða en ekki málhreinsunarstefnu á villigöt- um. Ágripið var birt leiðrétt ásamt afsökunarbeiðni í síðasta tölublaði Læknablaðsins. Sjálf- ur segir Jón: „Virða ber mál- hreinsunarstefnu Lœknablaðs- ins, en þó er óhœfa að breyta skrifuðu máli í innsendum greinum án samráðs við höfund, þar sem þá geta komið upp slys eins og í síðasta hefti Lækna- blaðsins. “ Undirritaður getur að flestu leyti tekið undir þetta, enda sjálfur orðið fyrir því á ár- um áður að „lagfæringar“ væru gerðar án samráðs (svo ekki sé nú minnst á greinina um „pung- aðar“ konur). Starfsfólkinu er hins vegar nokkur vorkunn hvað varðar mistök af þessu tagi þegar fjölda erinda er skilað á stuttum tíma og málfar á þeim er ekki í samræmi við kröfur blaðsins. Deyfing, svæfíng Heitið anesthesia er komið úr grísku og merkti upphaflega til- finningarleysi. Nú er þetta heiti einnig notað um aðferðir eða aðgerðir til að framkalla tilfinn- ingarleysi og jafnvel um fræði- greinina, svæfinga- og deyfinga- fræði, eða deildina, svæfinga- deild, sem annast aðgerðirnar. íðorðasafn lækna birtir íslensku heitin tilfinningarleysi, svæfing og deyfing. Það kom undirrituð- um á óvart að tvö þau síðar- nefndu eru þar talin samheiti. Svæfing veldur vissulega deyf- ingu, en deyfing stafar síður en svo alltaf af svæfingu. Deyfing er á sama hátt og anesthesia annars vegar notað um tilfinn- ingarleysi á afmörkuðu líkams- svæði og hins vegar um aðferð- ina eða aðgerðina sem beitt er. Svæfing er það að svæfa og er heitið væntanlega nánast ein- göngu notað um þá læknisfræði- legu aðgerð að svæfa sjúkling með lyfi sem framkallar djúpan svefn. Jóhann Heiðar Jóhannsson (netfang: johannhj@rsp.is)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.