Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.1997, Qupperneq 30

Læknablaðið - 15.06.1997, Qupperneq 30
390 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Stefnumótunarvinna Læknafélags íslands 1996-1997 Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn 20.-21. september 1996 ákvað að unnið skyldi að stefnumótun, þar sem það væri afar brýnt að allir læknar sameinuðust um stefnu í heil- brigðismálum. Stofna skyldi starfshóp, sem héldi málþing innan sex mánaða, þar sem fjall- að yrði um skipulag og stefnu í heilbrigðismál- um. Starfshópurinn skyldi halda áfram störf- um, skila áfangaskýrslu á formannaráðstefnu en stefnt skyldi að fullnaðarafgreiðslu á aðal- fundi haustið 1997. Með þetta í huga var stofnaður starfshópur um stefnumótun með bréfi formanns LÍ. Eftir- taldir aðilar völdust í hópinn: Pálmi V. Jónsson formaður, Árni Jón Geirsson, Ásmundur Jón- asson, Guðmundur Björnsson, Ólafur Stein- grímsson, Páll Torfi Önundarson, Steingerður Anna Gunnarsdóttir, Sigurður Björnsson onc, Sigurður Ólafsson, Sverrir Bergmann, Tómas Zoéga og Vilhjálmur Ari Arason. Páll Pórðar- son aðstoðaði nefndina. Vegna veikinda kom Pórir Kolbeinsson í stað Ásmundar Jónasson- ar. Ákveðið var að brjóta verkefnið niður í smærri einingar og stofna undirhópa til að vinna að einstökum þáttum. Hver hópur var leiddur af aðila úr starfshópi um stefnumótun. í þessu tölublaði Læknablaðsins birtist afrakst- ur þessa hópstarfs eins og hann kom fram á læknaþingi sem haldið var í aprflmánuði, að undanskildri stefnumörkun LI um forgangs- röðun sem verður birt í sérstöku Fylgiriti Læknablaðsins nú í júnímánuði. Eftirtaldir hópar voru skipaðir: rannsóknir og kennsla; læknar sem stjórnendur; launaþró- un, nýliðun og starfslok; hlutverk læknisins, almannatengsl, læknir sem leiðtogi; rekstrar- form og fjármögnun; þróun læknisþjónustu í þéttbýli og dreifbýli; forgangsröðun; siðfræði og réttindi sjúklinga; upplýsinga-, tækni- og gæðaþróun. Hver undirhópur greindi stefnu LÍ út frá fyrri ályktunum samtakanna, allt frá árinu 1970. Hópurinn spurði síðan; hvað er gott af því sem liggur fyrir? hverju mætti breyta? hvar eru göt í stefnu Læknafélagsins? Nú liggja greinargerðir fyrir frá öllum starfs- hópum. Hóparnir óska eftir því að félagsmenn hafi samband, bæði hvað varðar athugasemdir en einnig með nýjar hugmyndir sem ekki hafa komið fram. Næsta verkefni hvers undirhóps er að greina atriðaorð eða meginhugsun í viðkomandi greinargerð. Úr þessum atriðaorðum má vinsa þær hugmyndir sem þegar hafa verið sam- þykktar á stjórnarfundum og ekki þarf að sam- þykkja aftur. Því næst þarf að greina álykt- unarhæf atriði sem yrðu borin undir aðalfund til staðfestingar sem stefnu félagsins. Hér er átt við atriði sem LÍ myndi vinna sjálft að því að framkæma. Lokst yrðu greindar ábendingar til þriðja aðila, svo sem læknadeildar HÍ, heil- brigðisráðuneytis og tryggingastofnunar, svo að dæmi séu tekin. Eftir að stefna LÍ hefur verið samþykkt á aðalfundi kemur til álita að gefa hana út sem markmið félagsins í heilbrigðismálum. Aðal- fundur og stjórn LI verða í beinu framhaldi að greina leiðir til þess að hrinda markmiðum fé- lagsins í framkvæmd. í því sambandi gæti vel átt við að mynda sérstaka starfshópa til að vinna að einstökum atriðum stefnunnar á næsta starfsári. Öðrum þáttum stefnunnar gæti stjórnin sjálf fylgt eftir. Jafnframt skammtíma- áætlun er mikilvægt fyrir stjórn að vinna að langtímaáætlun, þannig að vinnan falli ekki niður milli ára. Nú þarf að undirbúa ályktanir og ábendingar fyrir aðalfund og greina framkvæmdaatriði á næsta og síðari starfsárum. Ljóst er að nú þegar hefur verið unnið mjög mikið og gott starf af undirhópunum og lætur nærri að 70 læknar hafi komið að vinnunni nú þegar. Læknar geta verið bjartsýnir eftir lestur greinargerðanna. Þekking, reynsla og hugmyndaflug er það sem einkennir vinnu starfshópanna. Pálmi V. Jónsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.