Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1998, Page 59

Læknablaðið - 15.09.1998, Page 59
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 675 „Miðlægur gagnagrunnur á heilbrigðissviði er annars eðlis en sakaskráin. Hann tengir saman upplýsingar, sem til verða annars staðar og í ákveðnum tilgangi, sem yfir- leitt tengist þjónustu við þá einstaklinga, sem upplýsing- arnar varða, og myndar úr þeim einn allsherjar gagna- grunn. Hann gerir það kleift að kortleggja einstakling- inn, það er ná fram ákveðinni heildarmynd af þeim ein- staklingum, sem skráningin nær til, heildarmynd sem viðkomandi gat alls ekki átt von á að hægt væri að ná fram, þegar hann gaf upplýsingarnar á hinum mismun- andi stöðum.“ lýsingar eða annars konar upp- lýsingar, taldir varhugaverðir vegna þeirrar hættu, sem getur verið samfara stofnun þeirra og starfrækslu. Er því ákveðin tilhneiging í löggjöf til þess að sporna við myndun þeirra og byggja á því sem grund- vallarreglu, að viðkvæmar persónuupplýsingar beri að varðveita, þar sem þær verða til, og að þær beri fyrst og fremst að hagnýta í þeim til- gangi, sem var upphaflegur með söfnun þeirra og skrán- ingu. Það er þó aldrei hægt að komast alveg hjá því, að slíkir miðlægir gagnagrunnar verði til, til dæmis verður að halda miðlæga sakaskrá, svo ein- hver dæmi séu nefnd, en hún hefur þó takmarkað umfang og varðar eingöngu upplýs- ingar um brotaferil manna. Miðlægur gagnagrunnur á heilbrigðissviði er annars eðl- is en sakaskráin. Hann tengir saman upplýsingar, sem til verða annars staðar og í ákveðnum tilgangi, sem yfir- leitt tengist þjónustu við þá einstaklinga, sem upplýsing- arnar varða, og myndar úr þeim einn allsherjar gagna- grunn. Hann gerir það kleift að kortleggja einstaklinginn, það er að ná fram ákveðinni heildarmynd af þeim einstak- lingum, sem skráningin nær til, heildarmynd sem viðkom- andi gat alls ekki átt von á að hægt væri að ná fram, þegar hann gaf upplýsingarnar á hinum mismunandi stöðum. Það er og hefur lengi verið eitt helsta meginmarkmið vestrænnar löggjafar um per- sónuvernd að sporna við því, að hægt sé að ná fram slíkri heildarmynd af þegnum þjóð- félagsins. Það er gert nteð því að banna í lögum samteng- ingu viðkvæmra persónuupp- lýsinga, nema í algjörum und- antekningartilvikum og að undangengnu umfangsmiklu hagsmunamati, þar sem aðal- áherslan liggur á því að tryggja, að einstaklingshags- munir séu ekki fyrir borð bornir. Ekki endilega vegna þess að þær upplýsingar sem fram koma, séu þeim manni til hnjóðs, sem þær varða, heldur miklu fremur vegna þess við- horfs, að þær upplýsingar eigi ekki að vera öðrum aðgengi- legar, sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Af athugasemdum með gagnagrunnsfrumvarpinu má ljóst vera, að frumvarpshöf- undar gera sér grein fyrir þeirri hættu, sem persónu- vernd og friðhelgi einkalífs getur stafað af miðlægum gagnagrunni á heilbrigðis- sviði. I almennum athuga- semdum með frumvarpinu kemur fram það viðhorf frum- varpshöfunda, að áhættan af gagnagrunninum felist aðal- lega í möguleikum á misnotk- un þeirra upplýsinga, sem þar sé að finna, og því sé í frum- varpinu lögð rík áhersla á að tryggja öryggi persónuupplýs- inga. Þá segir einnig, að vernd persónuupplýsinga sé mikil- vægasta viðfangsefnið við setningu reglna um gerð og starfrækslu gagnagrunns á heilbrigðissviði. I frumvarp- inu sé því lögð rík áhersla á, að hvers kyns upplýsingar, sem unnið sé með og færðar verði í gagnagrunninn, séu gerðar ópersónugreinanlegar. Parf sérstaka lagasetn- ingu um stofnun gagnagrunnsins? Við umræður um gagna- grunnsfrumvarpið er því stund- um haldið fram, að lagasetn- ing sú, sem frumvarpið gerði ráð fyrir, sé óþörf, því gild- andi lög dugi til að afgreiða málið. Er þar fyrst og fremst verið að skírskota til laga um skráningu og meðferð per- sónuupplýsinga, laga um rétt- indi sjúklinga og laga um lög- bundið eftirlitshlutverk land- læknis. Segja má, að þessi full- yrðing sé bæði rétt og röng. Fullyrðingin er rétt að því leytinu til, að til staðar eru lagareglur, sem unnt er að beita, ef sótt er til stjórnvalda um leyfi til að stofna og starf- rækja slíkan upplýsingabanka. Stjórnvald eins og til dæmis Tölvunefnd byggir þá afstöðu sína á því hagsmunamati, sem lög gera ráð fyrir að fram fari við slíka ákvarðanatöku. I því hagsmunamati þarf nefndin óhjákvæmilega að vega það

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.