Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1998, Qupperneq 69

Læknablaðið - 15.09.1998, Qupperneq 69
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 683 hver vill undrast þar yfir er veit að uppskurðar-(náskurð- ar)-fræðin (Anatomia) hefur uppgvötað allan þorra sjúk- dómanna kynbreytingar. ... A þeim stöðum er ég dirfst hef að smíða ný nöfn drep ég á það með færstum orðum leið- andi fram rök þau er ég hafa þykist til hins sama. ... Hver- vetna hvar því varð viðkomið fylgja þau latínsku nöfn sjúk- dómanna tekin úr ritum hinna nýjustu og nafnkenndustu lækna, Callisens, Macbrides, Blends og annarra. Bæði til þess að skynsamir menn úti á Islandi er nokkurt vita í lækn- isfræði gætu samanborið nöfnin og þar af komist að raun um hversu hinum gömlu tekist hefur í nafngiftunum. Sem og að hinir er máske eigi heyrt hafa sum þau íslensku nöfn, eða kanske önnur í þeirra stað er mig vanta, sæu hvað meint er með hinum og í annan stað fengju tækifæri til að gefa mér vitund um þessi mér ókenndu nöfn. ... Enn er þess að geta að af hinum íslensku sjúkdóma- nöfnum sést glögglega að handlæknislistin (Chirurgia) er eiginlega sú er forfeður vorir mest hafa dýrkað. Nöfn til innan veikinda eru fá að reikna í mót hinum útvortis. Sömuleiðis hafa Islendingar yfrið fá nöfn yfir kvilla þá er eiginlega eru karl- eða kven- kyni, sérílagi (morbi sexual- es). Veldur það því að slíkir sjúkleikar koma þar sjaldnar öðrum og margir af þeim hafa þar hvergi heyrst né sést til nálægs tíma hvar til orsökin liggur þeim í augum uppi er mismun þekkja stórra staða og landsbyggðarinnar. Loksins vil ég æskja að þeir af landsmönnum mínum er hvorki brestur tíð né tækifæri vildu kappkosta að varðveita þau fáu konstorð (13) er hin íslenska tunga á eftir í ýmsum vísindategundum og allra síst selja þau við útlendum að þarf- lausu.“ Var nauðsyn á að íslenska læknisfræðiheiti eins og Sveinn Pálsson gerði og hvaða áhrif hafði það? Svarið við þeirri spurningu felst meðal annars í afstöðu okkar til tungumálsins og hvort við teljum nauðsyn- legt að íslenskur almenningur skilji vísindi. Látum það svar liggja á milli hluta í bili. Þegar orðaskrá er útbúin felst í því samræming og stöðl- un og hvað varðar rannsóknir í læknisfræði, til dæmis á sjúkdómum og sóttarfari, þá er slíkt nauðsynlegt. í orða- bókum er sjúkdómur sagður óeðlilegt (sjúklegt) ástand lík- ama eða sálar en það getur verið erfitt að skilgreina sjúk- dóma, ekki hvað síst á hug- ræna sviðinu. Skilningur á því hvað er sjúkdómur er mjög háður ríkjandi lífsskoðunum og þessi skilningur hefur breyst mikið. Sjúkdómaflokk- un er mannanna verk en án nákvæmrar skilgreiningar væri engin læknisfræði í nú- tímaskilningi. Það er skylda samfélagsins að sjá til þess að hinir sjúlcu séu læknaðir sé þess nokkur kostur en þá verða læknar og yfirstjórn heilbrigðis- og almannatrygg- ingamála að vera sammála um sjúkdómaflokkun. Skilgrein- ingar og flokkanir eru því nauðsynlegar í samfélagi nú- tímans en jafnframt er mikil- vægt að gleyma ekki hinni góðu speki sem segir: „Það eru engir sjúkdómar til, ein- ungis sjúkt fólk.“ Hugtakið sjúklingur felur það í sér að mannveran er auðkennd innan stærra félagskerfis og fyrir lækninn er viðfangsefnið ætíð maðurinn með öll sín líkam- legu, geðrænu, félagslegu og efnahagslegu vandamál. Lýsing á sjúkdómum Hér skulu nefnd nokkur dæmi um orðanotkun um ein- staka sjúkdóma úr handritum og bókum frá árinu 1725- 1834. Það var hald margra lækna að sárasótt og syphilis sem hrjáðu landsmenn fyrr á öld- um væri sama veikin (14). í handriti Jóns Magnússonar er sárasótt lýst þannig: „A líkamanum koma út hingað og þangað sár, þar og þar, sem jafnan flýtur af vessi, og vilja með engu móti gróa, og þó sum grói, koma út oftar önnur á sama stað eða öðrum, þar til líkaminn verður að kalla allur hrálka með ólíð- andi sviða og sárindum.“ Sveinn Pálsson segir eftir- farandi um sáraveiki: (15) „Sáraveiki, sárasótt, segja margir að muni vera hið sama sem fransós og vilja þar með bevísa að hann sé hér innlend- ur orðinn í íslandi, enn í voru minni og ei verður því neitað, að í Norðurlandi kalladi fólk hann strax sáraveiki, en bæði telur séra Oddur sáraveiki í öðru lagi og fransós í öðru, og síðar man ég til nokkurra er sagt var að hefðu sáraveiki og var það ekkert síður en frans- ós. Ég þori því að segja, að veikileiki sá er hinir gömlu kölludu sáraveiki og til ná- lægra tíma kallast þannig fyrir norðan hefur ei verið fransós, heldur annað hvort sambland af holdsveiki og Skyrbjúg (scorbutus tertii generis, Radesyge) ellegar leifar af gamalli kirtlaveiki (scrofula) eður öðrum barnakaunum; einkum þar veikileikar þessir fara viðlíka að ráði sínu sem fransós, læðast frá einum kirtli til annars, ráðast á beinin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.