Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Side 27
KLINISK ATHUGUN A 100 MANNS MEÐ HALSHNYKK (SVIPUHÖGGSAVERKA)
Asgeir B. Ellertsson
Kristján Sigurjónsson
Tryggvi Þorsteinsson
Frá endurhæfingardeild, röntgendeild og slysadeild
Flestar fyrri rannsóknir á afleiöingum hálshnykks hafa ýmist veriÖ gerðar eftir á
(retrospectivt) eða verið fólgnar í athugun á varanlegum einkennum (2,6,10,8).
Tilgangurinn með þessari könnun okkar var að gera kerfisbundna kliniska athugun
u sjúklingunum á fyrsta sólarhring eftir slysið og reyna þannig að fá ákveðna
kliniska mynd strax við upphaf áverkans. Jafnframt skyldi méenuvökvi athugaður,
til að sjá hvort nokkur merki væru um blæðingu inn í "subarachnoidal"-rúmið.
Efniviður og aðferðir
Hundrað sjúklingar með hálshnykk voru athugaðir á fyrsta sólarhring eftir slysið
u tímabilinu marz '75 - maí '76. Þeir voru spurðir um kringumstæður við slysið
og um öll þau einkenni, sem þekking okkar og lestur tímaritsgreina um efnið gaf
tilefni til að spurt væri um. Taugaskoðun var gerð og mænuvökvi athugaður með
tilliti til litar, fruma og eggjahvítu.
Niðurstöður
Volkswagen, Ford og Fiat voru algengustu bifreiðategundirnar, sem í árekstri lentu
(tafla 1). Ekið var aftan á umrædda bíla og var fólkið í þeim. í 84 skipti var
bifreiðin kyrrstæð. Oft hafði verið stanzað við umferðarljós. Hnakkapúðar af
niismunandi gerð voru í aðeins 14 bifreiðum. Bílbelti höfðu 10 notað. í 20 skipti
var hálka á akbraut.
Slysin urðu á öllum árstímum. Enginn einn mánuður var öðrum meiri slysamánuður
og talsverður munur var á sama mánuði frá ári^til árs. Athugunin féll niður 2
sumarmánuði (tafla 2). Slysin áttu sér stað á aðalumferðartíma (tafla 3).
Enginn var undir áhrifum áfengis, er hann lenti í slysinu. Miklu fleiri konur
slösuðust en karlar. FÓlkið var á öllum aldri, en algengasti aldur var 21-30 ára.
Atta ára stúlka var yngst og 78 ára karlmaður elztur. Allir sátu í framsæti
bifreiðanna nema einn. Ökumenn voru 70, farþegar 30. Karlar voru undir stýri
í 32 tilfella, en konur í 38. Tuttugu og fimm farþeganna voru konur, og 5 voru
karlmenn (tafla 4).
Algengustu einkenni voru verkur í hnakka og hálsi. Höfuðverkur, herða- og bakverkir
voru einnig algengir. Oftast var um að ræða þyngsla-seiðings og þreytuverk.
Höfuðverkurinn var ýmist þyngslaverkur eða sprengjandi verkur (tafla 5).
Sextán höfðu augnabliks minnis- eða meðvitundarleysi, einn þeirra hafði einnig
rekið höfuðið £ og fengið vægan heilahristing.
Svimatilfinning, sem tæplega 1/4 sjúklinganna hafði, gat bæði komið fram sem
óöryggi, þannig að viðkomanda fannst að hann ætlaði að rjúka um koll, og sem
hringsnúningur eða rugg á umhverfinu. Sjóntruflanir voru dökkir dílar, flygsur
eða sorti fyrir augum. Kyngingarörðugleikar komu fram sem kökkur í halsi. Aðrar
óalgengar kvartanir voru spenna, kvíði, þreyta, ljósfælni, gleymska, einbeitingar-
örðugleikar og fleira.
25