Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Blaðsíða 122

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Blaðsíða 122
LYFJAEITRANIR Á LYFLÆKNINGADEILD BORGARSPÍTALANS 1971-1975 Guðmundur Oddsson Frá lyflækningadeild Inngangur Borgarspítalinn í Reykjavík hefur nokkra sérstöðu meðal spítala Stór-Reykjavíkur- svæðisins vegna slysadeildarinnar. í fvrstu voru aðallega tekin þar tií meðferðar slys og hvers konar minni háttar aðgerðir vegna bráðra áverka, en á síðustu árum hefur deildin þróast æ meir í þá átt að verða "akut" móttaka þar sem bráðum skurðlæknis- og lyflæknistilfellum er sinnt jöfnum höndum. Af þessum sökum hefur það komið fremur í hlut Borgarspítalans en annarra spítala á Reykjavíkursvæðinu, að taka á móti bráðum eitrunartilfellum og fer langmestur hluti þeirra tilfella beint inn á slysadeild og síðan til meðferðar á gjörg^Eslu- og lyflækningadeild spítalans. Eitrunartilfelli þau sem lögð eru inn á lyflækningadeildina gefa þannig all góða heildarmynd af þessu vandamáli á Stór-Reykjavíkursvæðinu og því var ákveðið að fara yfir sjúkraskár deildarinnar á ákveðnu árabili og líta nánar á þessi til- felli. 1 grein þessari verður einungis fjallað um lyfjaeitranir þar sem um hvers konar misnotkun lyfja er að ræða (self-poisoning), en ekki verður fjallað um eitranir af völdum slysni. Á tímabilinu 1971-1975 hafa ekki orðið neinar breytingar á tilhögun innlagna á spítölum í Reykjavík og þeirri reglu hefur alltaf verið fylgt á slysadeild að meðvitundarlitlir eða meðvitundarlausir sjúklingar eru lagðir beint inn á spítalann, en ekki fluttir á aðra spítala, og ætti ekki að vera nein breyting á fjölda innlagna af þeim sökum. Niðurstöóur rannsóknar Á fimm ára tímabili (1971-1975) var 301 sjúklingur lagður inn á lyfjadeild Borgar- spítalans vegna misnotkunar lyfja og voru innlagnir alls 318. Ekki hefur orðið mikil breyting á fjölda innlagna milli ára, þær voru fæstar 61 árið 1971 og 75 árið 1975, en ef tekið er tillit til þess hve öðrum innlögnum hefur fjölgað á þessu árabili, 1121 árið 1970, 1699 árið 1975, kemur í ljós, að hlutfallslega hefur inn- lögnum af völdum misnotkunar lyfja faskkað (mynd I). Eins og fram kemur í töflu 1 komu langflestir sjúklinganna inn x gegnum slysa- deildina, eða 85%, en 12% sjúklinga voru lagðir inn af heimilislækni eða vaktlæknum, en í töflu 2 sést að 52% sjúklinganna voru í dásvefni (coma) við komu á spítalann, þ.e.a.s það var ekki hægt að vekja þá með neinu móti, 19% svöruðu áreitni að einhverju leyti, en voru ekki samstarfshæfir (semi-ccma), 29% voru undir minni lyfjaáhrifum. Aldur og kyndreifing Konur voru mun fleiri, 171, en karlar 130, hlutfall 1.31:1, og þegar sjúklingum er skipt nánar niður í aldurshópa kemur í ljós að langstærsti hópurinn er á aldrinum 21-30 ára^ 90 sjúklingar, næst koma svo aldurshóparnir 31-40 ára, 67 sjúklingar, og 41-50 ára, 56 sjúklingar (tafla 3). Mánaðarskipting innlagna Á mynd II sést hvemig innlangir skiptast eftir mánuðum og kemur í ljós að flestar þeirra eru í desember og janúar, en einnig greinilegur toppur um hásumarið, í júlí °g agust. Ef teknir eru sérstaklega þeir sjúklingar, sem grunaðir eru um tilraun til sjálfsvigs (tentamen suicidi og tentamen suicidi obs.) eru flestar innlagnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.