Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Blaðsíða 91
BROT A ANDLITSBEINUM
Daníel Guðnason
Sigurjón H. Ólafsson
Frá háls-, nef- og eymadeild
Formáli
Hér verður fjallað almennt um andlitsbrot, orsakir þeirra, greiningu og meðferð.
Teknar eru með í greinina þær tölulegu upplýsingar, er fyrir lágu um andlitsbrot
innlögð á háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspítalans á tímabilinu 1971-1977. Vaentum
við þess, að hægt verði síðar meir að gera nánari heildarúttekt á öllum andlits-
brotum, er komiö hafa til meðferðar á háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspítalans.
Inngangur
Andlitið er illa varið fyrir áverkum vegna legu sinnar og vegna þess að mjúkir vefir
andlitsins eru tiltölulega rýrir og veita litla vernd. Brot á andlitsbeinum eru
því mjög tíð í nútímaþjóðfélagi vélvæðingar og velmegunar, sem því miður hefur oft
í för með sér aukið ofbeldi og ósamlyndi manna á milli. Mikil aukning bifhjóla og
bifreiða, svo og vaxandi tillitsleysi í umferðinni á sinn stóra þátt í að andlits-
brotum fer stöðugt fjölgandi. Afengisneysla er áberandi þáttur í tilkomu þessara
brota. Auk þessa eru íþróttamenn ávallt töluvert útsettir fyrir andlitsbrot, og
sarna máli gegnir um verkamenn, sjómenn og iðnaðarmenn, sérstaklega í byggingar-
iðnaðinum (1,2). Öll andlitsslvs, hvort sem um er að ræða áverka á mjúkvefjum and-
litsins eða andlitsbeinum, eru venjulega meðhöndluð af hópi sérfræðinga, þ.e. háls,-
nef- og eymalæknum, plastikskurðlæknum, munn- og kjálkaskurðlæknum (oral surgeons)
svo og taugaskurðlæknum (1,5). Háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspítalans hefur
allt frá því deildin tók til starfa síðla árs 1969 tekið við öllum andlitsslysum,
er borist hafa til slysadeildar Borgarspítalans. Hefur þarna verið um að ræða
sjúklinga bæði frá Stór-Reykjavíkursvæðinu og öðrum landshlutum. Samvinna áður-
nefndra sérfræðinga hefur verið mjög góð og auðveldað að mun meðferð þessara andlits-
áverka.
Skipting: Andlitsbrotum má skipta í 4 höfuðflokka (3,5).
1. Nefbrot (fractura nasi)
2. Kinnbeinsbrot (fractura ossis zygomatici)
3. Miðandlitsbrot (fractura maxiallae seu faciei med.)
4. Neðrikjálkabrot (fractura mandibulae).
Nefbrot: Nefbeinin eru þau bein mannslíkamans, sem oftast verða fyrir hnjaski, og
stafar það af því, hversu óvarin þau eru fyrir áverkum. Nefbrot eru bannig algeng-
ustu andlitsbrotin. Greining þessara brota er mjög auðveld og klinisk skoðun
sjúklings gefur í langflestum tilfellum nægjanlegar upplýsingar um, hvað eða hvort,
gera skuli að brotinu. Röntgenskoðun er sjaldan nauðsynleg í sambandi við nefbrot
°g gefur yfirleitt takmarkaðar upplýsingar (7). Segja má að hennar sá aðeins þörf,
ef gert er ráð fyrir réttarfarslegum eftirköstum, t.d. í sambandi við ofbeldis-
verk. Flest nefbrot, sem á annað borð þarf að gera að, má meðhöndla utan spítala
(ambulant). Hjá fullorðnum nægir oftastað lagfæra brotið í staðdeyfingu, en börn
verður yfirleitt að svæfa.
Kinnbeinsbrot: Einföld kinnbeinsbrot, þ.e. þegar aðeins kinnbeinið sjálft er brotið,
eru mjög algeng og stafa langoftast af beinum áverkum á kinnina, t.d. hnefahöggi (5).
Þessi brot sjást einnig í sambandi við miðandlitsbrotin, og er þá orsökin oftast
n'eiriháttar umferðar- eða vinnuslvs, en sjaldnar líkamsmeiðingar. Röntgenmyndir
gefa nákvæmar upplýsingar um legu og útbreiðslu brotanna, en oft verður að taka
sneiðmyndir, sérstaklega á þetta við um brot á augnbotninum. Kinnbeinsbrotin er
89