Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Blaðsíða 123
í desember, janúar og mars. í þessa mynd eru einnig settar tölur úr rannsókn
Guðrúnar Jonsdóttur um sjálfsmorð á íslandi 1962-1973 (4), en þá kemur x ljós
að ekkert samræni er milli mánaðadreifinga í þessum tveimur rannsóknum.
Astæða innlagnar
I töflu 4 er reynt að gera grein fyrir sjúkdómsgreiningu og í töflu 5 ástæ&u
fyrir lyfjatöku. Tölur þessar verður að taka með nokkurri varúð því oft er erfitt
að gera sér grein fyrir raunverulegum tilgangi lyfjatökunnar. Oft er sjúklingur
ekki fáanlegur til að greina frá ástæðunni og getur það ef til vill ekki í sumum
tilfellum og í öðrum tilfellum er erfitt að gera sér grein fyrir ástæðu við lestur
sjúkraskrár. Sjúkdómsgreiningar eru ýmist gerðar af sérfræðingum lyflæknisdeildar
eða geðlæknum. Algengasta ástæða er talin vera tilraun til sjálfsvígs (tentamen
suicidii) en vitanlega er oft erfitt að greina milli raunverulegrar tilraunar til
sjálfsvígs og "demonstrationar". í 84 tilfellum er talið að um raunverulega
lyfjamisnotkun sé að ratóa (abusus medicamentorum). Þá virðast lyf í all mörgum
tilfellum tekin í ölæði án þess að hægt sé að fá sögu um langvarandi lyfjamis-
notkun. Algengasta sjúkdómsgreiningin er langvinn drykkjusýki (alcoholismus
chronicus) en þvínæst langvarandi misnotkun lyfja (abusus medicamentorum) og í
mörgum tilfellum misnotar s.ami sjúklingur bæði lyf og áfengi.
hxl
í töflu 6 eru talin upp helstu lyfin sem notuð eru, og jafnframt reynt að gera
grein fyrir hver breyting hafi orðið á lyfjanotkxxninni á þessu fimm ára txmabili.
Algengustu lyfin eru Diazepam, Mebumal natrium, Nitrazepam og Amytryptilin, en ef
teknir eru sjúklingar með greininguna lyfjamisnotkun (abusus medicamentorum) kemur
hinsvegar í ljós að Mebumal natrium er algengasta lyfið og helmingi meira notað en
Diazepam (tafla 7). Alls voru lyfjategundimar 60 og í 103 tilfellum var um
fleiri en eitt lyf að ræða, en í 123 tilfellum misnotaði sjúklingurinn bæði áfengi
og lyf. Ef litið er á breytinguna á lyfjanotkun milli ára kemur hinsvegar í ljós
að notkun Mebumal natrium minnkaði um helming en notkun Diazepams hefur heldur
aukist. Þetta er í samrami við niðurstöðu rannsóknar á sölu geðlyfja árin 1971-
1975 (8).
Afdrif
I töflu 8 er gerð grein fyrir afdrifum 301 sjúklings, sem rannsóknin nær yfir.
58% útskrifuðust heim, 17% var fvlgt eftir af geðlækni, 23% voru lagðir inn á geð-
spítala, og þar af flestir, eða 16% á geðdeild Borgarspítalans. Geðlæknisviðtal
var fengið í 45% tilfella. Sjö sjúklingar dóu, eða 2.2%, en einungis þrír þeirra
af völdum lyfjaeitrunar, tafla 9.
Umræða
Mikið hefur verið skrifað um hraðvaxandi fjölda innlagna af völdum^eitrana á ýmsum
erlendum sjúkrahúsum. Buhl og Christensen (2) athuguðu innlagnir á gjörgæsludeild
Odense sjúkrahússins 1969-1974 og fundu að tíðni hafði aukist að meðaltali um 23%
a ári. Hjá Lawson og Mitchell (6) kemur fram að á almennri lyflæknisdeild nálægt
Edinborg voru eitranatilfellin 1971, 12% af öllum innlögnum á deildina, en einungis
l+%^1960. Athugun, sem Jones (5) gerði á innlögnun af völdum eitrana á þremur
sjúkrahúsum í Sheffield á 20 ára txmabili sýndi mjög mikla aukningu innlagna af
þeim orsökum. 1975 voru innlagnir af völdum eitrana 11.3% af öllum innlögnum á
sjúkrahúsin. Margar fleiri heimildir er að finna um svipaða aukningu eitranatil-
fella á síðustu árum. Það er því athyglisvert að sama þróun virðist ekki eiga
ser stað í Reykjavík eins og fram kemur í mynd I. Þar hefur ekki orðið nein veru-
^e6 fjölgun innlagna af völdum eitrana og eru þær innan við 5% af öllum innlögnum
a Borgarspítalann. Ekki er ástæða til að ætla að innlögnum hafi fjölgað verulega
a öðrum sjúkrahúsum því skipulagið á sjúkraflutningum og læknisþjónustu hefur
ekkert breyst á þessum árum og 85% eitranatilfella sem lögð eru inn á spítalann
koma í gegnum slysadeildina. í samanburði milli kynja kemur í ljós, að konur eru