Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Side 107
HeyrnarfræSileg samantekt allra otosclerosis sjúklinga er undir aðgerö gengust
fyrstu 4 starfsár deildarinnar má sjá á töflu 3. Niðurstöður sýna, að af 120
aðgerðum, sem gerðar voru, vantar 5 í samantektina, enda hefur ekki náðst til
þeirra sjúklinga í endurskoðun. Af 115 aðgerðatilfellum hafa 84,3% "closed bone
air gap", þremur árum eftir aðgerð. 16% "bone air gap" á milli 10 og 20 dB.
Heyrnartap verður aðeins hjá tveimur sjúklingum.
Þegar á heildarárangur er litið, sést, að hann er í stórum dráttum sá sami og á
sjúkrahúsum erlendis, samanber tölulega niðurstöðu um það atriði fyrr í grein
þessari.
Arangur þessara aðgerða, sem nú eru rúmlega tveggja áratuga gamlar, hefur kveikt þá
von í brjósti sjúklinga, er undir þær hafa gengist, að hann sé varanlegur í miklum
hluta tilfella og hafa þær því leitt tugþúsundir manna um allan heim úr hljóðvana
tilveru í heim heyrenda.
Yfirlit
Grein þessi gefur yfirlit yfir 825 eyrnaaðgerðir framkvæmdar á Háls-, nef- og
eyrnadeild Borgarspítalans á tímabilinu 1970-1978. Af þeim eru 206 aðgerðir fram-
kvændar vegna otosclerosis eða 24,9%. Þegar á heildaraðgerðafjölda er litið, kemur
í ljós, að aðgerðafjöldi kynjanna er u.þ.b. jafn, eða 413 karlar á móti 412 konunu
Aftur á móti gangast mun fleiri konur undir aðgerðir vegna otosclerosis, eða 118 á
móti 88, enda er otosclerosis mun algengari sjúkdómur meðal kvenna en karla.
Rætt er almennt um sjúkdóminn otosclerosis, orsök, greiningu og meðferð og sýnt
fram á, að í 80-90% tilfella er hægt að fá svo til eðlilega heyrn með aðgerð, svo
fremi sem beinheyrn sé eðlileg. Einnig er birt heyrnarfræðileg samantekt 115
tilfella fyrstu 4 ár starfsemi deildarinnar.
Summary
This article is a review of 825 operations of the inner ear at the Ear- nose and
throat department at Borgarspítalinn during the period from 1970 through 1977. Of
the 825 operations 206 were for otosclerosis. Of the total number of patients 413
were men and 412 were women. Operations for otosclerosis on the other hand were
more common in females or 118 procedures as ccmpared with 88 operations in males,
reflecting the fact that the disease is more common in the female sex.
The disease otosclerosis is discussed, especially diagnostic methods and treatment
and it is shown that in 80-90% of cases hearing returns to normal or near normal
after treatment if bone hearing is normal in the first place. The treatment used
at Borgarspítalinn is stapedectomia a.m. Schuknecht, and at the end of the article
an audiological follow-up of the first 115 cases operated on is presented.
Heimildir:
1. Boucheron E: La mobilisation de l'étrier et son procédé opératoire. Union
Med (Paris) 46:412, 1888.
2. Ewertsen HW: Audiogram interpretation. Standardisation of symbols for
stapedius reflexes. Scand Audiol 2(1):61-3, Mar 73.
3. Faraci F: Importanza acustica e funzionale della mobilizzazione della staffa:
Risultati di una nuova serie di operazioni. Arch Ital Otol 9:209, 1899.
4. Goodhill, V: Stapes surgery for otosclerosis. New York, Hoeber, 1961.
Heermann H: Mobilisierung des Steigbúgels durch Ausmeisseln und Einwartsver-
lagern des Fussplatte. Z Laryngol Rhinol Otol 35:415-21, Jul 56.
5.