Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Blaðsíða 129
JUVENILE RHEUMATOID ARTHRITIS:
SJÖKDÓMSTILFELLI OG NOKKUR ALMENN ATRIÐI
Jóhann Gunnar Þorbergsson
Frá endurhæfingadeild
Juvenile rheumatoid arthritis, hér eftir kallaö J.R.A., er sem betur fer ekki
algengur sjúkdómur, en hann má þó ekki gleymast. Byrjunareinkenni eru verkir
í liöum, t.d. hnélið eða ökklalið og þaÖ er ef til vill saga um að barnið hafi
dottiö í leik. Foreldrar fara síöan meö bam sitt strax, eða seinna, til heimilis-
læknis, eða leita til lækna Slysadeildar. Röntgenmynd er oft neikvæð og blóö-
mynd eðlileg. í flestum tilfellum er raunverulega saga um slys eða áverka og
barnið verður aftur frískt, en ef bólga og verkur hverfur ekki og/eða sjúklingur
fer að finna fyrir verk í öðrum liðum, þá verður að hafa J.R.A. í huga. Kannanir,
sem gerðar hafa verið x Svíþjóð sýna, að gera megi ráð fyrir 100-150 nýjum til-
fellum af J.R.A. árlega þar í landi (2). Engin könnun hefur mér vitanlega verið
gerð hér.
Ég mun nú gera grein fyrir sjúkdómstilfelli, þar sem sjúklingur er 12 ára drengur.
Á þeim tíma, sem fylgst var með sjúklingnum komu fram röntgenbreytingar í hnélið
og framkvamd var skurðaðgerð (synovectomia). Mér vitanlega er hlr um að ræða
fyrsta tilfelli á Borgarspítala, þar sem fylgst hefur verið með röntgenbreytingum
og liðþelstöku beitt hjá einstaklingi með J.R.A.
Sj úkrasaga
Sjúklingur er drengur, fæddur í okt. 1963. í lok desember 1975, þá^nýorðinn
12 ára, fer hann að fá verki í hægra hnl og bar mikið á stirðleika í liðnum,
slrstaklega á mor^nana. Hafði hann fengið skíði í jólagjöf og setur sín fyrstu
óþægindi frá hnl í samband við skíðaferð, en þó mun hann ekki hafa dottið eða
snúið neitt upp á hnlð. 1 jan.-febr. 1976 fer hann að fá verki í vinstra hnl
og einnig í hægri öxl. Mikill stirðleiki var í þessum liðum á morgnana og atti
hann erfitt með að komast fram úr rúmi. í mars-apríl 1976 fer sjúklingur að
ganga haltur á hægra fæti og getur ekki tekið þátt í leikjum fllaga sinna.
Þann 17. apríl 1976 er leitað til Slysadeildar Borgarspítalans. Hafði drengur-
inn þá haft mikla verki í hægra hnl og gat lítið sofið undanfarna nótt.__ Rtg.-
mynd var tekin samdægurs af báðum hnjám og engarsjúklegar breytingar sáust.
Hemoglobin mældist 12,4 g%, sökk 9, hvít blóðkom 7700. Gigtarpróf^(Latex
R.F.-Acryl-fix. próf, - rheumaton) neikvæð. Þann 4. maí 1976 er sjúklingur
síðan lagður inn á Lyflækningadeild Borgarspítalans. Var hann þá orðinn verri
í vinstra hnl og hafði verk í hægri ökkla. Engin saga er um liðagigt í ætt.
Skoðun: Við skoðun finnst, að sjúklingur heldur vinstra hnl beygðu í 150°.
Hann getur ekki rétt úr hnlnu, en getur beygt það í 90°. Allar hreyfingar í
hnlnu eru stirðar og sársaukafullar. Hnlð er ekki áberandi bólgið, en dálítið
heitt viðkomu. Ökklaliðir stirðir og sársaukafullir við hreyfingu, en ekki
bólgnir og almenn skoðun er að öðru leyti eðlileg.
Rannsóknir: Blóðstatus eðlilegur, en sökk er 15 mm. S-elektroforesa eðlileg.
ANF neikwsður. Gigtarpróf voru neikvæð sem fyrr, en Anti-Streptolysin 0 er
vægt hækkað (1/333). Ræktun úr hálsi neikvæð. Almenn þvagrannsókn eðlileg.
Röntgenmynd af hnjám, tekin þ. 6. maí 1976 sýndi sem fyrr engar sjúklegar
breytingar.
Gangur og meðferð: Sjúklingur flkk sjúkdómsgreininguna J.R.A., var gefið Aspirin
og þann 12. max 1976 var hann fluttur á Endurhæfingadeild BorgarsDitalans og