Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Blaðsíða 158
Aftur á móti hefur veriö sýnt fram á, aÖ nýfæddar rottur eru miklu viökvsnari
fyrir althesini en þær fullorénu. Framleiöandi mælist til, aö lyfið sé síður
gefiö börnum innan eins árs. Keep og félagar (21) sýndu fram á, aö börn á
aldrinum 2-10 ára þurftu stærri skammta af althesini til innleiðslu, en þau sem
voru eldri en 10-16 ára, eöa 0,07 ml/kg ± 0,03 í stað 0,05 ± 0,02.
Althesin virðist hafa það sér til ágætis að geta komið í veg fyrir "malignant
hyperthermi" hjá vissum grísum, sem annars fengju þetta "syndrome" við fluothan
eða succinylcholine-gjöf (17). Þetta fyrirbrigði er einnig þekkt hjá mönnum,
talið vera "pharmacogenetiskt", arfgengt og tengt "myopathy". Orsök er annars
óljés, en viss svæfinga- og vöðvaslakandi lyf geta hrundið því af stað. Ef
svæfa þyrfti sjúkling, sem hefði lifað af slíkt er althesin það lyf, sem margir
nœla með, og eru dami þess, að vel hafi til tekist (20).
Annar kostur althesins er, að það veldur ekki óþægindum við inndælingu, en það
var einn af höfuðókostum hinna eldri sterasvsefingalyfja. Tíðni æðaaukaverkana
(thrombophlebitis) er metin sambærileg við 2,5% pentothal og 1% methohexitone (5).
Þá hefur althesin lítt ertandi áhrif á slagæðar í sterkri mótsetningu við pento-
thal.
Aukaverkanir verða meiri ogtíðari, þeim mun hraðar sem lyfið er gefið, og sérstak-
lega með stækkandi skömmtum verða áhrif þess á hjarta- og æðakerfið meiri (6,26).
Svipað hefur verið sýnt fram á með pentothali og methohexitone. Má þar helstar
nefna: hósta, hiksta, raddbandakrampa, ósjálfráðar hreyfingar - stundum nánast
krampakenndar - skjálfta, rauðleit útbrot (histaminlos), blóðþrýstingsfall og
hraðan hjartslátt. Krampaflogi hefur verið lýst hjá sjúklingi, sem hafði á heila-
línuriti "epileptiskan fokus" (35). Alvarlegasta aukaverkunin er sú, sem að lík-
indum gæti komið í veg fyrir varanlegar vinsældir lyfsins,er ofnaaaislost (anaphyl-
actic shock) og berkjukrampi, ýmist með eða án lostástands, en slíkra einkenna
ma vænta í 1 af hverjum 11000 svæfingum með althesini (7). Svo alvarleg svörun
er að vísu vel þekkt eftir pentothal, einkum berkjukrampi, aftur á móti lost-
einkenni talin vera miklu sjaldséðari, þó ekki sé að finna ákveðnar tölur þar að
lútandi. Watkins og félagar (37) álíta, að ýmist verði histaminlos vegna beinna
lyfjafræðilegra áhrifa efnisins, eða með "aktiveringu á komplement", sem síðan
leiðir til histaminloss, hvort tveggja gæti skeð í fyrsta sinn sem lyfið er gefið,
eða ef um áunnið ofrrani væri að ræéa í næsta sinn. Eftir því sem althesin er
notaé meira og lengur mætti búast vié tíöari ofnænistilfellum. Clarke og félagar
(7) töldu, aÖ slíkt heféi ekki komiö fram enn. Margir hafa álitið upplausnar-
efnið, Cremophor EL, vera sökudólginn. Watkins og félagar (37) álíta þó, að Cremo-
phor út af fyrir sig hafi litla þýéingu heldur að flotholt eiginleiki þess kunni
að auka á ofnaaniseiginleika althesins. Virðist því æskilegt, ef tækist að fram-
leiða althesin án þess. Líkurnar á að sjúklingur svari althesini óeðlilega eru
taldar meiri, ef saga er um asthma, lyfjaofnæni og ef til vill, ef lyfið hefur
verið gefið áður (14), sama má segja um mörg önnur lyf.
Eigin athuganir
Svæfðir voru alls 100 sjúklingar með althesini. Greinarhöfundur annaðist, eða
hafði yfirumsjón með öllum þessum svæfingum.
Á mynd^2 sést aldurs- og kynskipting hópsins, sem var valinn að mestu leyti af
handahófi, þó voru mjög lélegir sjúklingar útilokaðir, einnig sjúklingar með sögu
um^asthma og flogaveiki. Sjúklingunum er skipt í 2 hópa. í fyrri hópnum er 51
sjúklingur, sem undirgengust stuttar aégeréirísjá töflu 2) og fengu althesin sem
aðalsvæfingalyf. I seinni hópnum eru 49 sjúklingar, sem fengu althesin til inn-
leiéslu aéeins (utan 2 sj.) og gengust undir lengri aégeréir.
Fyrrihópur Yngsti sjúklingurinn var 15 ára, þeir elstu 76 ára, meéalaldur var
46,6 ar. Heilsufar þeirra var metié og flokkuðust sjúklingar þannig: 30 í ástandi
I, 18 í ástandi II, 3 í ástandi III. (Flokkun samkvæmt reglum bandaríska svæfinga-
læknasambandsins (22)). Léttasti sjúklingurinn vó 44 kg, þeir þyngstu 95 kg,