Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Side 11
BYGGINGARSAGA BORGARSPlTALANS
FYRRI AÐALAFANGI BYGGINGARINNAR
Jón Sigurósson
Aðdragandi
Þegar bœjarstjórn Reykjavíkur steig í árslok 1948 fyrsta skrefið til undirbúnings
byggingar Borgarspítalans með skipun nefndar í því skyni, hafði lengi ríkt mikill
skortur á sjúkrahúsrúmum í Reykjavík. Landspítalinn, sem tekinn var í notkun
árið 1930, reyndist þegar í upphafi of lítill (14).
Arið 1934, aðeins fjórum árum eftir tilkomu hans, fjölgaði sjúkrarúmum um 75,
en það ár tóku til starfa sjúkrahús Hvítabandsins, viðbótarbygging við Landakots-
spítala og kynsjúkdómadeild Landspítalans. A næstu 14 árum, árunum 1934 til 1948,
fjölgaði bæjarbúum um 22 þúsund, úr 33 þús. í 55 þús., en engar nýjar sjúkra-
stofnanir tóku til starfa á þessu tímabili.x Attu kreppuárin á 4. tug aldarinnar
og heimsstyrjöldin síðari að sjálfsögðu sinn þátt í því.
I bréfi Vilmundar landlæknis JÓnssonar til bæjarráðs, 15. febr. 1934 (18), gagn-
rýnir hann lxtil fjárframlög bæjarins til sjúkrahúsa- og heilbrigðismála, hvetur
bæjarfélagið eindregið og aðallega til að taka upp forystu í heilsuverndanrálum,
en segir einnig m.a.: "Að sjálfsögðu kemur að því, að Reykjavík verður að eignast
sómasamlegt bæjarsjúkrahús....". í öðru bréfi til bæjarráðs, löngu seinna, dags.
19.02.4P (19), segir Vilmundur landlæknir m.a., að almennt bæjarsjúkrahús í
Reykjavík eigi "að sjálfsögðu fyrir sér að verða hið mesta sjúkrahúsfyrirtæki
landsins", og vísar I því sambandi til erlendrar fyrirmyndar í því efni.
Það er ekki fyrr en um og eftir lok heimsstyrjaldarinnar að það fer að brydda á
almennum áhuga á að ráða bót á sjúkrarúmaskorti í bænum.
I tímariti Rauða kross Islands, Heilbrigðu lífi, 1944 (14) kemur fram gagnrýni á
Reykjavíkurbæ vegna ástandsins. A fundi í Læknafélagi Reykjavíkur (L.R.) í janúar
1946 var lagt fram uppkast að umsögn félagsins um frumvarp til laga um almanna-
tryggingar, sem þá lá fyrir Alþingi. Fundurinn samþykkti m.a. að vekja athygli
Alþingis á því, að auka þurfi hið allra fyrsta eigi færri en 150 almennum sjúkra-
rúmum við sjúkrahúsrúmin í Reykjavík, auk sjúkradeildar fyrir slys, útlima -
kírúrgíu og útvortis berklaveiki. Þá væri og mjög aðkallandi þörf á auknu
sjúkrahúsrými fyrir taugaveiklað fólk og geðbilað (12).
Veturinn 1944-45 vann 5 manna nefnd á vegum Læknafélags Islands (L.í.)^* að því
m.a. að rannsaka ástandið £ sjúkrahúsmálum landsins (10), og í febrúar til maí
1946 starfaði önnur 5 manna nefnd, en skipuð af bæjarstjóm Revkjavíkur^^, að
því að gera tillögur um sjúkrahússþörf og nauðsynlega aukningu sjúkrarúma £
bænum (2). Alitsgerðir beggja þessara nefnda komu fram £ ma£ 1946 og voru
efnislega nær samhljóða, enda einn nefndarmanna £ báðum nefndum. A þessum t£ma
voru fulltrúar L.í. og bæjarstjómar á einu máli um að bvggt skyldi við Land-
spitalann, lyflæknis- og handlæknisdeildir hans tvöfaldaðar að st^Erð, svo að
x Fæðingardeild Landspitalans tók til starfa 1. janúar 1949.
^ Nefnd L.I.: Helgi Tómasson, Sigurður Sigurðsson, Guðm. Karl Pétursson,
Páll iSigurðsson og Guðmundur Thoroddsen.
Nefnd bæjarstjómar: Jóhann Hafstein, Sigrlður Eirlksdóttir, Sigurður
Sigurðsson, Katrin Thoroddsen og Jóhann Samundsson
9