Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Blaðsíða 15
byggingarœfnd skipuð, sem síöan stjórnaði framkvændum ásamt húsameisturunum.x
I því skyni aö koma bæjarsjúkrahúsinu í Fossvogi sem fyrst í gagnið var ákveðið
að skipta framkvændum í tvo aðaláfanga og fresta byggingu minni sjúkraálmunnar
(B), þar til hinn hluti aðalbyggingarinnar yrði fullbyggður, og takmarkast
byggingarsaga þessi við fyrri hluta byggingarframkvæTdanna. Öllum var þó ljóst,
að frestun þessari fylgdi mikið óhagræði. Færri sjúkrarúm yrðu til ráðstöfunar,
og byggingin yrði að ýmsu leyti óhentugri og að tiltölu dýrari í byggingu og
rekstri en ella. Ætlunin var að koma £ fyrri áfanga upp 160 rúmum (nota A-álmuna
fyrir bráðasjúkdóma), en leggja jafnframtniður Farsóttahúsið, sjúkrahús Hvíta-
bandsins og Bæjarsjúkrahúsið í Heilsuverndarstöðinni, og flytja sjúklinga þessara
stofnana í nýja spítalann í Fossvogi. Með hliðsjón af þessu og af rúmafjölda
þeim, sem þá var reiknað með að væru til afnota fyrir reykvíkinga í almennu
sjúkrahúsunum hinum í bænum, mátti gera ráð fyrir, að 6,2 sjúkrarúm væru á hvert
þúsund íbúa. Það var að sjálfsögðu langt fyrir neðan það lágmark, sem talið var
nauðsynlegt árið 1949 og á árunum áður (17).
Um þessar mundir var að áliti ráðamanna þjóðarinnar nauðsynlegt að takmarka mjög
byggingaframkvændir í landinu, og voru þær háðar sérstökum fjárfestingarleyfum.
Sjúkrahús voru þar engin undantekning, og þau fjárfestingarleyfi, sem veitt voru
til Borgarspítalans hrukku skammt. Jafnframt voru byggingarframkvæmdir við hann
háðar fjárveitingum frá ríki (60%) og borg (40%). Það bætti ekki úr skák, að
einmitt þegar til framkvænda kom, barst tilkynning um að fyrirhuguð væri stækkun
Landspxtalans um 100-110 rúm, þ.e. 50 barnarúm og 50-60 almenn sjúkrarúm.
A árunum 1954 til 1960 fékk bæjarsjúkrahúsið fjárfestingarleyfi, er námu samtals
tæpum 26 milljónum króna, eða að meðaltali 3,7 milljónum á ári í þessi sjö ár.
Gefur auga leið, að við þessar aðstatóur hlaut hægt að miða byggingu, sem var
rúmlega 56 þús. rúmmetrar, en það tók einmitt þessi sjö ár að steypa húsið í fulla
hæð, frá miðju ári 1954 til október 1960. Eftir að fjárfestingarhönlur voru af-
numdar brá fljótt til batnaðar, þótt lögboðin framlög ríkisins létu alla tíð lengi
á sér standa, með þeim afleiðingum að mjög dró úr framkvændahraða við bygginguna.
I ársbyrjun 1965 var byggingarnefnd bæjarsjúkrahússins lögð niður, en hún hafði
unnið mikið og gott starf undir forystu dr. Sigurðar Sigurðssonar. Samtímis var
stjóm framkvænda, sem nú voru að nálgast lokastig, falin Sjúkrahúsnefnd
Reykjavíkurborgar ásamt húsameistara borgarinnar og forstöðumanni byggingar-
deildar borgarverkfræðings.** Sjúkrahúsnefnd hafði jafnframt með höndum allan
undirbúning og sá síðan um rekstur bæjarsjúkrahússins, sem nú hafði hlotið
nafnið Borgarspítalinn.
Þróun í heilbrigðismálum og þar með þörfin fyrir sjúkrarúm og læknisþjónustu er
margvíslegum breytingum háð, sem oft er erfitt að sjá fyrir. A hinum langa
byggingartíma Borgarspítalans urðu stórstígar framfarir í læknavísindum og sjúkra-
húsmálum, ekki síst á tæknilegu sviði. Sjúkdómsgreining hafði flust æ meira frá
sjúkrabeði £ rannsóknarstofur og röntgendeildir, sem sífellt krefjast stasrri og
stærri hluta af spitalarýminu, og nýjar rannsókna- og lcEkningaaðferðir höfðu
verið teknar £ notkun.
Það hefur alla t£ð vakað fyrir þeim, sem stjórnað hafa byggingu og rekstri Borgar- <-
spitalans, að hann skuli vera nýt£sku sjúkrahús, sem fullnægði kröfum t£mns, að
svo miklu leyti, sem framkvamanlegt er. Þv£ var reynt að taka fullt tillit til
x Byggingarnefnd bæjarsjúkrahússins: Sigurður Sigurðsson, form., Jón Sigurðsson,
Sigriður Bachirann, Kristinn Björnsson, Valgeir Björnsson, Friðrik Einarsson,
Jóhann Saanundsson og eftir andlát hans £ jan. 1955, ðskar Þórðarson.
Framkvændastjóri var ráðinn Hjálmar Blöndal.
Sjúkrahusnefnd Reykjavikurborgar: Jón Sigurðsson, fornn., Úlfar Þórðarson,
Hjálmar Blöndal, Alfreð Gáslason og Herd£s Biering. Framkvændastjóri var
ráðinn Haukur Benediktsson. Húsameistari Reykjavikurborgar: Einar Sveinsson,
Forstöðumður byggingaleildar: ðskar Þórðarson.
13