Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Blaðsíða 44
Sjúklingunum var skipt í 4 álíka stóra meðferðarhópa. HÓpur 1 var meðhöndlaður á
spítala með sérstakri sjúkraþjálfun, verkjatöflum og róandi lyfjum. Hinir
hópamir fengu meðferð utan spítala. Hópur 2 fékk hálskraga, róandi lyf og verkj
lyf. Hópur 3 fékk sams konar meðferð og hópur 2, en til viðbótar sjúkraþjálfun,
ef þörf var talin á. HÓpur 4 fékk "placebo".
Við eftirlit á 10. degi voru 49 sjúklin^ar einkennalausir. Nítján þeirra voru í
hópi 1. Þetta gæti bent til þess, að su meðferð, sem hópur 1 fékk, hafi flýtt
fyrir bata. Hjá þeim, sem kvartanir höfðu voru einkenni svipuð og enginn munur á1
hópunum. Ekki var heldur neinn munur við seinni eftirlit. Þegar litið var til
lengra tímabils var því sama, hvort eitthvað eða ekkert hafði verið gert við
sjúklinginn.
Einu og hálfu ári eftir slysið höfðu enn 22% sjúklinganna kvartanir. Unnt var að
sýna fram á, að stærsti hluti þessarra sjúklinga hafði haft sjúklegar starfrænar
truflanir svipaðs eðlis fyrir slysið, þannig að aðeins 4% höfðu einkenni, sem hæg’
var að setja í beint eða óbeint samband við áverkann. Hálshnykkur þessarra manna
hafði ekki verið verri en hjá öðrum.
Allir sjúklingamir 100 voru vinnufærir.
Þakklæti
Höfundamir vilja færa starfsfólki viðkomandi deilda Borgarspítalans innilegustu
þakkir fyrir veitta aðstoð. Sigrún Knútsdóttir deildarsjúkraþjálfari stjórnaði
sjúkraþjálfuninni. VÍsindasjóður Borgarspítalans veitti styrk til rannsóknanna.
Summary
In whiplash injuries chronic symptoms have been considered usual (20-75%) and
various therapies have been tried.
The aim of this study was to evaluate the symptoms and signs, the degree of recovei
and the value of different methods of therapy in 100 patients, who were followed-u!
to 1 1/2 years.
The patients were divided in four equal groups. Group 1 was hospitalized, treated
with physiotherapy, analgesics and cataractics. Group 2 was treated as outpatient:
with collar, analgesics and sedatives. Group 3 received same treatment as group 2
but physiotherapy was added. Group 4 received placebo.
;
Follow-up 10 days after the accident, showed that of 49 cases without symptoms 19
were in group 1. No difference was found between the therapy groups at later
follow-ups.
One and a half years later only 4% of the patients had complaints, which seemed to
be directly related to the injury and could not be explained by conditions excisti
prior to the accident.
Their accidents had not been more serious in the beginning than the others.
42