Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Síða 159
meðalþungi var 70 kg. Allir sjuklingamir voru fastandi. Inniliggjandi voru 35,
utanspítala 16. Lyfjaforgjöf var, sem hér segir: Utanspítalasjúklingar fengu
aðeins atropin i.v. 2-6 mín. fyrir svæfingu. Inniliggjandi sjúklingum var gefið
pethidin, phenergan og atropin í vöðva 35-110 mín. fyrir aðgerð, nema tveimur, sem
fengu dridol og atropin og einn fékk aðeins atropin i.v. Althesin var gefið eftir
þyngd, fengú 8 sjúklingar 0,07 ml/kg, hinir 0,06 ml/kg til innleiðslu á svæfingu.
Lyfinu var sprautað híqgt £ bláæð (á 30-60 sek.) og voru allir sofnaðir innan 1
mín. Txmi frá því svefnskammtur var gefinn, þar til gefa þurfti viðbótarskammt
var frá 2-13 mín. , meðaltímalengd 5,15 mín. 25 sjúklingar þurftu aðeins inn-
leiðsluskammtinn, hinir tvo eða fleiri og var til viðhalds gefið 0,5, 1,5 eða
2 ml af althesini. Mesta heildarmagn, sem gefið var, voru 10 ml (0,14 ml/kg).
Vegna þess hve lyfið verkar stutt var miðað við að aðgerð gæti hafist strax og
sjúklingur var sofnaður. Stundum varð þó nokkur biðtími, lengstur 8 mín.
Aðgerðartími var frá 1-27 mínútur, meðaltími 7,8 mínútur. Þegar sjúklingar voru
sofnaðir voru þeir látnir anda að sér súrefni og glaðlofti í hlutfallinu 1/2.
Smá öndunarstöðvun varð hjá um helmingi sjúklinga í bvrjun. Öndunarhjálp var þá
gefin eftir þörfum, en yfirleitt varð öndun fljótlega fullnægjandi. Kokrenna
var notuð stundum og virtust sjúklingar þola vel. Sjáöldur víkkuðu nær alltaf.
Blóðþrýstingur var mældur fyrir svæfingu og eftir 1 og 2 mín. frá lokum inn-
dælingar og síðan eins oft og við var komið meðan á svæfingu stóð og þar til
sjúklingur vaknaði. Mældist blóðþrýstingur nær alltaf lægstur á þessum fyrstu 2
mín., hækkaði aftur á næstu mín., en hafði sjaldnast náð sömu hæð og fyrir svæf-
inguna, þegar blóðþrýstingsnælingum var tett. Blóðþrýstingur á fyrstu 2 mín.
mældist óbreyttur hjá 3 sjúklingum, hækkaði frá 10-40 "í systolu" hjá 6, lækkaði
hjá 42 um 10-60 í systolu, féllu flestir um 20. Alls voru 14 sjúklingar, sem
féllu um 30 eða meir (sjá mynd III). Sjö af þeim, sem féllu mest voru^utanspítala
og höfðu því ekki fengið lyfjaforgjöf. Mynd IV sýnir "systóliskan" blóðþrýsting
sjúklinganna fyrir svséfingu og meðaltal af mesta blóðþrýstingsfalli hjá sjúklingum
með sama blóðþrýsting. Virðist tilhneiging nokkur til þess, að þeir sem höfðu^
hæstan blóðþrýsting fyrir falli mest. Blóðþrýstingsfall eftir aldursflokkum sýndi
ekki miklar sveiflur. Hjartsláttartruflana varð ekki vart, en yfirleitt voru
sjúklingar ekki tengdir hjartariti. Hjá 22 sjúklingum varð hjartsláttur hraðari,
oftast um 10-30 slög á m£n., hjá 13 heldur hægari og hjá 16 óbreyttur að mestu.
Helstu aukaverkanir sem sáust voru eftirfarandi:
óeðlilega mikil munnvatnsmyndun 1
Raddbandakrampi (laryngospasm) 1
Fángerður skjálfti á augnlokum 6
Krampakenndar hreyfingar 4
Náladofi 2
Hósti 5
Qtbrot 3
ógleði 2
Uppköst 1
Ellefu sjúklinganna hreyfðu sig verulega meðan á aðgerð stóð. Algengasta hreyfing-
in var sú, að sjúklingar drógu að sér fætur, en yfirleitt þurfti ekki að gera
verulegt hlé á aðgerð. Oftast hefði sennilega mátt fvrirbvggja þetta með þv£ að
gefa viðbótarskammt £ t£ma. Hjá 4 sjúklingum sáust krampakenndar hreyfingar oftast
af "clonus"-gerð. Fingerður skjálfti oftast á augnlokum sást alloft. Rauðleit,
ekki upphækkuð útbrot, sáust hjá 3 sjúklingum á bringu eða bol, þau hurfu^á
nokkrum m£n. Einn sjúklingur, 73 ára karlmaður, feitlaginn, 95 kg, fékk óeðli-
lega mikið munnvatnsrennsli og hósta og s£ðan "laryngospasma" (17 m£n. frá byrjun
svæfingar). Honum var gefið succinvlcholine, barkaþræddur og svæfingu haldið
afram með fluothan. Þessi sami sjúklingur var svæfður 5 mánuðum seinna með al-
thesini án eftirkasta. Fjórir aðrir sjúklingar voru svæfðir tv£vegis með althesini,
með nokkurra mánaða millibili og gekk vel, nema með magaveika konu, hún kastaði
upp þegar hún var að vakna £ seinna skiptið og £ bæði skiptin kvartaði hún sáran
undan náladofa um allan likanann. Ekki hef ég séð þeirrar aukaverkunar getið
aður £ sambandi við althesin. Þá voru 2 sjúklinganna svæfðir 3svar sinnum með