Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Síða 113
SJALFSVÍGSTILRAUNIR
Guðrún Jonsdóttir
Páll Sigurðsson
Frá geðdeild
1. Inngangur
Sjálfsvígum hefur verið meiri gaumur gefinn á síðustu árum en áður. Rannsóknir
hafa víðast leitt í ljós, að hér er um að ræða allalgenga dánarorsök samkvænt
dánarskýrslum, enda þótt mjög víða sé um sannanlega vantalningu að ræða.
Könnun hér á landi fyrir árabilið 1962-1973 (3) sýndi, að samkvænt dánarskýrslum
er dauði af sjálfsvígum nálægt meðaltali hvað snertir þekktar Evrópuþjóðir, en lág
miðað við Norðurlönd sérstaklega.
Það hefur reynst erfitt að fá óyggjandi tölur um tíðni sjálfsvíga og hvað varðar
sjálfsvígstilraunir verður enn erfiðara um vik, enda eru upplýsingar um þetta mjög
mismunandi og breytilegar, þótt fram hafi verið sett sú skoðun að sjálfsvígstil-
raunir gætu verið (5) allt að 10 sinnum fleiri en sjálfsvíg.
Könnun á tíðni sjálfsvígstilrauna hefur ekki verið gerð hér á landi, svo kunnugt
sé. Höfundar þessarar greinar tölduþví ómaksins vert að gera tilraun til að fá ein-
hverja hugmynd um þetta atriði og í þeim tilgangi var sú könnun gerð, sem lýst er
hér á eftir.
1.1. Skilgreining
Sjálfsvíg ogsjálfsvígstilraunir voru lengi vel og eru sums staðar enn bannorð og
allt gert, semunnt var, til að fyrirbyggja, að opinbert yrði. Fram á síðustu öld
voru sjálfsvíg víða bönnuð með lögum og af trúarástæðum.
Nútíminn reynir hins vegar í vaxandi iraeli að skilja sjálfsvígshegðunina og skýra
hana sem mannlega hegðun við ákveðnar aðstæður. Þetta er að sjálfsögðu gert í þeim
tilgangi að leita fyrirbyggjandi leiða og hjálpar í vanda einstaklingsins.
Nokkur hugtök kom nú fyrir í þessum fræðum - sjálfsvxgsfræðum (suicidologi) - sem
fétt þykir að skilgreina.
Sjálfsvíg (1. suicidium) - er notað um öll dauðsföll, þar sem það er viljandi lífs-
hættulegur verknaður á eigin líkama, sem veldur dauða.
Sjálfsvígstilraun (1. tentamen suicidii, parasuicidium) - er notað um þann verknað
einstaklings gagnvart sjálfum sér, sem raunverulega eða sennilega er lífshættulegur,
og^sýnt þykir, að viðkomandi hafi ætlað að hætta lífi sínu, eða gefið það í skyn, að
slíkt væri ætlunin, enda þótt dauði hlytist ekki af.
Skv.^ þessari skilgreiningu koma í þennan flokk þau tilvik, þar sem augljós astlan
er á bak við, og hin þar sem vilji til verknaðar er tvíbentur (ambivalence).
í þessari grein hefur hin víðasta skilgreining verið notuð. Þannig eru teknar með
i könnunina sjálfsvígstilraunir, sem litlu munaði að yllu dauða^og hefðu gert það,
ef viðeigandi meðferð hefði ekki komið til. Einnig koma með sjálfsvígstilraunir,
sem mistókust og hefðu ekki valdið dauða, þótt engin meðferð hefði komið til. Þar
aó auki eru teknar með allar sjálfsvígstilraunir, sem reyndust vera hjálparbeiðni