Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Blaðsíða 83
RÖNTGENGREIND ANDLITSBROT 1971
1975
Ásmundur Brekkan
Eyþór Björgvinsson
Frá röntgendeild
Inngangur
Andlitsáverkar og brot á andlitsbeinum hafa vafalaust fylgt mannkyninu frá upphafi,
en tíöni þeirra og áverkavaldar eru vitanlega háö miklum breytingum. Erfitt er
aö draga ákveðnar tölulegar ályktanir um tíðni andlitsbrota almennt af þeim yfir-
litsgreinum, sem á undanfömum árum hafa birzt um andlitsáverka og andlitsbrot.
Eina framtalið, sambærilegt því, sem hér fer á eftir, er frá slysadeild í Brno,
Tékkóslóvakíu (1972), en þar telja Muzka og félagar fram 873 andlitsbrot í hópi
16.324 sjúklinga, eöa 5.3% (6). Mun meiri upplysingar liggja fyrir um hlutfalls-
tölur áverkavalda, og eru þær einkum með tilliti til vaxandi fjölda umferðaslysa
og aukningar alvarlegra áverka af þeim (2,3,4,7,8,9). Slys í heimahúsum með
andlitsáverkum virðast furðu mörg, en áverkar á vinnustað og í íþróttum eru hins-
vegar mun fasrri en búast iraetti við (3,4). Áverkar og andlitsbrot vegna árása og
slagsmála eru mjög mistíð í tilvitnuðum rannsóknum, en virðast þó víða vera vaxandi
vandamál. Hér verður gerð grein fyrir sjúklingum, sem greindir voru með andlits-
brot við Röntgendeild Borgarspítalans árin 1971-1975, fjölda, aldursdreifingu og
áverkavöldum.
Efniviður og athuganir
Safnað var upplýsingum um alla einstaklinga, sem sendir voru frá Slysadeild
Borgarspítalans vegna gruns um andlitsbeinaáverka 1971-1975. Einnig voru teknar
saman upplýsingar um heildarfjölda einstaklinga, sem komið höfðu til röntgen-
skoðunar frá Slysadeild á sama tímabili. Aldurs- og kyndreifingýiópsins með andlits-
beinaáverka var borin saman við aldurs- og kyndreifingu allra sjúk'linga fra Slysa-
deild. Meðaltölur hvers hóps um sig fyrir umrætt 5 ára tímabil voru bomar
saman.
Áverkunum var skipt í tvo hópa eftir fyrstu röntgengreiningu eingöngu: Dnefbrot
(án annarra áverka), 2) nef- og önnur andlitsbrot. í flestum tilfellum var flokkað
eingöngu eftir skriflegri umsögn og greiningu. I nokkrum vafatilfellum voru
röntgenmyndir endurskoðaðar, og bar þá endurskoðun saman við fvrstu greiningu.
Frekari sundurliðun áverka á einstöku eða fleiri andlitsbeinum var ekki gerð. Þa
voru sjúklingar með greind brot flokkaðir eftir orsök áverka:
1) Árásir og handalögmál.
2) Umferðarslys.
3) Fall eða annar áverki, í heimahúsum, íþróttum, úti, eða á vinnustað.
Niðurstöður
Á tímabilinu, sem athugað var, voru 60.149 einstaklingar sendir til röntgenrann-
sókna frá Slysadeild. Af þeim höfðu 2.175 fengið andlitsáverka, eða 3.6%. Brot
greindust hjá 1.027 þeirra, eða um 47%. Sundurliðun einstakra ára, kynja^og
greininga er í töflu 1. Á mynd 1 er sjúklingum skipt í aldursflokka og sýnd 10
ára aldursflokkadreifing að hundraðstölu sjúklinga með röntgengreinda andlits-
áverka og til samanburðar allra sjúklinga frá Slysadeild annarsvegar, en til-
svarandi dreifing íbúa Reykjavíkur hinsvegar. Frávik milli ára eru það lítil, að
tekið er meðalgildi allra fimm ára við gerð þessarar töflu, en meðalgildi íbúa
81