Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Qupperneq 122
LYFJAEITRANIR Á LYFLÆKNINGADEILD BORGARSPÍTALANS 1971-1975
Guðmundur Oddsson
Frá lyflækningadeild
Inngangur
Borgarspítalinn í Reykjavík hefur nokkra sérstöðu meðal spítala Stór-Reykjavíkur-
svæðisins vegna slysadeildarinnar. í fvrstu voru aðallega tekin þar tií meðferðar
slys og hvers konar minni háttar aðgerðir vegna bráðra áverka, en á síðustu árum
hefur deildin þróast æ meir í þá átt að verða "akut" móttaka þar sem bráðum
skurðlæknis- og lyflæknistilfellum er sinnt jöfnum höndum. Af þessum sökum hefur
það komið fremur í hlut Borgarspítalans en annarra spítala á Reykjavíkursvæðinu,
að taka á móti bráðum eitrunartilfellum og fer langmestur hluti þeirra tilfella
beint inn á slysadeild og síðan til meðferðar á gjörg^Eslu- og lyflækningadeild
spítalans. Eitrunartilfelli þau sem lögð eru inn á lyflækningadeildina gefa þannig
all góða heildarmynd af þessu vandamáli á Stór-Reykjavíkursvæðinu og því var ákveðið
að fara yfir sjúkraskár deildarinnar á ákveðnu árabili og líta nánar á þessi til-
felli. 1 grein þessari verður einungis fjallað um lyfjaeitranir þar sem um hvers
konar misnotkun lyfja er að ræða (self-poisoning), en ekki verður fjallað um
eitranir af völdum slysni. Á tímabilinu 1971-1975 hafa ekki orðið neinar breytingar
á tilhögun innlagna á spítölum í Reykjavík og þeirri reglu hefur alltaf verið
fylgt á slysadeild að meðvitundarlitlir eða meðvitundarlausir sjúklingar eru lagðir
beint inn á spítalann, en ekki fluttir á aðra spítala, og ætti ekki að vera nein
breyting á fjölda innlagna af þeim sökum.
Niðurstöóur rannsóknar
Á fimm ára tímabili (1971-1975) var 301 sjúklingur lagður inn á lyfjadeild Borgar-
spítalans vegna misnotkunar lyfja og voru innlagnir alls 318. Ekki hefur orðið
mikil breyting á fjölda innlagna milli ára, þær voru fæstar 61 árið 1971 og 75 árið
1975, en ef tekið er tillit til þess hve öðrum innlögnum hefur fjölgað á þessu
árabili, 1121 árið 1970, 1699 árið 1975, kemur í ljós, að hlutfallslega hefur inn-
lögnum af völdum misnotkunar lyfja faskkað (mynd I).
Eins og fram kemur í töflu 1 komu langflestir sjúklinganna inn x gegnum slysa-
deildina, eða 85%, en 12% sjúklinga voru lagðir inn af heimilislækni eða vaktlæknum,
en í töflu 2 sést að 52% sjúklinganna voru í dásvefni (coma) við komu á spítalann,
þ.e.a.s það var ekki hægt að vekja þá með neinu móti, 19% svöruðu áreitni að
einhverju leyti, en voru ekki samstarfshæfir (semi-ccma), 29% voru undir minni
lyfjaáhrifum.
Aldur og kyndreifing
Konur voru mun fleiri, 171, en karlar 130, hlutfall 1.31:1, og þegar sjúklingum er
skipt nánar niður í aldurshópa kemur í ljós að langstærsti hópurinn er á aldrinum
21-30 ára^ 90 sjúklingar, næst koma svo aldurshóparnir 31-40 ára, 67 sjúklingar,
og 41-50 ára, 56 sjúklingar (tafla 3).
Mánaðarskipting innlagna
Á mynd II sést hvemig innlangir skiptast eftir mánuðum og kemur í ljós að flestar
þeirra eru í desember og janúar, en einnig greinilegur toppur um hásumarið, í júlí
°g agust. Ef teknir eru sérstaklega þeir sjúklingar, sem grunaðir eru um tilraun
til sjálfsvigs (tentamen suicidi og tentamen suicidi obs.) eru flestar innlagnir