Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Qupperneq 27

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Qupperneq 27
25 Guðmundur Björnsson y (41 BLÍNDIR OG SJONSKERTIR \y Könnun á algengi og orsökum sjónskerðingar og blindu á íslandi í árslok 1979. Efnisútdráttur Fjallað er um algengi og orsakir lögblindu (hámarkssjón 6/60 á betra auga með besta gleri) á íslandi 1. des. 1979. Heimildir eru fró mörgum aðilum, s.s. augnlæknum, Blindratélaginu, hljóðbókasafni og elliheimilum. Tala lögblindra, sem komu í leitirnar var 419 (212 karlar og 207 konur). Heildaralgengi lögblindra er 185.1 pr. 100.000 íbúa. Sé miðað við sjónskerpu 3/60 eða ratsjón, er tilsvarandi tala 120 og sé miðað við al- blindu eða lítt nýtanlega sjón er heildaral- gengið 57. Tiltölulega flestir hlnna blindu eru búsettir í Reykjavík, 253 pr. 100.000 íbúa. Um 1/3 hluti lögblindra eru alblindir eða því sem næst og 2/3 hlutar starfsblindir. Algengasta blinduorsök er ellirýrnun í miðgróf sjónu um 42% og hægfara gláka 18.6% og eru þessir sjúkdómar langtíðastir í elstu aldurs- flokkum. Meðfæddir ágallar eru tíðastir með- al yngri en 70 ára. Við síðustu blindrakönnun hér á landi árið 1950 var blindumarkið 3/60 og algengið 300 pr. 100.000 íbúa. Sé miðað við sömu skil- greiningu blindu í þessari könnun er sam- bærileg tala 120. Hefur blindratala því stór- lækkað síðustu þrjá áratugi. Ástæðan er minni glákublinda meðal aldraðs fólks. Blinda í yngri aldursflokkum hefur nærfellt staðið í stað. Miðað við nágrannalöndin er síst meira um blindu hér á landi. Blinda af völdum sykursýki er minni hér en meðal annarra velferðarþjóðfélaga. Blinda af völd- um ellidrers er óvíða lægri og kann það að endurspegla augnlæknisþjónustuna hér á landi að einhverju leyti. Lagt er til að hafin verði skráning sjón- skertra og glákusjúkra, en þeir eru stærsti áhættuhópur blindu. Ennfremur er bent á þörfina fyrir þjónustumiðstöð fyrir sjónskert fólk, þar sem sjónþjálfi annast endurþjálfun blindra og sjóndapurra. Efniviður og aðferðir Skilgreining lögblindu (legal blindness) samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar er „6/60 (20/200;0.1 Snellen) eða minni sjón á betra auga með besta gleri eða minni en 20° sjónsvið á betra auga.“1(i Lögblindu er skipt i alblindu, þegar sjón er engin eða því sem næst og starfsblindu Csocial blindness, industrial blindness). Þeir síðarnefndu komast yfirleitt leiðar sinnar á ókunnum stað (locomotor vision), en geta ekki lesið með venjulegum gleraugum og geta yfirleitt ekki sinnt fyrri störfum, vegna lélegrar sjónar. Hliðarsjón hafa þeir oft ó- skerta og geta því farið slysalaust flestra sinna ferða. Þeir, sem aftur á móti hafa mjög þröngt sjónsvið, geta haft sæmilega lestrarsjón, en eru bjargarlausir á ókunnum stað og þurfa að þreifa fyrir sér, þar sem hliðarsjónina vantar sbr. fólk með langt leidda gláku. I þessari könnun er miðað við framantalin skilmerki blindu. Hálfblinda (partial sight) er 6/18—6/60 Snellen með besta gleri á betra auga. Er venjulegt bókarletur þá illlæsilegt með venjulegum gleraugum. Börn með slíka sjón þurfa á sérkennslu að halda. Síðasta könnun á blindu fólki var gerð árið 1950.2 3 Siðan hefur slík athugun ekki farið fram. Þar sem engin skipuleg blindraskráning er hér á landi þurfti víða að afla fanga í þessa ritgerð. Landlæknisskrifstofan gaf upplýsingar um blinda í nokkrum héruðum skv. skýrslum héraðslækna. Héraðslæknar hafa fram á síðustu ár skráð blinda, en nú er sú skráning aflögð. Var hún ófullkomin m.a. vegna tiðra læknaskipta. Þó gefa þessar skrár nokkra hugmynd um fjölda blindra, a.m.k. í þeim héruðum, sem skýrslur bárust úr. Félagsráðgjafi Blindrafélagsins i Reykja- vík leyfði aðgang að öllum vottorðum um
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.