Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Page 54

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Page 54
52 greiningunni meningitis purulenta af ó- þekktri orsök. Faraldur af N. meningitidis á síðustu 2—3 árunum setur hér reyndar töluvert strik i reikninginn (Mynd I), þannig að með því að reyna að jafna út slíka óvænta sveiflu mætti skv. fyrrgreindum upplýsingum ætla, að undir venjulegum kringumstæðum sé meðal- árstiðni meningitis bacterials 'hjá islenkum börnum í kringum 20. Þannig léti nærri, að hérlendis sæjum við kringum 8—9 bacterial meningitis tilfelli hjá börnum ár hvert á hverja 100 þúsund ibúa. 1 Bandarikjunum var hinsvegar árið 1978 heildartala bæði hjá börnum og fullorðnum komin upp í 22 til- felli á hverja 100 þúsund íbúa í 38 rikjum, með H. infl. sýkingar í miklum meirihluta.13 Ekki eru handbærar tíðnitölur frá Norður- löndum, nema frá árunum kringum 1970, en 'þá var heildartalan hjá börnum og fullorðn- um kringum 5—6 á ári á hverja 100 þúsund íbúa.2 Tíðni meningitis hjá börnum virðist því heldur hærri hér á landi en á Norðurlöndum, en mun lægri en í Bandaríkjum Norður- Ameríku. 1 þessu uppgjöri var N. meningitidis al- gengasti orsakavaldurinn og olli nánast 45% sýkinga. Næstur í röðinni kom svo H. infl. með 35% sýkinga. Langt að baki þessum tveimur helstu sýklategundum kom svo S. pneumoniae með 6,4%. Þessi orsakadreifing er ekki mjög frábrugðin þeirri, sem fram kemur í uppgjöri Víkings Arnórssonar frá 1974.2 Svipuð dreifing kom einnig fram í uppgjöri frá Englandi,22 þar sem greint var frá 111 börnum með bacterial meningitis á árunum 1973 til 1977. Finnsk athugun,2i sem greinir frá horfum 244 barna, sem fengu purulent heilahimnubólgu á árunum 1948— 1972, sker sig hinsvegar úr með óvenju hárri tíðni pneumococeasýkinga, eða 16%, og voru þær jafnframt heldur algengari en meningo- coccasýkingar. Hér reyndist kyndreifing lik því, sem fram kemur í erlendum uppgjörum, en talsvert hærra hlutfall drengja sést í Landspítala- uppgjörinu. Þar takmörkuðust einnig sex til- felli af meningitis pneumococciea við drengi, en hér voru 3 af 5 pneumococcasjúklingum stúlkur. 3. AÐDRAGANDI. Aðdragandi innlagnar, frá því að fyrst komu fram nokkuð ákveðin einkenni um heilahimnubólgu og Iþar til sjúklingurinn var innlagður á spítala, nam oftast hálfum til einum sólarhring, sem telj- ast verður mjög eðlilegt. Ef litið er nánar á aðdragandatímabil þeirra 7 sjúklinga, sem dóu, reyndist það • lengra lagi, að undanskildum 3 meningo- coccatilfellum með Waterhouse-Frideriehsen syndrome. Einnig þótti athyglisvert, að eng- inn sjúklinganna, sem dóu, var innlagður eftir fyrstu læknisvitjun. Sex sjúklinganna hafði verið vitjað tvisvar af vaktlækni, áður en til innlagnar kom. 1 sjöunda tilvikinu hafði sjúklings verið vitjað af heimilislækni í tvö skipti, áður en hann lagði sjúkling inn við þriðju upphringingu frá foreldrum. Fimm þessara sjúklinga voru úr Reykjavík, tveir úr Hafnarfirði. 3. GREINING. Af öllum sjúklingunum höfðu 38% fengið meiri eða minni sýkla- lyfjagjafir fyrir innlögn. Er það nokkuð lægri tiðni en víða annars staðar, og von- andi tímanna tákn. Til dæmis höfðu 66% sjúklinga í Landspítalauppgjörinu fengið lyf fyrir innlögn2 og a.m.k. 47% af 687 sjúk- lingum i London á árunum 1969—73.11 Af þeim sjúklingum, sem fengið höfðu sýklalyf fyrir innlögn á Landakotsspítala, reyndust 60% samt sem áður með jákvæða mænu- vökvaræktun (49% á Landspítalanum, 68% í London). Þótt magn og tegund sýklalyfja hljóti að ráða miklu, má samt sem áður ætla, að þrátt fyrir einhverjar lyfjagjafir megi rækta sýkilinn hjá u.þ.b. helmingi þess- ara hálfmeðhöndluðu sjúklinga. Gram-litun á mænuvökva sýndi Gram- neg. diplococca hjá 4 sjúklingum með nei- kvæðar ræktanir, sem samsvaraði a.ö.l. að- eins jákvæðum mænuvökvaræktunum. Ekki þótti einhlítt að treysta á smásjárskoðun um val á sýklalyfjum. Sýklaorsök þótti ósönnuð hjá 86% sjúk- linga í þessu uppgjöri, samanborið við 62% á Landspítalanum2 og 32% á Borgarspitalan- um.10 Hér virðast tíðari blóðræktanir og e..t.v. nefkoksræktanir skipta máli, einkum i sambandi við N. meningitidis meningitis, þrátt fyrir sísta fylgni milli bakteria i blóði og mænuvökva hjá þessari sýklategund. Af sjúklingum með H. infl. meningitis reyndist blóðræktun jákvæð hjá 85%, sem er

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.