Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Síða 56

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Síða 56
54 ið heíur verið ritað um meðferð bacterial heilahimnubólgu á undanförnum árum, og þá yfirleitt lögð meiri áhersla á sýklalyfja- meðferð heldur en almenna stoðmeðferð. Eftir að ampicillin kom til sögunnar upp úr 1960, leysti það víða hina hefðbundnu þrenndarmeðferð af hólmi (penicillin, chlor- amphenicol, sulfa). Sumir töldu jafnvel ampicillin-upphafsmeðferðina taka þrennd- armeðferðinni fram með lægri dánartiðni og færri afleiðingum.1219 Frá árinu 1973 fóru svo að koma fram stofnar af H. influenzae sem reyndust ónæmir fyrir ampicillin, og er nú svo komið viða erlendis, að um 15% af öllum H. infl. stofnum eru ónæmir fyrir ampicillin. Fyrsta meningitistilfelli slíkrar tegundar hér á landi kom, sem fyrr er getið, síðla árs 1978. Upphafsmeðferð með ampi- cillin einu saman verður því ekki lengur tal- in réttlætanleg. Kveikjan að þessu uppgjöri var m.a. sú spurning, hvort ampicillin ein- meðferðin, meðan hún var og hét, hafi í raun borið annan árangur en hin gamalgróna þrenndarmeðferð, sem á síðari árum er reyndar víðast orðin að tvenndarmeðferð (penicillin, chloramphenicol) eftir tilkomu sulfa-ónæmra meningococcastofna. Hér voru 38 sjúklingar einungis meðhöndl- aðir með ampicillin til að byrja með og stundum allt til enda meðferðar, t.d. allar H.infl. sýkingamar, að þeirri síðustu undan- skilinni. Ekki kom fram marktækur munur, hvað viðkom dánartíðni eða merkjanlegum afleiðingum, en hóparnir eru að visu ekki alveg sambærilegir, þar sem öll þrjú E. colitilfellin og fjögur af 5 pneumococcatil- fellum lentu í ampicillinhópnum. Eftir tilkomu ampicillin-ónæmra H. infl. stofna, hefur víða verið mælt með ampicillin samíara chloramphenicol sem upphafsmeð- ferð við meningitis bacterialis eftir nýbura- skeið, og hefur slík meðferð nú verið tekin upp á barnadeild Landakotsspítala. Vegna hugsanlegra mótverkana milli sýklaheftandi lyfs (eholamphenicol) og sýkladrepandi lyfja (ampicillin/penieillin) er talið rétt að gefa þessi lyf aðskilin, með nokkru millibili, sýkladrepandi lyfið á und- an. Bent skal á að gefa chloramphenicol ekki í vöðva, vegna lélegs frásogs, heldur hverfa beint frá gjöf í æð yfir í gjöf um munn. Sýklalyfjameðferð við bacterial heila- himnubólgu er sífellt í endurskoðun, en hef- ur ekki að sama skapi haft áberandi áhrif á dánartíðni né afleiðingar á undanförnum ár- um. Þess vegna hefur í seinni tíð verið meiri gaumur gefinn öðrum meðferðarþáttum, sem gætu haft jákvæðari áhrif. 6. STOÐMEÐFERÐ. Krampar hjá mengis- bólgusjúklingum eru varasamir og geta haft mikil áhrif á almennar horfur.1 2 i3 21 í þessu uppgjöri fengu 19% sjúklinga krampa, ann- að hvort skömmu fyrir komu eða eftir inn- lögn. Þessi heildartíðni virðist vera í meðal- lagi fyrir bacterial mengisbólgur almennt,1 2 719 en innbyrðis skipting eftir sýklaorsök hefur ekki hvað minnst að segja, þar sem krampar eru lang algengastir í H. infl. og pneumócoccal mengisbólgum, eða með 30— 52% tíðni.7 9 10 24 Hér sást óvenju há tíðni krampa í meningoeoccal mengisbólgum, eða hjá 18%, sem aðeins samsvarar nýlegu upp- gjöri frá Montreal.8 Önnur uppgjör fá krampatíðni í meningococeal mengisbólgum 7,3—13%.2 7 21 1 uppgjöri Ware frá Eng- landi24 reyndust 12 af 13 H. infl. mengis- bólgusjúklingum með krampa vera innan eins árs. Hér voru aftur á móti allir 7 H. infl. sjúklingarnir sem fengu krampa, eldri en eins árs. Þannig er allt annað en auðvelt að sjá fyrir, hvaða börnum er hættast við krömpum. Vegna hugsanlegs sambands milli krampa og lakari lífshorfa og hærri tíðni varanlegra heilaskemmda hafa sumir ráð- lagt að gefa krampalyf í fullum skömmtum strax við innlögn allra mengisbólgusjúk- linga.24 Krampar auka á súrefnisskort í heila og geta stuðlað að uppköstum og aspiratio hjá þessum sjúklingum. Fleiri atriði en lyfjameðferð til varnar krömpum verður að taka til athugunar. Gæta verður þess, að barnið fái nægilegt súrefni, að blóðþrýstingi sé haldið í góðu horfi, að heil- anum berist nægjanlegt sykurmagn, og fylgjast þarf vandlega með blóðsöltum og vökvagjöf, einkum þegar um er að ræða óeðlilega framleiðslu á ADH, sem ýmsir telja mjög algenga samfara meningitis bacterialis.9 Þetta leiðir aftur hugann að mikilsverðum þætti í góðri stoðmeðferð, sem fram á síð- ustu ár hefur e.t.v. ekki hlotið verðskuldaða athygli. Hér er um að ræða sérstaka þrýst- ingslækkandi meðferð við heilabjúg. Sterar,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.