Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Page 6

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Page 6
4 Heilbrigði samanburðarhópurinn var allur vel innan þeirra marka, þar sem kólesterol helst í uppleystu formi. Utan við mörk voru 6 (26%) gallsteinasjúklingar og 4 (59%) magaskurðarsjúklingar. 1 mynd 2 hafa með- algildi heilbrigða hópsins verið færð inn til samaburðar við meðalgildi heilbrigðra ein- staklinga frá ýmsum löndum. SKIL Niðurstöðum þessara efnamælinga í galli ber saman við erlendar niðurstöður, sem sýnt hafa fram á yfirmettun á kólesteroli i galli sjúklinga með gallsteina. Kólesterol í galli heilbrigða hópsins hélst hins vegar í upplausn, og virðast meðalgildi þessa hóps vera sambærileg við það sem gerist meðal annarra þjóða. Eins og sést á mynd 2 koma fram veruleg frávik meðal Svía, Finna og Píma indíána í ofmettun kólesterols í galli.7 Athyglisvert er að sýnin frá magaskornu fólki innihéldu meira magn gallsalta. Það kann að standa í sambandi við hraðari um- breytingu gallsalta í efri meltingavegi eins og Midtvedt et al° hafa sýnt fram á. Hins vegar liggur skýring á lægri gildum fosfólí- píða ekki á liósu i magaskorna hópnum. Mælingaraðferðir á efnasamsetningu galls, sem hér hefur verið beitt á íslandi i fyrsta sinn, hafa aukið þekkingu manna á myndun gallsteina og jafnframt opnað möguleika á nvium aöferðum í meðhöndlun þeirra. Þetta er einkum mikilvægt, þar sem ný lyf eru að koma fram, sem hafa áhrif á efna- samsetningu galls.5 Jafnframt hillir undir markvissari ráðleggingar í mataræði, sem komið gætu í veg fyrir steinamyndun og jafnvel leyst upp gallsteina. Þakkir: Við viljum þakka öllum þeim læknum og læknanemum á Landspitala, sem fúslega leyfðu óþægilegar gallsýnatökur, svo Mynd 2 og læknunum Hannesi Finnbogasyni, Hauki Jónassyni og Páli Gíslasyni fyrir að senda okkur gallsýnishorn úr sjúklingum þeirra. HEIMILDIR 1. Admirand, W.H., Small, D.M.: The Physio- chemical Basis of Cholesterol Gallstone For- mation in Man. J. Clin. Invest. 1968; ^7:1043- 1052. 2. Bjarni Þjóðleifsson: Sjúkdómar í meltingar- færum hjá Islendingum. Manneldismál. Ráð- stefnuútgáfa nr. 1, 1980; 2:20-22. 3. Brett, M., Barker, D.J.P.: The World Distri- bution of Gallstones. Internat. J. of Epidemi- ol. 1976; 5 No. 4:335-341. 4. Comess, L.J., Bennett, P.H., Burch, T.A.: Clinical Gallbladder Disease in Pima Indians; its High Prevalence in Contrast to Framing- ham, Massachusetts. New Engl. J. Med., 1967; 277:894-898. 5. Dowling, R.H.: The 3 S‘s of the Medical Treatment of Gallstones. Læknablaðið, fylgi- rit nr. 5, 1978; 11-16. 6. Midvedt, T., Norman, A., Nygaard, K.: Meta- bolism of Glycocholic Acid in Gastrectomized Patients. Scand. J. Gastroent. 1970; 5:237-240. 7. Redinger, R.N., Small, D.M.: Bile Composi- tion, Bile Salt Metabolism and Gallstones. Arch. Int. Med., 1972; 130:618-630. Kólesterol, gallsölt og fosfólípiSar í gálli meöal lslendinga. Heilbrigðir Kólesterol- Magaskomir einstaklingar gallsteinasjúklingar einstaklingar _________________________________________ n = 11 n = 23 n = 7 Kólesterol mmol/100 ml ± SD 6.0 ± 1.5 *9.4 ± 13.0 5.1 ± 5.8 Gallsölt mmol/100 ml ± SD 69.2 ± 31.0 62.7 ± 38.5 *84.8 ± 30.6 Fosfólípíðar mmol/100 ml ± SD 24.8 ± 38.5 26.9 ± 27.0 *10.1 ± 29.2 * p < 0.05 samanborið við heilbrigða einstaklinga.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.