Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Síða 6

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Síða 6
4 Heilbrigði samanburðarhópurinn var allur vel innan þeirra marka, þar sem kólesterol helst í uppleystu formi. Utan við mörk voru 6 (26%) gallsteinasjúklingar og 4 (59%) magaskurðarsjúklingar. 1 mynd 2 hafa með- algildi heilbrigða hópsins verið færð inn til samaburðar við meðalgildi heilbrigðra ein- staklinga frá ýmsum löndum. SKIL Niðurstöðum þessara efnamælinga í galli ber saman við erlendar niðurstöður, sem sýnt hafa fram á yfirmettun á kólesteroli i galli sjúklinga með gallsteina. Kólesterol í galli heilbrigða hópsins hélst hins vegar í upplausn, og virðast meðalgildi þessa hóps vera sambærileg við það sem gerist meðal annarra þjóða. Eins og sést á mynd 2 koma fram veruleg frávik meðal Svía, Finna og Píma indíána í ofmettun kólesterols í galli.7 Athyglisvert er að sýnin frá magaskornu fólki innihéldu meira magn gallsalta. Það kann að standa í sambandi við hraðari um- breytingu gallsalta í efri meltingavegi eins og Midtvedt et al° hafa sýnt fram á. Hins vegar liggur skýring á lægri gildum fosfólí- píða ekki á liósu i magaskorna hópnum. Mælingaraðferðir á efnasamsetningu galls, sem hér hefur verið beitt á íslandi i fyrsta sinn, hafa aukið þekkingu manna á myndun gallsteina og jafnframt opnað möguleika á nvium aöferðum í meðhöndlun þeirra. Þetta er einkum mikilvægt, þar sem ný lyf eru að koma fram, sem hafa áhrif á efna- samsetningu galls.5 Jafnframt hillir undir markvissari ráðleggingar í mataræði, sem komið gætu í veg fyrir steinamyndun og jafnvel leyst upp gallsteina. Þakkir: Við viljum þakka öllum þeim læknum og læknanemum á Landspitala, sem fúslega leyfðu óþægilegar gallsýnatökur, svo Mynd 2 og læknunum Hannesi Finnbogasyni, Hauki Jónassyni og Páli Gíslasyni fyrir að senda okkur gallsýnishorn úr sjúklingum þeirra. HEIMILDIR 1. Admirand, W.H., Small, D.M.: The Physio- chemical Basis of Cholesterol Gallstone For- mation in Man. J. Clin. Invest. 1968; ^7:1043- 1052. 2. Bjarni Þjóðleifsson: Sjúkdómar í meltingar- færum hjá Islendingum. Manneldismál. Ráð- stefnuútgáfa nr. 1, 1980; 2:20-22. 3. Brett, M., Barker, D.J.P.: The World Distri- bution of Gallstones. Internat. J. of Epidemi- ol. 1976; 5 No. 4:335-341. 4. Comess, L.J., Bennett, P.H., Burch, T.A.: Clinical Gallbladder Disease in Pima Indians; its High Prevalence in Contrast to Framing- ham, Massachusetts. New Engl. J. Med., 1967; 277:894-898. 5. Dowling, R.H.: The 3 S‘s of the Medical Treatment of Gallstones. Læknablaðið, fylgi- rit nr. 5, 1978; 11-16. 6. Midvedt, T., Norman, A., Nygaard, K.: Meta- bolism of Glycocholic Acid in Gastrectomized Patients. Scand. J. Gastroent. 1970; 5:237-240. 7. Redinger, R.N., Small, D.M.: Bile Composi- tion, Bile Salt Metabolism and Gallstones. Arch. Int. Med., 1972; 130:618-630. Kólesterol, gallsölt og fosfólípiSar í gálli meöal lslendinga. Heilbrigðir Kólesterol- Magaskomir einstaklingar gallsteinasjúklingar einstaklingar _________________________________________ n = 11 n = 23 n = 7 Kólesterol mmol/100 ml ± SD 6.0 ± 1.5 *9.4 ± 13.0 5.1 ± 5.8 Gallsölt mmol/100 ml ± SD 69.2 ± 31.0 62.7 ± 38.5 *84.8 ± 30.6 Fosfólípíðar mmol/100 ml ± SD 24.8 ± 38.5 26.9 ± 27.0 *10.1 ± 29.2 * p < 0.05 samanborið við heilbrigða einstaklinga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.