Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Síða 15

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Síða 15
13 andi sjúkt gen situr á öðrum x-litningi móð- urírumanna. Við slikar erfðir eru helmings líkur á þvi að karlkynsafkvæmin hafi við- komandi sjúkdóm. Sem dæmi má nefna Duchenne's muscular dystrofiu og Hemo- philia A. Greining efnaskiptasjúkdóma á fóstur- skeiði byggist yfirleitt á mælingu viðkom- andi hvata í ræktuðum fósturfrumum úr leg- vatni, en stundum er einnig unnt að mæla óeðlilegt magn ákveðinna efna í legvatninu sjálfu.2 1 þessari grein verður skýrt frá fyrsta til- fellinu af meðfæddum efnaskiptasjúkdómi, sem greindur var á fósturskeiði á íslandi. SJÚKRATILFELLI Móðirin var 29 ára gömul, þegar hún varð þung- uð í fyrsta sinn, eftir 8 ár í barnlausu hjónabandi. Þungunin varð áfallalaus, að öðru leyti en því, að á 8. viku meðgöngutímans fékk hún smávegis blæð- ingu, sem stöðvaðist við legu. Hún fæddi á eðlileg- an hátt eftir 40 vikna meðgöngu. Barnið fékk óverulega asfyxiu vegna klemmu á naflastreng. Apgarstig voru gefin 6 við 1 mín. aldur og 9 við 5 mín. aldur. Barnið þurfti ekki lífgunar við ,en var haft í hitakassa fyrstu klukku- tímana meðan það var að jafna sig. Fæðingarþyngd barnsins var 3.635 g., lengd 54 cm. og höfuðummál 34,5 cm. Við fyrstu skoðun er þess getið, að barnið þótti ekki fullkomlega eðlilegt. Staða útlima var óeðlileg, hnéliðir og mjaðmaliðir voru krepptir og stífir, úlnliðirnir krepptir, en fingurnir beinir. Hreyfingar vo.ru hindraðar og stífar í flestum liðamótum útlima. Telpan þótti hreyfa lítið útlimina. Þegar frá leið kom einnig í ljós bjúgur á útlimum. Þegar telpan var tveggja sólarhringa gömul var hún lögð inn á vökudeild (g’jörgæsludeild nýbura) til rannsóknar vegna bjúgsins. Bjúgurinn var mest áberandi á útlimum, í andliti og á kviðvegg telpunnar. Engin merki voru um hjartabilun. Við fyrstu skoðun var lifrin eðlilega stór. Þvaglát voru eðlileg. Rtg.mynd af brjóstkassa sýndi eðlilega stórt hjarta og engin merki um lungnabjúg. Hjartarafrit var eðlilegt. Blóðmynd og deilitalning hvítra blóðkorna var eðlileg. Electrolytar, Calcium og fosfór og total protein voru eðlileg. Það voru engin merki um nýrnabilun, þannig var blóð-urea og se-kreatinin innan eðlilegra marka. Smásjárskoðun á þvagi sýndi aukinn fjölda hvítra blóðkorna í þvaginu og nokkra blóðkornacylindra. Þvagræktun var nei- kvæð. Aminosýruinnihald þvags og plasma reyndist hvort tveggja eðlilegt. Rtg.myndir af beinum voru óeðlilegar, beingerðin var gisin og geislungaendar rifbeinanna voru breiðir. Myndirnar þóttu minna á beinkröm þótt ekki væru þær dæmigerðar fyrir þann sjúkdóm. Meðan telpan dvaldi á deildinni var hún stíf í útlimum hreyfði sig lítið og þótti dauf í viðbrögð- um. Vegna bjúgsins var hún meðhöndluð með þvag- ræsilyfjum og minnkaði þá bjúgurinn. Líklegasta skýringin á þessari sjúkdómsmynd telpunnar þótti vera perinatal asfyxia. Vegna stirðleika útlimaliðamótanna var hafin sjúkraþjálf- un, sem þótti strax frá upphafi gefa góðan árang- ur. Telpan útskrifaðist heim til foreldra sinna þegar hún var 18 daga gömul. Þá var ástand hennar batnandi og bjúgurinn svo til horfinn. Hreyfingar höfðu mýkst í liðamótum og stirðleiki minnkað. Hún útskrifaðist án lyfja, en hélt áfram sjúkra- þjálfun. Samkvæmt þroskamati voru framfarir telpunnar eðlilegar fyrstu mánuðina. Þroskamat, sem gert var þegar hún var 6 mánaða gömul, sýndi að sam- kvæmt Denver þroskaskala4 hafði hún tekið eðli- legum framförum. Bjúgur var alltaf viðloðandi á útlimum og augn- lokum telpunnar. Liðamót voru ætíð stirð og stell- ingar á höndum og fingrum óeðlilegar. Lifur fór ört stækkandi fyrstu mánuðina, en stækkun henn- ar stöðvaðist, þegar telpan var 2—3 mánaða gömul. Hélst lifrin ætíð stækkuð eftir þetta. Þegar telpan kom til eftirlits 10 mánaða gömul varð ljóst að þroskaframfarir hennar höfðu stöðv- ast við 6—7 mánaða aldur. Á aldrinum 9—12 mánaða hafði telpan nær stöð- uga sýkingu í efri öndunarvegum. Ekki tókst að einangra frá henni veirur né bakteríur, sem ollu þessum sýkingum. Við þroskamat, þegar telpan var 12 mánaða gömul, var aftur staðfest, að psychomotoriskur þroski hennar hafði lítið sem ekkert aukist í hálft ár. Hreyfigetu þótti jafnvel hafa hrakað og tonus telpunnar var orðinn lélegri en áður. Hún var því lögð inn á Barnaspítala Hringsins, til frekari rannsóknar, þegar hún var 13 mánaða gömul. Við komu á deildina er telpunni lýst sem grannri, en ekki vannærðri. Hún hreyfði sig lítið eða ekki án áreitis. Hún var mjög sljó og áhugalaus um umhverfi sitt. Höfuðið var stórt miðað við búkinn, en mældist þó innan eðlilegra stærðarmarka. Þyngd hennar var 8.980 g., höfuðummál 47,5 cm. og lengd 80 cm. Það var bjúgur á báðum augnalokum og „pitting ödema“ á báðum ristum. Það var ekk- ert óeðlilegt við lungna- eða hjartaskoðun. Lifur var stækkuð, þétt lifrarbrúnin náði 5—6 cm. niður fyrir rifjabarðið. Það var áberandi hypotonia um allan líkamann, hún sat ekki óstudd og hélt illa höfði. Liðamót útlima voru kreppt. Öll djúpsina- viðbrögð voru mjög lífleg. Nú var orðið ljóst, að sjúkdómseinkenni telpunn- ar skýrðust ekki af asfyxía perinatalis einni sam- an. Rannsókn telpunnar beindist því fyrst og fremst að leit að efnaskiptasjúkdómi, einkum forðasjúkdómi (storage disease). Hækkun fannst á lifrarenzymum, bæði ASTA og LHD. Se-protein electrophoresis, sýndi hækkun á alfa-2 brotinu. Se-calcium var lækkað og telpan hafði væga comp- enseraða metaboliska acidosu. Athugun á sykur- útskilnaði í þvagi, svo og svar v.ið glucacongjöf reyndist innan eðlilegra marka. Taugarit var eðli- legt, en vöðvarit gaf grun um truflun á tauga- leiðni. Tekið var sýni úr lifur. í aðgerðinni var lifrinni lýst sem stórri og þéttri, gráhnökrótti á yfirborði. Vefjarannsókn á lifrarsýninu sýndi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.