Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Qupperneq 19

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Qupperneq 19
17 ors) innreið sina. Allt léttir þetta verulegri vinnu af starfsliði, en hafa ber í huga að með þessu er einföld meðferð gerð tæknilega flókin. Framkvæmd blóðsíunar við króniskri nýrnabilun er mönnum enn deiluefni og er slikt vottur þess, hve meðferðin er í raun ,,empirisk“. Menn greinir á um tiðni síunar og timalengd, gerð síunarlausna og bestu eiginleika siu. Aðalatriði er, að með blóðsíun má halda sjúklingum lifandi árum saman við þolanlega heilsu. Meðferðin hefur tekiö og mun taka miklum framförum. Nýrnaígræðslur: Blóðsiun er dýr meðferð. Fjölgun sjúklinga yrði illviðráðanleg ef ekki væri tekinn af kúfurinn. Þarna hafa nýrna- ígræðslur komið til bjargar og eru stundaðar i sivaxandi mæli með batnandi árangri. Með þeim og fyrirbyggjandi aðgerðum gegn nýmabilun kann blóðsíunarþörfin að minnka, þótt ætíð verði hún einhver. Það sem einkum stendur nýrnaígræðslum fyrir þrifum er höfnun (rejection). Ónæmiskerfi likamans lítur á ígrætt nýra sem aðskota- hlut, ræðst á það og eyðileggur. Leit að þeim mótefnavökum (antigens) sem vekja höfn- un, hefur einkum beinst að HLA-kerfinu. Það virðist mikilvægt að samræmi sé milli gefanda og þiggjanda hvað snertir HLA-A, B og ekki síður HLA-D mótefnavaka. Mynd 2. Flutningur nýrna milli eineggja tvíbura er engum vandkvæðum bundinn, enda mótefna- vakar allir eins. Milli systkina er annars 25% von um fullt samræmi i HLA-A, B mynstri og þá oftast í HLA-D einnig. Sé fullt samræmi til staðar heppnast flutningur yfirleitt mjög vel milli systkina. Sé um einn- ar haplotýpu misræmi (50% systkina, for- eldrar) eða meira að ræða, er árangur ekki eins góður. Af þessum sökum og öðrum er ekki ýkja algengt að grædd séu I nýru úr lifandi gjöfum. Aðaláhersla hefur verið lögð á ígræðslu nýrna úr nýlátnum (cadaver kidneys, necro- kidneys). Fjölbreytni HLA mynstranna er geysimikil og sáralitil líkindi eru á því að tveir óskyldir einstaklingar hafi sama mynstur. Því hefur verið efnt til svæðasam- taka eins og Scandiatransplants, sem við er- um aðilar að. Falli til nýru einhvers staðar á Norðurlöndum er vefjamynstur (HLA) bor- ið saman við spjaldskrá um alla væntanlega nýrnaþega á svæðinu og leitað besta sam- ræmis. Þrátt fyrir stóran hóp þiggjenda (ca. 600) er fullt samræmi ekki til staðar nema í fjórðungi ígræðslna hvað snertir HLA-A, B. Við flestar ígræðslur er um að ræða eins, til tveggja vaka ósamræmi. Nýru verða að vera ,,lifandi“ þegar þau eru grædd í og má sá tími, sem þau eru án blóðnæringar (ischemic time) ekki vera of langur. Heitur blóðleysistími (warm i.t.) líð- ur frá þvi hjarta hættir að slá þar til liffæri er fjarlægt. Sá tími má aðeins skipta fáum minútum. Því er það til stórbóta, að í sum- um löndum má fjarlægja líffæri til ígræðslu meðan hjartslætti og öndun er haldið við. ef gefandinn er heiladauður. Kaldur blóð- leysistimi (cold i.t.) líður frá þvi líffæri er tekið út þar til það er grætt í aftur. Með bættri geymslu líffæra má sá timi nú skipta 2—3 sólarhringum við bestu skilyrði. Ónæmissef jandi (immunosuppressive) meðferð er jafnan beitt eftir ígræðslu, ákaft í fyrstu en síðan er dregið úr henni nema höfnunar verði vart. Flestir nota stera, t.d. prednisolon og azathioprine (Imuran). Ef vel gengur má jafnvel hætta steragjöf að nokkr- um árum liðnum, þótt Imuran sé gefið á- fram. Höfnun, sem er tíðust i fyrstu, er mætt með stórum steraskömmtum (t.d. 1—6 g methylprednisolon i.v. á 2—3 dögum). Anti- lymphocyte globulin (ALG) er lítið notað á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.