Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Side 24
22
Helstu fylgikvillar:
1. Blóðleysi (blóðrauðagildi oft kringum
6g/100 ml).
2. Brenglun á kalkbúskap (renal osteodys-
trophy). Slík brenglun er oft flókin og
stafar af ofstarfi kalkkirtila og/eða ó-
hæfi nýrna til að umbreyta D-vítamíni
í virkt form.
Hér sást slík brenglun einkum fyrstu ár
blóðsíunar sem kalkvörp (metastatic
calcifications). Með bættri siun og breyt-
ingu á kalkmagni í síunarblöndu sést
slíkt nú varla.
3. Kláði er oft meginkvörtun og lætur illa
undan meðferð.
4. Af fylgikvillum, sem oft er unnt að
forðast, má nefna ógleði, ofþurrk, of-
vökvun, sinadrátt, hyperkalæmia.
5. Háþrýstingur, oft með hjartasjúkdómi.
NÝRNAÍGRÆÐSLUR: Þann 15. ágúst
1980 höfðu verið gerðar 16 ígræðslur á 14
Islenskum sjúklingum, en tveir höfðu tvíveg-
is fengið nýru. 1 þremur tilfellum var um að
ræða nýru úr lifandi ættingjum, en 13 nýru
voru úr nýlátnu fólki.
Tvær ígræðslur úr lifandi gjöfum voru
gerðar í Englandi (London og Oxford). Öll
hin nýrun voru grædd í í Danmörku, þar af
10 á Ríkisspitalanum í Kaupmannahöfn (1
úr lifandi gjafa), 2 á KAS Glostrup og 1 á
Árhus Kommunehospital. Af þessum 16 nýr-
um voru 9 starfandi í lok 12 ára tímabilsins,
þrír sjúklingar höfðu dáið með starfandi
nýru, en fjögur nýru höfðu eyðilagst, svo að
sjúklingarnir lentu aftur í blóðsíun. Samtals
hafa ígrædd nýru veitt sjúklingum 53 lífár
á öllu tímabilinu. Það nýra, sem lengst hef-
ur starfað, var hið fyrsta, sem í var grætt í
nóvember 1970, en það var enn starfandi
með ágætum í ágúst 1980.
Upplýsingar um einstakar ígræðslur og af-
drif þeirra má sjá á töflu VI.
Höfnun hefur þrivegis eyðilagt nýru alveg.
Nýrun voru þá fjarlægð og sjúklingarnir
lentu aftur i blóðsiun. Að höfnun frátalinni
stafa flestir fylgikvillar eftir ígræðslur af
steragjöf. Einn þeirra er drep i lærbeinshaus,
sem fram kemur fljótlega eftir ígræðslu.
Fjórir íslensku sjúklinganna hafa fengið
slíkt drep. Einn þeirra hefur fengið gervilið
með góðum árangri. Samfall hryggjarliða
og/eða sprungur í mjaðmargrind hafa sést i
3 sjúklingum. Sýkingar eru margvíslegar,
allt frá hvimleiðri þrusku til svæsinna önd-
unar- og þvagfærasýkinga eða sepsis. Oft
valda sýkingum óvenjulegir sýklar. Þannig
fannst lungnabólga af völdum pneumocystes
carini í fyrsta sinn hérlendis í nýrnaþega. Af
þeim 3 sjúklingum, sem dáið hafa með í-
grædd nýru, dóu 2 úr sepsis. Tveir sjúkling-
ar hafa fengið magablæðingu. Annar dó, en
hinn náði sér eftir aðgerð. Eitt nýra eyði-
lagðist vegna þess að æðatenging brast.
SKIL
Blóðsíun er dýr meðferð og þvi er eðlilegt
að spyrja, hver sé þörf á henni hérlendis og
hvort þörfinni sé fullnægt. Ekki er unnt að
svara þeirri spurningu nákvæmlega, en með
TABLE VI. Renal transplantations to Icelandic patients.___________
PATIENT TRANSPLANT
Init. Sex Agc No Time Place Type Course
S.G. F 26 I 11’70 Hammersmith, London Liv.don.sib. Functioning
H.W. M 49 I 4*73 Rigshosp. Copenhagen Cad. —
H.Þ. F 40 I 4’73 — Cad. —
G.Þ. M 40 I 7’73 Glostrup, Denmark Cad. Died, sepsis 2nd day
J.Cx. F 27 I 1’74 — Cad. Functioning
R.T. M 51 I 7’74 Árhus, Denmark Cad. Died, sepsis
T.í. M 27 I 5’76 Oxford, England Liv.don.mat. Reject, nephrect. 7’78
H.Á. M 18 I 7’76 Rigshosp. Cad. Reject, nephrect. 9’78
H.H. M 30 I 1’77 — Cad. Functioning
S.P. M 42 I 2’77 — Liv.don.sib. —
T.Þ. F 34 I 4’77 — Cad. Anastomosis broke nepherect.25’77
K.P. F 60 I 9’77 — Cad. Died 5’78
H.Á. M 19 II 11’77 — Cad. Reject, nephrect. 6’80
T.Þ. F 37 II 5’79 — Cad. Functioninp:
V.B. M 19 I 8’79 — Cad. —
M.P. F 31 I 2’80 — Cad. —