Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Blaðsíða 26

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Blaðsíða 26
24 „multi-system disease" heyra m.a. nýrna- skemmdir af völdum sykursýki, amyloidosis og „autoimmune'* sjúkdóma. Eins og sjá má hafa hlutföll breyst verulega frá 1974 til 1979 og munar hvað mest um aukið hlutfall fjölkerfa sjúkdóma. Af 'þessum sökum m.a. er mjög erfitt að bera saman töflur IV og VII. Þó má benda á, að „drug nephropathy“ er lítt þekkt hérlendis, en auk þess virðast hér miklu færri tilfelli fjölkerfasjúkdóms. Ytra eru flestir sjúklingar úr þeim hópi syk- ursýkissjúklingar, en hér hefur aðeins einn insulinháður sjúklingur verið í blóðsíun og hann er flokkaður sem pyelonephritis chron., enda með nýrnasteina. Blöðrunýru sýnast hlutfallslega tiðari hér en á Norðurlöndum almennt. í Gautaborg1 reyndust 15% blóð- siunar- og ígræðslusjúklinga hafa blöðru- nýru. sem er svipað og hér. Háþrýstings- skemmdir á nýrum virðast hér hlutfallslega algengar. Sé í raun munur á tíðni nýrnabilunar hér og í nágrannalöndum er ekki unnt að benda á einn ákveðinn sjúkdóm sem hér sé sjald- gæfari. Þó virðast „f jölkerfasjúkdómar“ með sykursýki í broddi fylkingar ótíðari or- sök nvrnabilunar hérlendis en ytra. Dánartíðni blóðsíunarsjúklinga hér má helst ráða af töflu III, en þar eru dauðsföU m.a. miðuð við fjölda blóðsíunarmánaða. Greinilegt er, að dauðsföllum fækkar að mun með hverju 4 ára tímabili miðað við blóðsí- anafjölda. Að vísu er slíkur útreikningur ekki nákvæmur mælikvarði á dánartíðni, því sjúklingum í blóðsiun fækkar einnig á ann- an hátt, þ.e. með nýrnaígræðslu, en þeir sjúklingar eru þó altént í áhættuhópnum meðan þeir bíða ígræðslu. Dánartiðni er metin á sama hátt i grein um blóðsíun í Þrándheimi 1970—1977.n Þar koma 36 blóð- síunarmánuðir á hvert dauðsfall (44 mán. séu taldir sjúklingar yngri en 60 ára, 24 mán. séu þeir eldri en 60 ára). Þó dauðsföli virðist þar í heild mun tiðari en hér, ber á það að líta, að meðalaldur við upphaf blóð- síunar er þar mun hærri en hér auk þess sem nýrnaigræðslur eru þar tíðari og biðtími eftir þeim styttri en hér (10,6 mánuðir þar, 14 hér). Útreikningar á dánartiðni t.d. með „dekre- mentaðferð" eru hér lítt áreiðanlegir vegna smæðar hópsins. Aðferðin sýnir 22,7% dán- arlíkur á fyrsta ári meðferðar fyrir allt 12 ára tímabilið, en 10,5% sé aðeins tekið síð- asta fjögurra ára tímabilið. Þeim 10,5% veldur raunar einn maður úr 17 manna hópi, sem byrjaði í blóðsíun. Þessar tölur eru þó harla líkar samsvarandi meðaltölum í Evr- ópu á sama tima.3 Dánartíðni í blóðsíun fer þar alls staðar minnkandi þrátt fyrir hækk- andi meðalaldur blóðsíunarsjúklinga. Fjölg- un lífdaga i blóðsíun endurspeglast einnig i þeim upplýsingum af töflu III, að þeir, sem deyja í blóðsíun á siðustu 4 árunum, gera það eftir 24,5 mán., en á fyrstu 4 árunum urðu dauðsföll að meðaltali eftir 9 mánuði. Orsakir þess, að dauðsföll verða fátíðari í blóðsíun, eru margþættar. Vaxandi þekking og batnandi tækni eiga þar hlut að máli. Þá kemur og til lengri fyrirvari og betri undir- búningur sjúklinga fyrir blóðsíun. Margir sjúklingar eru nú undir eftirliti nýrnasér- fræðings langtimum saman áður en til síun- ar kemur. Það verður æ sjaldgæfara, að sjúklingar komist of seint í hendur blóðsíun- arfólks. Dánarorsakir blóðsíunarsjúklinga verða hér sem annars staðar fyrst og fremst rakt- ar til blóðveitu og ber hæst kransæðastíflu, sem veldur 33% dauðsfalla (tafla V). Af 12 dauðsföllum má rekja 7 eða um 58% til blóðveitu ef óskýrður skyndidauði er meðtal- inn. í skýrslu EDTA,2 sem nær til 30 Evrópu- landa, má rekja 53,3% dauðsfalla blóðsíun- arsjúklinga til blóðveitu. Að öðru leyti er hópurinn hér of lítill til samanburðar. Nýrnaígræðslur hafa hér sem víðar hald- ið fjölda blóðsíunarsjúklinga verulega í skefjum. Langflest hinna ígræddu nýma hafa verið úr nýlátnu fólki ,og grædd í á veg- um Scandiatransplant. Frá því við hófum skráningu blóðsiunarsjúklinga á biðlista hjá þeirri stofnun árið 1972, höfum við notið þar fyllstu velvildar og þá ekki síður hjá próf. Jorn Hess Thaysen á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn, en hann og starfslið hans annast igræðslusjúklinga héðan samkv. samningi við þann spítala. Biðtimi þeirra, sem fengið hafa nýru á vegum Scandiatransplant er að jafnaði 14 mánuðir frá skráningu, en 16 mánuðir síð- asta fjögurra ára timabilið. Lengstur hefur biðtími orðið 26 mánuðir (ígræðsla 1977). 1 skýrslu um Scandiatransplant fyrir árið 1978r' er meðalbiðtími þeirra, sem grætt var í það ár talinn 9,1 mán. og lengsti biðtími
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.