Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Page 35

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Page 35
33 því hvernig þeir svöruðu meðferðinní. Full- komin svörun (complete remission) var talin þegar æxlið hvarf á röntgenmynd af lungum og engin önnur hlutlæg einkenni um sjúk- dóminn fundust. Svörun að hluta (partial re- mission) var talin þegar æxlið minnkaði um meira en helming (50%) á röntgenmynd. Stöðvun sjúkdóms (static disease) var talin þegar æxlið stækkaði ekki eða minnkaði um minna en helming (50%) á röntgenmynd. Héldi æxlið eða meinvörp áfram að stækka eða ný meinvörp að koma fram var talið að sjúklingur svaraði ekki meðferð (progressive disease). Meðan á meðferð stóð var fylgst með toreytingum á blóðmynd, lifrarstarfsemi, nýrnastarfsemi og taugakerfi. NIÐURSTÖÐUR Mynd 2 sýnir árangur meðferðar, lifslengd eftir að meðferð hófst, lengd svörunar og legudaga á spitala. Meðaliífslengd íþeirra 3 sjúklinga sem fengu fullkomna svörun var FIG. 2 RESULTS OF COMBINED CHEMOTHERAPY AND RADIATION THERAPY IN 11 PATIENTS WITH SMALL CELL ANAPLASTIC CARCINOMA OF THE LUNG (n =3) (n - 4) (n « 3) (n - 1) MEAN SURVIVAL FROM START OF THERAPY MEAN LENGTH OF REMISSION MEAN HOSPITAL STAY 58,3 víkur, lengd svörunar 41,3 vikur og legu- dagar á spítala 7,5 vikur. Hliðstæðar tölur fyrir þá 4 sjúklinga sem fengu svörun að hluta voru 31, 15,3 og 12,7 vikur og fyrir þá 3 sjúklinga sem sjúkdómurinn stöðvaðist hjá 24, 15,3 og 6 vikur. Einn sjúklingur svaraði ekki meðferð og lifði í 7 vikur, þar af 3 vikur á sjúkrahúsi. Meðallífslengd allra sjúkling- anna voru 241 dagar (34,4 vikur), en ef und- an er skilinn sá sjúklingur sem ekki svaraði meðferð var meðallifslengd 260 dagar (37,1 vikur). Meðallegutími á spítala hjá þeim tíu sjúklingum sem svöruðu meðferð voru 64 dagar. Tveir þeirra þriggja sjúklinga sem fengu fullkomna svörun voru í lélegu ástandi við byrjun meðferðar, annar með stóra lungnabólgu sem svaraði ekki fúkkalyfja- meðferð en hinn með meinvörp í beinum og mjög máttfarinn. Þriðji sjúklingurinn var í góðu almennu ástandi, en með stóran eitil á hálsi. Minnka þurfti lyfjagjöf CTX og MTX sautján sinnum vegna fækkunar á hvítum blóðkornum og þrisvar vegna fækkunar á blóðflögum. MTX var minnkað tvisvar vegna hækkunar á creatinini í serum. VCR gjöf var minnkuð fimmtán sinnum vegna minnkunar á sinaviðbrögðum, en slík minnkun er venju- lega fyrsta einkenni um eituráhrif á tauga- kerfi. í eitt skipti þurfti að minnka VCR gjöf vegna brenglaðra lifrarprófa. Hármissir varð hjá öllum sjúklingunum og ógleði var algeng. Alvarlegustu fylgikvillar eru sýndir á töflu II. TABLE II, Main Complications. ______ Pneumonia 5 times in 3 patients Stomatitis 2 times in 2 patients Sepsis 1 Herper Zoster 1 Enginn sjúklingur dó af völdum meðferð- ar. Fjórir luku meðferðaráætlun, meðal þeirra voru þeir þrír sjúklingar sem fengu fullkomna svörun en sá fjórði var í hópi þeirra sem fékk takmarkaða svörun. Sex urðu að hætta meðferð vegna fylgikvilla eða versnandi sjúkdóms, en einn dó á meðferð án þess að svara henni. Fjórir sjúklingar voru settir á annarskonar lyfjameðferð eftir að sjúkdómurinn hafði tekið sig upp (re- lapse), en enginn þeirra svaraði slíkri með- ferð.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.