Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Síða 42
40
bein annars staðar á brjóstveggnum. öll
geta þessi einkenni fylgt öðrum sjúkdómum
í lungum og mismunagreining því stundum
erfið.
1 þessum sjúklingahópi voru aðeins 4 sjúk-
lingar, sem engin einkenni höfðu haft frá
lungum. Þessu er öðru vísi farið í mörgum
skýrslum, einkum ef framkvæmdar hafa ver-
ið fjöldaskoðanir í áhaettuhópum. Þá finnst
sjúkdómurinn oft miklu fyrr og fjöldi sjúk-
linga ekki kominn með nein einkenni.
GREINING
Ekki er unnt rýmis vegna að fjalla um
greiningu sjúkdómsins eða greiningaraðferð-
ir, en framfarir á því sviði hafa stuðlað að
betri og fljótari greiningu, sem getur skipt
sköpum fyrir sjúklingana.
MEÐFERÐ
Hér verður eingöngu fjallað um skurðað-
gerðir, hvenær þeim verði beitt og um árang-
ur þeirra. Á töflu 6 eru talin þau einkenni,
sem margir hafa talið teikn um óskurðtæk
æxli, en þarna eru þó undantekningar á, sem
gefið er til kynna með spurningarmerki.
Sem dæmi nefni ég að meinvörp utan lung-
ans útiloka ekki aðgerð, ef um virðist vera
að ræða einstakt meinvarp í einu líffæri
t.d. heila og frumæxlið í lunganu talið vel
skurðtækt. Ef æxli utarlega í lunganu er
vaxið út í brjóstvegginn, þá er unnt að fjar-
lægja hluta brjóstveggjar ásamt æxlinu. Þá
má segja að meinvörp í eitlum í miðmæti
útiloki alls ekki alltaf aðgerð, en gefa mikil-
vægar upplýsingar um horfur sjúkdómsins.
Vissulega tekst ekki alltaf að komast alveg
fyrir sjúkdóminn með þess háttar víðtækari
aðgerðum (extended resections), en fróunar-
aðgerðir eru réttlætanlegar og oft sjálf-
sagðar og sjúklingar lifa stundum árum
saman eftir þær.
Á töflu 7, sem sýnir heildarfjölda aðgerða
á þeim tveim tiu ára tímabilum, sem um er
að ræða. kemur fram, að aðgerðarhlutfall
(operability rate) hefur lækkað úr 35.3% i
32%. Með bættum og fjölþættari greiningar-
aðferðum fækkar könnunaraðgerðum og
brottnámshlutfall (resectability rate) hækk-
ar úr 44% i 58%. Þetta hlutfall er lægra hér
en víða annars staðar, en oftast er þó um
að ræða skýrslur frá stórum skurðdeildum,
sem taka ekki við sjúklingum, nema útlit sé
TÁBLE 6
LUNG CANCER. INOPERABILITY ?
1. SUPERIOR VENA CAVA SYNDROME
2' pancoast's syndrome
3. RECURRENS PARESIS
9. PLEURAL EFFUSION ( MAL. CELLS IN FLUID )
5. DISTANT METASTASES
6. TUMOURS INFILTRATING OUTSIDE THE LUNG
7. WIDENING OF THE CARYNA
8. PARESIS OF THE DIAPHRAGM
9. MEDIASTINOSCOPY POS.
CARDIOVASC. INSUFFICIENCY, SOME SYST. DISEASE,
AND OLD AGE , MAY BE A CONTRAINDICATION.
TABLE 7
143 SURGICAL PROCEDURES FOR LUNG CANCER IN ICELAND 1955 - 1974
1955 - 1964 1965 - 1979 TOTAL
(156 PTS.) (274 pts. ) (430 PTS
EXPLORAT!VE THORACOTOMIES.. .. 31 37 68
RESECTIONS .. 24 51 75
OPERABILITY .. 55,31 321 33.21
RESECTABILITY RATE 58%
CALCULATED FROM THE TOTAL .
NUMBER OF PATIENTS .. 15.« 18.6% 17.91
POST OP. MORT. RATE:
EXPLORATIVE THORACOTOMIES .. .... 5.9%
RESECTIONS ......... 42
fyrir að þeir séu skurðtækir og verður þá
brottnámshlutfallið eðlilega hátt.
Brottnámshlutfall miðað við alla sjúk-
linga með lungnaki-abbamein á þessum
tveim áratugum hækkar úr 15.4% í 18.6%. 1
fæstum skýrslum liggja þess háttar upplýs-
ingar fyrir, þar sem ekki er fjallað um alla
sjúklinga með lungnakrabbamein á ákveðnu
svæði, hvað þá í heilu landi, heldur aðeins
sjúklinga sem valdir eru til skurðaðgerða
eða annarrar meðferðar. Með skurðdauða
(post op. mortality) er átt við sjúklinga, sem
deyja innan eins mánaðar frá aðgerð eða
síðar, ef greinilega er um að ræða fylgi-
kvilla eftir aðgerðina. Þrir sjúklingar hafa
dáið eftir brottnám æxlis (resectio) (4%).
1) 65 ára gamall karlmaður dó 5 vikum eftir
að allt vinstra lungað var fjarlægt. (P.A.
D.: Ca.anaplasticum. Dánarorsök: Bron-
chopleural fistula + Empyema).
2) 44ra ára karlmaður dó á 6. degi eftir að
allt hægra lunga var tekið. (P.A.D.: Ca.