Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Side 45

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Side 45
43 UMRÆÐA Á síðustu árum hafa birst fjölmargar skýrslur um árangur skurðaðgerða vegna lungnakrabbameins. Flestar eru frá einstök- um sjúkrahúsum og einatt valdir sjúklingar og gefa þær því alls enga heildarmynd af árangrinum i baráttunni við lungnakrabba- mein í viðkomandi landi. Þetta torveldar að sjálfsögðu allan samanburð (sbr. þó töflu 12). Við val aðgerða eru einkum þrjú atriði, er hafa verður í huga: 1) lágmarksáhætta, 2) hámarksbatahorfur og 3) lágmarksskerð- ing á öndunahþoli. Þetta verður að vega og meta hverju sinni og ekki má einblina svo á neinn einn þessara þátta, að það verði á kostnað hinna. Ýmsir birta jafnvel eingöngu árangur minnstu aðgerðanna, þ.e.a.s. brottnám eins eða fleiri geira eða ef aðeins er tekinn fleyg- ur úr lunganu (resectio segmentalis s. cuneiformis). Þessum minni aðgerðum verður að sjálf- sögðu, því aðeins beitt þegar um er að ræða lítil æxli eða æxli á byrjunarstigi, sem vaxa fjarri lungnarót eða utarlega í lunganu. Þessar aðgerðir skerða lítið lungnaþolið, eru áhættulitlar og þvi sjálfsagt að beita þeim hvenær sem unnt er, án þess að batahorfur minnki. Ef gera þarf aðgerð á báðum lung- um vegna krabbameins, er skiljanlega leit- ast við að fjarlægja sem minnst af starfhæf- um lungnavef utan æxlisins. Shields og Higgens12 lýstu 40 þess háttar aðgerðum af rúmlega 3000 aðgerðum og lifðu 28.5% sjúk- linganna i 5 ár eða lengur, 29% lifðu í 5 ár eftir samskonar aðgerðir í sjúklingahóp Le Roux13 og 56% þeirra sjúklinga, sem lýst er í skýrslu Jensik et al14 lifðu í 5 ár. Síðar lýstu Jensik og samverkamenn15 168 sjúk- lingum, sem þeir gerðu á geirabrottnám á árabilinu 1957—júli 1978. Skurðdauði var 2% og fylgikvillar fáir. f 5 ár lifðu 53% þessara sjúklinga (by actuarial curve), 33% í 10 ár og 25% i 15 ár. Hiá Mvron og samverkamönnum10 voru fylgikvillar sjaldgæfari við fleygaðgerðina (29%) heldur en við geirabrottnám (46%). Flestir voru þessir fylgikvillar minniháttar, en meiriháttar voru þeir taldir hjá 7% við þá fyrri, en 20% við þá síðarnefndu. Fjöl- margir aðrir höfundar sýna fram á ágætan árangur þessara minnstu aðgerða við lítil æxli, svo sem Overholt,17 Wilkins et al,18 Bennet et al19 og telja ekki aukna hættu á afturkasti (residiv) þó þeim sé beitt, ef rétt er metið hverju sinni. I mínum sjúklingahópi eru aðeins tveir sjúklingar með það litil æxli að unnt var að komast af með geirabrottnám (2.7%) og varð því að nema brott lungnablað eitt eða fleiri hjá 38.6% og taka allt lungað hjá 58.7% sjúklinganna. Þetta hlutfall sannar, að við fáum ekki sjúklingana fyrr en æxlin eru orðin mjög stór og þau eru staðsett það nálægt lungnarótinni að ókleift er að ná þeim nema taka lungnablaðið eða lungað allt. Hjá tæplega fimmta hverjum sjúklingi (18%) af þeim sem taka þurfti allt lungað hjá, reyndist nauðsynlegt að fjarlægja að auki vefjahluta eða hluta af líffærum utan lungans (Extended pneumonectomy) og dó enginn þeirra eftir aðgerð. Yfirleitt er að- gerðardauði mun hærri eftir þessar umfangs- mestu aðgerðir, var t.d. 30.3% hjá Bergh og Scherstén,20 en hjá þeim var skurðdauði hins vegar 7.7% við venjulegt lungnablaðs- brottnám. Chamberlain21 var með þeim fyrstu til að framkvæma þessháttar aðgerð- ir, Soorae et al22 og Shields23 sýndu fram a að stærð æxlis hafi afgerandi áhrif á bata- horfur. I þeirra sjúklingahópi (295 sjúkling- ar) höfðu 18.7% sjúklinganna æxli, sem voru innan við 3 cm í þvermál og 60% þeirra lifðu í 5 ár. Ef æxlið var 3—4.9 cm voru 35.6% á lífi eftir 5 ár, en ef æxlið var 7 cm eða meira þá voru aðeins 4.5% á lifi að fimm árum liðnum. Þessi mikli munur staf- aði ekki af þvi, að um væri að ræða óhag- stæðari eða illkynjaðri frumutegundir í þess- um stóru æxlum, heldur var hlutfallslega álíka skipting milli vefjaflokka, hvort sem æxlin voru stór eða lítil. Það var heldur ekki verulegur munur á tíðni meinvarpa í hiluseitla eftir stærð æxlanna (æxli minni en 3 cm, meinvörp í eitlum hjá 41.8% en æxli 7 cm eða meir, meinvörp hjá 50.7%). Það eru því allar líkur til þess, að það sé æxlisvöxtur inn í æðar, sem gerir batahorfur sjúklinga með stór æxli svona lélegar. Svip- að kemur fram hjá Steele og Buell.24 Rannsóknir Kirklins et al25 benda hins vegar ákveðið til þess, að brottnámshlutfall og batahorfur ákvarðist fyrst og fremst af frumutegund æxlisins, en i þeirra sjúklinga- hópi voru 11.8% sjúklinga á lífi eftir 5 ár,

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.