Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Page 57

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Page 57
55 hjá konum en körlum og reyndist munurinn marktœkur (p<0,05). Aðrir hafa fundið hliðstæðan kynmun á MCVG eða gagnstæð- an.7 8 MCHC var lægst í 2—4 ára aldurshópi barna og var munurinn marktækur gagnvart eldri börnum og körlum (p<0,05) en ekki gagnvart konum. 5—11 ára börn höfðu hins vegar svipuð MCHC gildi og fullorðnir. Þess vegna voru þessir hópar, 5—7 og 8—11 ára börn, karlar og konur, teknir saman í einn við úrvinnslu, enda voru neðri algengismörk- in (2,5% fraktílin) nánast þau sömu í öllum þessum 4 hópum. Að meðaltali höfðu konur lægra MCHC en karlar og var sá munur næstum marktækur (p var u.þ.b. 0,05). Aðrir lýsa lægra MCHC hjá konum en körlum,7 8 9 10 en heimildir greinir á um, hvort MCHC sé lægra hjá ungum börnum en eldri börnum eða ekki. Ekki kom fram marktækur munur á fjölda blóðflaga hjá körlum og konum (p>0,4). Sökk reyndist marktækt hærra meðal kvenna en karla (p<0,01), eins og er reynsla annarra. 1 deilitalningu hvitra blóð- korna var helsti munur á börnum og full- orðnum sá, að börn höfðu fleiri lymphocyta en færri granulocyta heldur en fullorðnir, sérstaklega yngri börnin. Þessar niðurstöður eru í samræmi við reynslu annarra. Óvæntur og marktækur munur (p<0,05) kom fram á fjölda monocyta, bæði %tölu og raun- fjölda, meðal fullorðinna karla og kvenna. Karlar höfðu að meðaltali 2,2 hærri %tölu af monocytum og 154 x 10°/1 meiri raun- fjölda monocyta en konur. Höfundur veit ekki til þess að kynmunur á fjölda monocyta hafi komið fram hjá öðrum. Þessi munur hefur naumast klíniska þýðingu, en er á- hugaverður frá fræðilegu sjónarmiði. Ekki reyndist vera marktækur kynmunur á %tölu annarra undirflokka hvítra blóðkorna hjá fullorðnum. Ekki reyndist vera marktækur munur á %tölu monocyta hjá drengjum og stúlkum. TAFLA II. NiðurstöSur könnunarinnar. 95% algengismörk. FULLORÐNIR BÖRN (15 ára og eldri) 2—U ára 5—7 dra 8—11 dra Karlar Konur (37) (33) (38) (51.) (59) HBK x 109/1 5,2—12,3 3,8—10,4 3,2—9,1 3,8—10,2 RBK x 101V1 4,20—5,30 4,20—5,24 4,25—5,45 (112) 4,20—5,90 4,00—5,18 Hb g/dl 11,3—14,4 11,4—14,4 11,8—14,7 13,0—17,5 11,8—15,8 Hct 1/1 0,338—0,428 0,338—0,430 0,358—0,442 0,386—0,512 0,360—0,470 MCV fl 75—86 75—87 77—87 80—95 81—96 MCH pg 24,1—29,4 24,9—30,2 26,0—29,6 26,0—32,4 26,5—32,4 Börn, 5 ára og eldri, og fullorðnir MCHC g/dl 31,8—34,7 32,3 —35,1 (181) Blóðflög'ur x 109/1 130—370 (57) Sökk mm/klst. 0—15 (40) 1—23 (46) Tölur innan sviga tákna fjölda í úrtakinu. Aldur er miðaður við síðasta afmælisdag. TAFLA III. NiSurstöSur könnunairinnar. 95% algengismörk. FULLORÐNIR BÖRN 2—llára (15 ára og eldri) _____(100)______ __________________________(75) % x109/1 % X 109/1 Basophil granulocytar 0—1 0—100 0—2 0—140 Eosinophil granulocytar 0—6 0—450 0—7 0—460 Neutrophil stafir 0—11 0—750 0—12 0—850 Neuthrophil segment 17—59 1000—5500 25—75 900—6000 Lymphocytar 27—67 1500—6500 18—54 1100—4000 Monocytar 0—10 0—800 0—9 0—680 Tölur innan sviga tákna fjölda í úrtaki. Aldur cr miðaður við síðasta afmælisdag.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.