Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Síða 60
58
vinnslu, hitastig þess á meðan og mismun-
andi aðferðir við mælingar og talningar. í
þessari könnun var fylgt fordæmi annarra
og úrtakinu skipt eftir aldri og kyni en ekki
tekið tillit til annarra atriða, enda er frek-
ari skipting varla raunhæf, þegar algengis-
mörk til viðmiðunar í daglegu starfi á
sjúkrahúsi eru ákvörðuð.
Ýmsir annmarkar eru á þessari könnun og
skal minnst á þá helstu. Fjöldi í úrtaki er í
lágmarki, sérstaklega af börnum og eldra
fólki. Þess vegna voru börnum innan 2ja ára
aldurs og 12—14 ára unglingum engin skil
gerð og ekki var hægt að skipta fullorðnum
í aldurshópa eins og æskilegt hefði verið.
Vegna fæðar eldra fólks í úrtakinu eiga al-
gengismörkin, sem gefin eru upp fyrir full-
orðna, einkum við um aldurinn 15—30 ára.
Sérstaklega á þetta við um sökk, sem hækk-
ar hratt með vaxandi aldri, um 0,4 mm/klst./
ár ihjá körlum,14 en önnur atriði breytast
hægar eða ekki. Fjöldi HBK virðist að mestu
óháður aldri hjá körlum en hægfara fækkun
á sér stað hjá konum og hraðara fall verður
um tíðahvörf og munar þar mest um fækkun
neutrophil granulocyta.5 715 17 Hjá körlum
ná RBK, Hb og Hct hámarki um 20—40 ára
aldur en eftir það verður hægfai-a lækkun.
Hjá konum breytast þessi gildi lítið með
aldri, virðast þó rísa einna hæst á 2 aldurs-
skeiðum. Fyrra og hærra hámarkið á sér
stað fyrir tvitugt en það síðara um fimm-
tugt. MCHC helst nær óbreytt öll fullorðins-
ár en lækkar þó aðeins með vaxandi aldri.
MCV og MCH fylgjast að og aukast litið eitt
með vaxandi aldri.7 8 10
Annar galli á könnuninni er að úrtakið er
ekki einkennandi hópur úr samfélaginu 'held-
ur valið meðal fólks með lýti og sjúkdóma.
Ekki er hægt að fullyrða að þau lýti og
sjúkdómar, sem finnast í úrtakinu, hafi eng-
in áhrif á niðurstöður, en ólíklegt er að þau
séu veruleg. Ekki er heldur vitað, hvort sá
hópur, sem ekki var tekinn með í úrtakinu,
þótt hæfur væri, var að öllu leyti sambæri-
legur við þann, sem valinn var.
Vafasamt er, hvort sum algengismörk,
sem ákvörðuð eru í þessari könnnun, eigi
við aðrar rannsóknastofur en rannsókna-
stofu Landspitalans í blóðmeinafræði. Þetta
á sérstaklega við um deilitalningu hvítra
blóðkorna, hematókrit og MCHC. Skipting
neutrophil granulocyta í frumur með staf-
laga kjarna (neutrophil stafi) og frumur
með skiptum kjarna (neutrophil segment) er
oft erfið. Hér er um mismunandi þroskastig
sömu tegundar að ræða og torræð millistig
hljóta að koma fyrir. Ýmsar vinnureglur um
þessa skiptingu hafa komið fram og erlend-
ar tilraunir til samræmingar hafa lítinn ár-
angur borið.2 Á Islandi hefur engin skipu-
lögð tilraun til samræmingar verið gerð og
búast má við því að þessar frumur séu flokk-
aðar á mismunandi hátt á mismunandi rann-
sóknastofum. Þess vegna er óvarlegt að nota
algengismörk fyrir neutrophil stafi og seg-
ment úr þessari könnun sem viðmiðun, þegar
aðrar rannsóknastofur eiga í hlut. Það sama
á við um flokkun þessara fruma er þekkt,
einkum i flokkun lymphocyta og monocyta.
Túlkunarmisræmi milli rannsóknastofa í
flokkun atypiskra lymphocyta.20 Samræmi í
flokkun basophil og eosinophil granulocyta
er væntanlega gott, þar sem þessar frumur
eru auðþekktar.
1 þessari könnun er hematókrít reiknuð
með því að margfalda RBK og MCV. Sú að-
ferð er i grundvallaratriðum frábrugðin
þeirri að mæla hematókrít með þvi að skilja
heilblóð í hárröri. Þegar heilblóð er skilið i
hárröri, verður óhjákvæmilega nokkuð af
plasma eftir á milli rauðu blóðkornanna
(trapped plasma) og hematókrít þannig
mæld, er því ávallt aðeins hærri en hemató-
krit sem reiknuð er út frá RBK og MCV.
Þessi munur verður þeim mun meiri, því
meiri sem anisocytosis og poikilocytosis er
i sýninu, vegna þess að rauðu blóðkornin
falla iþá verr hvert að öðru. Munurinn vex
einnig með vaxandi hematókrit. Algengis-
mörk fyrir hematókrit í þessari könnun eiga
því ekki við um hematókrít sem mæld er í
skilvindu. MCHC er reiknað út frá hemó-
glóbíni og hematókrít (MCHC = Hb/Hct).
Þess vegna er heldur ekki rétt að nota al-
gengismörk fyrir MCHC úr þessari könnun
til viðmiðunar við MCHC gildi sem reiknuð
eru út frá skilvinduhematókrít.
Talningar hvítra og rauðra blóðkorna í
þessari könnun ættu að vera sambærilegar
við talningar blóðkorna á öðrum rannsókna-
stofum, nema heldur nákvæmari en talning-
ar i smásjá. Algengismörk fyrir HBK og
RBK úr þessari könnun ættu þvi að gilda
fyrir aðrar rannsóknastofur en eru liklega
aðeins þrengri en svarar til talningar í smá-