Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Síða 62
60
Hallgrímur Magnússon, Þórarinn Ólafsson
SJÚKLINGAR MEÐ BRUNAÁVERKA VISTAÐIR Á
GJÖRGÆZLUDEILD LANDSPÍTALANS ÁRIN
1975—1979
INNGANGUR
Meðferð brunaáverka er vandasöm, trufl-
anir geta orðið á starfsemi flestra líffæra-
kerfa: blóðrás (lost), öndunarbilun, nýrna-
bilun, lifrarbilun, geysilegar truflanir á
vökvajafnvægi vegna vökvataps, electrolyta-
truflanir, stórkostlegt niðurbrot á vefjum og
þar af leiðandi næringartruflanir. Hætta er
á ýmsum fylgikvillum, svo sem losti, lungna-
bólgu, hjartsláttartruflunum og hjartastoppi,
lungnabjúg, oliguri og anuri, nýrnabilun án
oliguri, lifrardrepi, sýkingum og blóðsýkingu
(sepsis), auk þess fá margir sjúklingar
garnalömun, sumir fá krampa og óvæntar
snöggar blóðþrýstingshækkanir koma einnig
fyrir. Brunasjúklinga þarf að vista í ein-
angrunarherbergi þar sem unnt er að stjórna
hita- og rakastigi,
Víða um heim hefur verið komið upp sér-
stökum brunadeildum eða jafnvel sérstökum
sjúkrahúsum. Hér á landi hafa flestir meiri-
háttar brunaáverkar verið lagðir á Land-
spítalann og síðan görgæzludeild tók til
starfa hafa stærri brunaáverkar jafnan verið
vistaðir á gjörgæzludeildinni, fyrst eftir að
þeir eru lagðir inn, en síðan verið fluttir á
lýtalækningadeild og Barnaspítala Hrings-
ins.
Hér verður gerð grein fyrir þeim sjúkling-
um, sem lagðir hafa verið á gjörgæzludeild
Landspítalans á árunum 1975—1979 með
brunaáverka.
EFNIVIÐUR
Á árunum 1975—1979 voru 38 sjúklingar
innlagðir alls 41 sinni á gjörgæzludeild
Landspítalans. Eitt barn var lagt inn þrisvar
og ein kona var lögð inn tvisvar á deildina.
t töflu I kemur fram skipting eftir aldri.
Eins og sjá má i töflu I eru börn
undir tveggja ára aldri tiltölulega mörg eða
27% og börn undir 10 ára aldri eru saman-
lagt um 41%. Það skal haft í huga, að bruna-
Frá svæfinga- og gjörgæzludeild Landspítalans
áverkar hjá ungum börnum eru hættulegri
en hjá fullorðnum, sem stafar m.a. af því að
líkamsyfirborð þeirra er tiltölulega stærra
miðað við þyngd og efnaskipti barna eru
hraðari. Hjá barni er þannig litið á bruna-
áverka sem nær til 5—10% af líkamsyfir-
borði sem alvarleganý Brunasár í andliti eða
á kynfærum eru einnig alvarleg og geta tor-
veldað meðferð. Einnig verður að líta á
bruna hjá eldra fólki (yfir 60 ára) sem
alvarlega, þó ekki sé um að ræða stórt yfir-
borð.
Flestir brunaáverkar hjá ungum börnum
eru vatnsbrunar, þ.e. orsakaðir af heitu
vatni, kaffi, te eða þess ‘háttar og slysstaður
er heimilið eða nánar tiltekið eldhús eða
baðherbergi. Tafla II sýnir hvað hefur valdið
brunanum.
Við húsbruna einkennist sjúkdómurinn oft
af reykeitrun, þ.e. sóti í öndunarvegum og
kolsýringseitrun auk sjálfs brunaáverkans.
Hætta er á innöndun eiturefna, sem myndast
við bruna á ýmsum gerviefnum, svo sem
plasti, nylon og gúmmí. Við sprengingar og
benzínloga er alltaf fyrir hendi hætta á
brunasárum í efri öndunarvegum, sem veld-
ur bjúg og giarnan öndunarerfiðleikum, en
lætur oft lítið yfir sér í fyrstu.
TAFLA I. Fjöldi sjúklinga með brunaáverka
inniagöur á gjörgcezludeild Landspítalans árin
1975—1979, og aldursdreifing.
0—2 3—10 11—30 31—50 51—70 71 árs
ára ára ára ára ára og yfir
11(27%) 6(14%) 11(27%) 7(17%) 5(12%) 1(3%)
TAFLA II. Orsakavaldur brunaáverka.
Orsakir brunaáverlcans Fjöldi sjúklinga
19 (50%)
10 (26%)
5 (13%)
1 (2.7%)
1 (2.7%)
1 (2.7%)
1 (2.7%)
Samtals 38 (99.8%)
Heitt vatn
Eldur
Sprenging
Benzín
Gufa
Sýra
Tjara