Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Side 63
61
örsök brunasára við sprengingar hefur
m.a. verið heimagerðir flugeldar, eimingar-
tæki og sprenging í kyndiklefa.
Tafla III sýnir stærð brunaáverkans mið-
að við likamsyfirborð svo sem hann var
metinn við komu á sjúkrahúsið og þar kem-
ur ennfremur fí’am, að fjórir sjúklinganna
létust af völdum áverkanna (9,7%). Eitt
barn dó á fimmta degi, einn karl á fjórða
degi og tveir karlar dóu á tíunda degi legu
sinnar á deildinni.
Við útreikning á stærð brunaáverka hefur
verið stuðst við svokallaða niureglu, sem
gildir um fullorðna. Um börn gildir önnur
regla (sjá myndir).
Af töflu III má lesa að mestur hluti sjúk-
linga er með brunasár undir 30% af yfir-
borði og er þar um að ræða flest börnin, en
brunasár hjá þeim eru alltaf alvarlegri. Með
brunasár yfir 71% af yfirborði voru alls 3
sjúklingar, en af þeim dóu 2 sem voru með
um og yfir 90% bruna i báðum tilfellum, en
slíkir brunaáverkar eru nánast alltaf ban-
vænir.4
Legutími á gjörgæzludeild hefur verið mis-
langur, eins og sjá má af töflu IV. Allt
að tveimur sólarhringum í 25% tilfella, en
þar er um að ræða í flestum tilfellum ung-
börn. 1 30% tilfella er legutími 1—2 vikur,
og 1 sjúklingur lá á gjörgæzludeild í 44 daga,
en hann hafði brunasár sem náðu yfir um
75% af yfirborði likamans.
Þegar sjúklingarnir eru komnir úr beinni
lífshættu, eru þeir fluttir á legudeildir til
framhaldsmeðferðar. Um afdrif þeirra og
legutíma, sem oft á tiðum er alllangur, er
fjallað í öðrum greinum.10 1
Stærð brunaáverka miðað við líkamsyfir-
borð segir ekki nema takmarkaðan sann-
leika, því taka verður tillit til dýptar brun-
TAFLA III. StœrÖ brunasára í % af yfirboröi
metiö viö komu á sjúkrahúsiö og afdrif sjúk-
linga.
undir 31— 51— 61— 71%
___30%___50%____60% 70% og yfir
Sjúklingar 26(68%) 7(19%) 2(5%) ■ 3(8%)
Dánir___ — 1 1 — 2
TAFLA IV. Legutími á gjörgæzludeild Land-
spítalans._________________
yfir
1—2 dagar S—7 dagar 8—H dagar H daga
10(25%) 17(41%) 13(30%) 1(4%) ~
ans og hafa í því skyni verið reiknaðir út
brunaáverkastaðlar, þar sem mismunandi
tillit er tekið til I., II. og III, stigs bruna.9
MEÐFERÐ, ÁRANGUR, FYLGIKVILLAR
Meðferð brunaáverka er allflókin og krefst
samstarfs fleiri sérgreinahópa: lýtalækna,
svæfinga- og gjörgæzlulækna, barnalækna,
nýrnasérfræðinga, lungnasérfræðinga, sér-
fræðinga í sýkingasjúkdómum, starfsfólks
blóðbanka og rannsóknastofu, sérþjálfaðra
hjúkrunarfræðinga og sjúkraþjálfara.