Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Page 64
62
Fyrsta meðferð miðar að því, að með-
höndla sársauka og fyrirbyggja lost.
Við vökvameðferð hefur verið stuðst við
svokallaða Evansformúlu.9 Fyrsta sólar-
hringinn er gefið af blóðplasma í ml. marg-
feldi af líkamsþunga og stærð brunans i %
og jafnmikið magn af electrolytalausn, auk
ca. 2000 ml. af glucosulausn. Þetta gildir um
fullorðna með brunasár allt að 50% líkams-
yfirborðs. Annan sólarhringinn er gefinn
helmingur þessa magns, en sama magn af
glucosulausnum. Frá upphafi verður að
tryggja góða bláæðaleggi, við stærri bruna
legg til mælinga á CVÞ. Leggja þarf upp
blöðrulegg til mælinga á þvagútskilnaði á
klukkustund. Sjúklingur er settur í einangr-
unarherbergi og hita- og rakastigi er stjórn-
að eftir stærð brunans. Smitgát er höfð eins
og á skurðstofu.
Vegna mjög aukinna efnaskipta þarf að
gefa ríkulega af hitaeiningum, gegnum
munn þegar það er hægt, annars fitulausnir
(intralipid (R)) og sterkar glucosulausnir
30%.5 8 Þegar sjúklingur fær eingöngu nær-
ingu í æð, þarf auk þess að gefa aminosýru-
lausnir, vitamin og snefilefni. Ekki er óal-
gengt við stærri brunaáverka að sjúklingur
fái garnalömun, sem sennilega er vegna
eitrunar. Hjá brunasjúklingum verða mikl-
ar sveiflur í vökvajafnvægi, eggjahvítu-
efnum, steinefnum og blóðmagni, auk taps á
hitaeiningum. Orsakir þessa eru í fyrstu gif-
urleg bjúgmyndun, ásamt aukinni uppgufun.
Mikið blóðplasma hripar út í vefina (bjúg-
myndun) og jafnframt því verður truflun á
electrolytum. Eggjahvítuefni og kalium
hverfa þannig úr blóðrásinni. Við stærri
bruna getur albumintapið á fyrstu tveimur
sólarhringum numið allt að 80% af heildar-
albuminmagni i blóði, eða 60% af serum
eggjahvítuefnum og tapast það aðallega sem
bjúgur og exudat og stuðlar slíkt að losti.9
Þetta ástand varir venjulega fyrstu 2—3
sólarhringana. Á þriðja til fjórða sólarhring
endursíast bjúgurinn í blóðrásina og vökva-
jafnvægi líkamans breytist. Mikill vökvi
skilst út gegnum nýrun hafi þau ekki orðið
fyrir skaða.
Vegna gífurlega aukinna efnaskipta er
þörf sjúklings á súrefnisgjöf bráðnauðsyn-
leg. Mikilvægt er þvi að fylgjast náið með
blóðgasástandi (pOi>, pCOL>, ph) sjúklinganna
og leiðrétta þegar i -stað súrefnisskort sem
er mjög algengur á fyrstu sólarhringum eftir
bruna.
Margar samverkandi orsakir stuðla að
öndunarbilun hjá brunasjúklingum og má
þar nefna: innöndun á logum eða heitu lofti,
sem hefur í för með sér brunaáverka og
bjúgmyndun á efri öndunarvegum, innönd-
un eiturefna, sem myndast við brunann, kol-
sýringseitrun, brunaáverka á brjóstvegg og
andliti, súrefnisskortur, síðan bjúgmyndun í
lungum og sýkingar í öndunarfærum. Há-
mark bjúgmyndunar er venjulega 12—48
klukkustundum eftir brunaáverkann.1 * 3
TAFLA V. MeÖferÖ viö öndunarbilun.__________
Tímalengd öndunarbilunar (klst.)
<3 3—lt8_ U8—J00_> 100 _
Barkaþræðing 0 B 0 1
Öndunarvél 0 3 0 1
1 töflu V má sjá meðferð á öndunarbilun.
Voru 4 sjúklingar barkaþræddir og settir i
öndunarvél og auk þess 2 sjúklingar ein-
göngu barkaþræddir til hreinsunar á slimi og
sóti úr barka og berkjum. 1 engu tilfelli var
barkaskurður framkvæmdur, enda er það
reynsla allra að slíkt eykur tíðni sýkinga og
hækkar dánartölu margfalt.3 Við vaxandi
bjúgmyndun í efri öndunarvegum þarf því
að setja niður barkaslöngu áður en það verð-
ur erfitt eða ómögulegt í fi-amkvæmd.0
Nýrnabilun er alvarlegt einkenni og kem-
ur einkum fyrir hjá eldri sjúklingum og þeim
sem hafa stóra brunaáverka.2 Fylgjast þarf
með þvagmagni frá einni klukkustund til
annarrar, creatinini og osmolaliteti í serum
og þvagi.
Af breytingum í blóði má nefna þær sem
óhjákvæmilega leiða af þurrki og niðurbroti
vegna sjálfs brunaáverkans. Algengast er
að sjá í byrjun há gildi fyrir hemoglobin,
hematocrit, hækkun á kolmonoxid-hemoglob-
ini en eftir u.þ.b. 2 sólarhringa sjást oft há
natriumgildi vegna taps á vatni við uppguf-
un, en jafnframt lág gildi á kalium og getur
þurft að gefa allt að 200 mEq á sólarhring.
Sömuleiðis er lækkun á eggjahvituefnum,
blóðflögufæð og aukning á niðurbrotsefnum
fibrinogens, hækkun á bilirubini í serum og
blóðleysi vegna skemmdar á rauðum blóð-
kornum.
Af þeim 38 sjúklingum, sem lagðir voru á
gjörgæzludeild á tímabilinu fékk 21 sjúk-