Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Síða 64

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Síða 64
62 Fyrsta meðferð miðar að því, að með- höndla sársauka og fyrirbyggja lost. Við vökvameðferð hefur verið stuðst við svokallaða Evansformúlu.9 Fyrsta sólar- hringinn er gefið af blóðplasma í ml. marg- feldi af líkamsþunga og stærð brunans i % og jafnmikið magn af electrolytalausn, auk ca. 2000 ml. af glucosulausn. Þetta gildir um fullorðna með brunasár allt að 50% líkams- yfirborðs. Annan sólarhringinn er gefinn helmingur þessa magns, en sama magn af glucosulausnum. Frá upphafi verður að tryggja góða bláæðaleggi, við stærri bruna legg til mælinga á CVÞ. Leggja þarf upp blöðrulegg til mælinga á þvagútskilnaði á klukkustund. Sjúklingur er settur í einangr- unarherbergi og hita- og rakastigi er stjórn- að eftir stærð brunans. Smitgát er höfð eins og á skurðstofu. Vegna mjög aukinna efnaskipta þarf að gefa ríkulega af hitaeiningum, gegnum munn þegar það er hægt, annars fitulausnir (intralipid (R)) og sterkar glucosulausnir 30%.5 8 Þegar sjúklingur fær eingöngu nær- ingu í æð, þarf auk þess að gefa aminosýru- lausnir, vitamin og snefilefni. Ekki er óal- gengt við stærri brunaáverka að sjúklingur fái garnalömun, sem sennilega er vegna eitrunar. Hjá brunasjúklingum verða mikl- ar sveiflur í vökvajafnvægi, eggjahvítu- efnum, steinefnum og blóðmagni, auk taps á hitaeiningum. Orsakir þessa eru í fyrstu gif- urleg bjúgmyndun, ásamt aukinni uppgufun. Mikið blóðplasma hripar út í vefina (bjúg- myndun) og jafnframt því verður truflun á electrolytum. Eggjahvítuefni og kalium hverfa þannig úr blóðrásinni. Við stærri bruna getur albumintapið á fyrstu tveimur sólarhringum numið allt að 80% af heildar- albuminmagni i blóði, eða 60% af serum eggjahvítuefnum og tapast það aðallega sem bjúgur og exudat og stuðlar slíkt að losti.9 Þetta ástand varir venjulega fyrstu 2—3 sólarhringana. Á þriðja til fjórða sólarhring endursíast bjúgurinn í blóðrásina og vökva- jafnvægi líkamans breytist. Mikill vökvi skilst út gegnum nýrun hafi þau ekki orðið fyrir skaða. Vegna gífurlega aukinna efnaskipta er þörf sjúklings á súrefnisgjöf bráðnauðsyn- leg. Mikilvægt er þvi að fylgjast náið með blóðgasástandi (pOi>, pCOL>, ph) sjúklinganna og leiðrétta þegar i -stað súrefnisskort sem er mjög algengur á fyrstu sólarhringum eftir bruna. Margar samverkandi orsakir stuðla að öndunarbilun hjá brunasjúklingum og má þar nefna: innöndun á logum eða heitu lofti, sem hefur í för með sér brunaáverka og bjúgmyndun á efri öndunarvegum, innönd- un eiturefna, sem myndast við brunann, kol- sýringseitrun, brunaáverka á brjóstvegg og andliti, súrefnisskortur, síðan bjúgmyndun í lungum og sýkingar í öndunarfærum. Há- mark bjúgmyndunar er venjulega 12—48 klukkustundum eftir brunaáverkann.1 * 3 TAFLA V. MeÖferÖ viö öndunarbilun.__________ Tímalengd öndunarbilunar (klst.) <3 3—lt8_ U8—J00_> 100 _ Barkaþræðing 0 B 0 1 Öndunarvél 0 3 0 1 1 töflu V má sjá meðferð á öndunarbilun. Voru 4 sjúklingar barkaþræddir og settir i öndunarvél og auk þess 2 sjúklingar ein- göngu barkaþræddir til hreinsunar á slimi og sóti úr barka og berkjum. 1 engu tilfelli var barkaskurður framkvæmdur, enda er það reynsla allra að slíkt eykur tíðni sýkinga og hækkar dánartölu margfalt.3 Við vaxandi bjúgmyndun í efri öndunarvegum þarf því að setja niður barkaslöngu áður en það verð- ur erfitt eða ómögulegt í fi-amkvæmd.0 Nýrnabilun er alvarlegt einkenni og kem- ur einkum fyrir hjá eldri sjúklingum og þeim sem hafa stóra brunaáverka.2 Fylgjast þarf með þvagmagni frá einni klukkustund til annarrar, creatinini og osmolaliteti í serum og þvagi. Af breytingum í blóði má nefna þær sem óhjákvæmilega leiða af þurrki og niðurbroti vegna sjálfs brunaáverkans. Algengast er að sjá í byrjun há gildi fyrir hemoglobin, hematocrit, hækkun á kolmonoxid-hemoglob- ini en eftir u.þ.b. 2 sólarhringa sjást oft há natriumgildi vegna taps á vatni við uppguf- un, en jafnframt lág gildi á kalium og getur þurft að gefa allt að 200 mEq á sólarhring. Sömuleiðis er lækkun á eggjahvituefnum, blóðflögufæð og aukning á niðurbrotsefnum fibrinogens, hækkun á bilirubini í serum og blóðleysi vegna skemmdar á rauðum blóð- kornum. Af þeim 38 sjúklingum, sem lagðir voru á gjörgæzludeild á tímabilinu fékk 21 sjúk-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.