Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Side 75
73
TAFLA I. Dysmatur börn faedd á kvennadeild
Lsp. 1978 og 1979._________________
Ekki
Sonar- Ekki Greind greind
ranns. sonar ísonar ísonar
1978 21 16 14 7
1979 21 17 14 7
Samtals 42 33 28 14
TAFLA II. Dysmatur tvíburar fæddir á kvenna-
deild Lsp. 1978 og 1979.
Ekki
Sonar- Ekki Greind greind
ranns. sonxir í sonar í sonar
13 3 __7__ _ 6 _
hún stendur og hverjar afleiðingar hennar
verða.
Greint er á milli tveggja flokka vaxtar-
seinkunar in utero. Við öndverða vaxtar-
seinkun (early onset growth failure) eru
börnin lítil fœdd og sein til hreyfiþroska. Við
eftirkannanir 1 árs og 4 ára, hafa þau reynst
líkamlegir og andlegir eftirbátar jafnaldra
sinna.
Við áliðna vaxtarstöðnun (late onset
growth failure) eru nýfæddu börnin lítil
fædd, en með eðlilegan hreyfiþroska. Við 1
árs aldur hafa þau náð jafnöldrum sinum
hvað varðar stærð. Við þroskamat 1 árs og
4 ára hafa þau staðið jafnöldrum sínum ó
sporði.4
Við vaxtarseinkun in utero getur fóstrið
verið i bráðri hættu, og betur komið utan
legsins en í. Menn eru ekki á eitt sáttir um
það hvenær gripið skuli til ráðstafana (il að
ljúka meðgöngunni. Á síðustu árum hefur
tilhneigingin verið sú að ljúka meðgöngu
fyrr en áður var.B c Þetta er gert með hlið-
sjón af þvi að möguleikar til meðferðar á
vandamálum nýbura hafa stórbatnað á und-
anförnum áratugum.
Áður en sú ákvörðun er tekin að Ijúka
meðgöngu, annað hvort með gangsetningu
eða keisaraskurði, er tekið mið af sonar-
rannsóknum. í sonar er mældur biparietal
diameter, það er breidd höfuðs á milli pari-
etal beina, og er sú mæling notuð sem aðal-
mælikvarðinn á aldur fóstursins. Við vaxtar-
seinkun in utero, reynir náttúran i lengstu
lög að hlífa heilanum með þvi að dreifa
næringar- og súrefnisríkasta blóðinu beint
upp til heilans, áður en það dreifist út um
líkamann.
Þetta fysiologiska fyrirbæri er kallað
heilahlífð (brain sparing). Athugun á höfuð-
stærð fóstursins er þannig ekki nægjanleg
til þess að greina vaxtarseinkun. Ef hins
vegar kemur fram seinkun á vexti höfuðs,
er vaxtarseinkun fóstursins orðin veruleg, og
hefur þá mögulega valdið varanlegum skaða.
Til að greina vaxtarseinkun með heilahlifð,
er nauðsynlegt að mæla ummál bolsins og
bera það ummál saman við stærð höfuðsins.7
Með þvi móti er hægt að sjá vannæringu hjá
fóstri, þar sem líkur eru á að heili og mið-
taugakerfi hafi þroskast eðlilega fram að
greiningu.
Á síðustu 2—4 árum hafa komið fram ná-
kvæmar sonarrannsóknaraðferðir til þess að
greina vaxtarseinkun með heilahlífð, og er
þá stuðst við flatarmál þverskurðarmyndar
af bolnum, á milli naflastrengs og hjarta-
brodds. Þetta flatai’mál er siðan boiáð saman
við biparietal diameter höfuðsins.8
Þar sem sonarrannsóknir hafa brugðist við
greiningu á vaxtarseinkun fóstui’s 'hefur
ummál bols venjulega ekki verið mælt, en
biparietal diameter höfuðsins verið eðlilegur.
f athugun okkar kemur fram að 44%
þeirra kvenna, sem fæddu vaxtarseinkuð
börn, fóru aldrei í sonarrannsókn. Ennfrem-
ur sást, að við sonarrannsóknina var ekki
greind vaxtarseinkun hjá 33% tilfellanna,
sem rannsökuð voru. Ástæðan til þess var
oftast sú, að einungis var mældur biparietal
diameter fóstursins við sonari-annsóknina,
en látið hjá líða að mæla ummál bolsins.
Þegar athugaðar voru mæðraski’ár kvenna,
sem gengu með vaxtarseinkuð börn, kom i
ljós að læknar höfðu horft á óbreytt um-
mál kviðar og óbreytta hæð legbols vikum
saman, án þess að gera frekari rannsóknir
eða athugasemdir vegna þessa.
Ástæða er til þess að leggja kapp á að
greina vaxtarstöðvun fósturs eins fljótt og
auðið er. Á þessari greiningu getur fi’amtíð
hins ófædda einstaklings oltið. Frumskilyrði
fyi’ir því að svo megi verða er góð mæðra-
vei’nd með athugulli kliniskri skoðun og mati
á stækkun fóstursins. Lítil aukning ummáls
og lítil hækkun legbols hiá þungaðri konu,
á ætið að vekja gi’un um vaxtarseinkun fóst-
ursins. Ef slikur grunur vaknar, á að senda
viðkomandi konu í sonai-rannsókn. Það er
ennfremur skoðun okkar, að allar konur
með staðfesta vaxtarseinkun fósturs eigi að