Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Síða 82
80
cosa og proteini en ekki fyrir blóði enda var
hlutur dýfuprófs þá aðeins um 20% jákvæðra
svara. Frekari líkur fyrir því að læknar hér
fari ekki eftir svörum rútínuþvagrannsókna,
er að sjá á mynd 4, en þar er könnuð tíðni
þvagræktana eftir mismunandi innihaldi
sýna af hv. blk. Sést að um 2/3 hlutar rækt-
unarbeiðna eru frá sjúklingum, sem hafa
normal fjölda hv. blk. í þvagi. Einnig sést á
4. mynd að bakteriuria er varla nokkurrar
þýðingar fyrr en svör hafa 3 og 4 plúsa.
f töflu III má sjá, að upp undir helmingur
þvagsýna frá konum eru menguð vaginal
epitheli og er það sýnatöku heldur slæmur
vitnisburður. Normalgildi hv. og r. blk. með
smásjárrannsóknum þeim, sem gerðar eru á
Landspítalanum má sjá á 3., 4. og 5. mynd.
Tíðnidreifing blóðkornafjöldans kemur
glöggt fram og má sjá að normalgildin eru
0—7 fyrir bæði hv. og r. blk. Jafnframt
kemur í ljós, að dreifing normalgildanna er
mismunandi. Hv. blk. virðast hafa Gaussian
dreifingu en r. bl. ekki og e.t.v. er munur á
normal dreifingu r. bl. i börnum og fullorðn-
um. Normalgildi, sem hér fundust voru í all-
miklu ósamræmi við þau normalgildi, sem
áður höfðu viðgengist á rannsóknastofunni.
Augljóslega hefur mengunin í sýnum kvenna
áhrif á normalgildin, eins og þau eru fundin
í þessari rannsókn.
Því hefur verið haldið fram, að smásjár-
skoðun þvags sé nánast óþörf ef góð kemisk
(dýfupróf) og macroscopisk (turbitity test,
skýjupróf) rannsókn hefur verið neikvæð.u
Auk samanburðarins í töflu II höfum við
borið saman einstök dýfupróf og það sem
teljast mætti jafngildi (counterpart) þeirra
i smásjárskoðun. Þannig voru borin saman
proteinmælingar og smásjárskoðun cylindra
(tafla V), blóðrauðamælingar og r. blk.
(tafla VI) og loks nýjasta dýfuprófið fyrir
hv. blk. og smásjárskoðun hv. blk. Sjá má
að cylindrar (0—1) og protein tákna sitt
hvað, en hin prófin, sem borin eru saman,
eru nánast jafngild.
Hið nýja dýfupróf fyrir hv. blk., sem við
prófuðum hér var ekki í notkun sem rútínu-
próf í maí 1977 og hefur ekki ennþá verið
bætt við rútínu á Landspitalanum. Þetta próf
fyrir hv. blk. er annað prófið, sem komið
hefur fram á síðustu árum til að prófa fyrir
þvagfærasýkingu. Hitt prófið, sem til er á
markaðnum, er hið svokallaða nitrit test, sem
áður var kallað Griess-próf og byggist á þvl,
að sumar bakteriur breyta nitrati yfir í nitrit.
Nú eru á markaðnum dýfupróf, sem gera 9
próf samtímis, þar á meðal nitrit- og cytur-
próf.
Ekki verður lagður á það dómur hér, hvort
rútinu smásjárskoðun á þvagi hefur ekkert
hagnýtt gildi eða hvort sumar niðurstöður
hennar séu beinlínis hættulegar, eins og sum-
ir hafa haldið fram.4 Hins vegarber að leggja
áherslu á það, að vel verður að standa að
slíkri skoðun og sýnaöflun að vera þannig,
að sýni sem berast séu ný og ómenguð.
En það gildir um öll sýni og er þá sama
hvaða rannsókn er beitt, niðurstöður rann-
sóknar verður aldrei betri en sýnið býður
upp á. En kannski stixa menn þvag á sjúkra-
deildum innan tíðar. Kannski komast há-
stilkuð bikarglös aftur í tisku við þvag-
flutninga milli sjúkra- og rannsóknastofa.
Þakkarorð: Steinunni Oddsdóttur þakka
ég fyrir mikilvæga aðstoð. Ennfremur Ólafi
Steingrímssyni, Arinbirni Kolbeinssyni og
Vigfúsi Þorsteinssyni. Önnu S. Gunnarsdótt-
ur þakka ég vélritun á handriti.
The results of all routine urinalysis of Land-
spítalinn, Reykjavik, in May 1977 were studied
The results of urine microscopy and dip-stick
tests were compared and classified according to
departments and otherwise. A new dip-stick
for detecting elevated levels of white blood
cells in urine was compared to corresponding
method by microscopy. The main findings were
as follows: 40—50% of urine samples from wo-
men had squamous vaginal epithel, 20—40% of
samples had bacteria and 20—40% had casts.
Normal values for red and white blood cells in
urine were found to be different from those
accepted before the study. The percentage of
positive samples with the new normal values
was 37%. Rate of repeated requests for urina-
lysis or requests for becterial culture had little
relation to the results of the routine urina-
lysis. Results of dip-stick test for red and white
blood cells compared well with the results of
microscopy.
1. Kesson, A.M., Talbott, J.M. & Györy, A.Z.:
Microscopic examination of urine. Lancet
1978; 2:809-812.
2. Hamburger et al.: Nephrology, 134. W.B.
Saunders, Philadelphia 1968.
3. Schuman, G.B. & Greenberg, N.F.: Us?-
SUMMARY
HEIMILDIR