Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Síða 84

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Síða 84
82 Auðólfur Gunnarsson,i Gunnlaugur Snædal,1 2 Jón HannessonJ Kristján Baldvinsson,1 Þorvaldur Veigar Guðmundsson,2 Halla Hauksdóttir,3 Jóhann Heiðar Jóhannsson,3 Margrét Steinarsdóttir,3 Ólafur BjarnasonS LEGVATNSRANNSÖKNIR TIL GREININGAR Á FÖSTUR- GÖLLUM INNGANGUR Þessi grein fjallar um legástungur og leg- vatnsrannsóknir, sem gerðar hafa verið hér á landi, til að greina fósturgalla snemma í meðgöngu. Gefið er sögulegt yfirlit um þróun rann- sóknanna og lýst niðurstöðum úr fyrstu 499 rannsóknunum sem gerðar voru. Legvatnsrannsóknir vegna blóðflokkamis- ræmis móður og barns hófust á Fæðinga- deild Landspitalans í lok árs 1963. Niðurstöð- um þeirra rannsókna fram til 1978 hefur ver- ið lýst á öðrum vettvangi.1 Legástungur vegna blóðflokkamisræmis eru gerðar um og eftir 30. viku meðgöngu og þó einkum á tveim síðustu mánuðum með- göngunnar. Hins vegar eru ástungur til að greina fósturgaila gerðar í 16. viku en þær voru fyrst gerðar hér á landi á árinu 1973. Á áratugnum 1963—1973 var víða farið að gera rannsóknir á legvatni þungaðra kvenna til greiningar á fósturgöllum, meðal annars litningarannsóknir, mælingar á alfa fóstur- próteini og mælingar á hvötum i fóstur- frumum. Litningarannsóknir á vegum Erfðafræði- nefndar Háskólans og Rannsóknastofu Há- skólans í meina- og sýklafræði hófust í sept- ember 1967. Greinargerð og yfirlit um þær rannsóifnir til ársloka 1975 hafa birst í Læknablaðinu,-3 * Frá ársbyrjun 1976 hafa litningaransóknir alfarið verið starfræktar á vegum Rannsóknastofu Háskólans í meina- fræði. Um það leyti er fyrst voru hugleiddir möguleikar á þvi að greina fósturgalla með legvatnsrannsókn, var tæknileg kunnátta ekki fyrir hendi til slíkrar starfsemi. Frá árinu 1973 þegar legástungur í þessum til- gangi hófust hér á landi, voru legvatnssýni 1 Frá Kvennadeild Landspítalans. 2 Frá Rannsóknastofu Landspítalans í mein- efnafræði. 3 Frá Rannsóknastofu Háskólans í líffæra- meinafræði. þvi send til John F. Kennedy Institute í Glostrup, Danmörku. Forstöðumaður þeirrar stofnunar dr. med. Margareta Mikkelsen varð góðfúslega við beiðni um að annast þessar rannsóknir. Þegar sýnum fór fjölg- andi með árunum töldu Danirnir að það yrði erfiðleikum bundið að sinna þessu til fram- búðar. Þvi var talið nauðsynlegt að skapa grundvöll fyrir slíkar rannsóknir hérlendis. Fyrir milligöngu prófessors J.H. Edwards í Birmingham og dr. Alan McDermott i Bristoi var fenginn hingað til lands breskur líffræð- ingur, Ronald Berry, til að hefja litninga- rannsóknir á legvatni og þjálfa starfsfólk. Hann kom til landsins í byrjun september 1977 og hófst strax handa um undirbúning. Á miðju ári 1978 var svo hætt að senda sýni til Kaupmannahafnar og allar litningarann- sóknir voru eftir það framkvæmdar hér heima. Með Ronald Berry störfuðu að þess- um rannsóknum Margrét Steinarsdóttir líf- fræðingur, Halla Hauksdóttir deildarmeina- tæknir og Elín Guðmundsdóttir meinatæknir. Síðar bættist Ástrós Arnardóttir líffræðing- ur í hópinn. Haustið 1979 fluttist Ronald Berry af landi brott en Jóhann Heiðar Jó- hannsson, læknir, hefir siðan verið í læknis- fræðilegu fyrirsvari starfseminnar. Litningarannsókn á legvatni byggir á því að í legvatninu eru lifandi fósturfrumur, sem má rækta og láta skipta sér þannig að hægt sé að skoða litningana. Rannsóknin er vanda- söm og tiltölulega seinleg en frumurnar ræktast best þegar sýnið er tekið i 16. viku meðgöngu.1 Alfa fósturpróteinmælingin hefur frá árs- lokum 1977 verið framkvæmd á Rannsókna- stofu Landspítalans í meinefnafræði og er electroimmunodiffusion („Rocket“ electro- phoresis) aðferð notuð.5 Þorvaldur Veigar Guðmundsson, læknir, hefur haft yfirum- sjón með þessum mælingum. Alfa fósturprótein (AFP) fékk nafn sitt af því að það fannst í serum frá fóstrum og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.