Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Síða 89

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Síða 89
87 9) #NN. 35 ára. Astunga við 17 vikna meðgöngu. Hafði lítilsháttar blæðingu nokkrum dögum áður. Við ástungu kom blóðugur vökvi og hætt var við frekari aðgerðir. Sónarskoðun: Eðlilegt fóstur. Litningarannsókn: Ekki gerð. AFP: Ekki mælt. Fósturlát 3 dögum síðar. NiÖursíaða: Fósturlát, sennilega afleiðing ástungu. Niðurstöður litningarannsókna TAFLA VII. Niðurstöður litningarannsókna. Fjöldi % Litningar eðlilegir 480 96.2 Litningagalli 10 2.0 Litningaafbrigði (án galla) 5 1.0 Ræktun mistókst 3 0.6 Gervigalli í ræktun 1 0.2 AIls 499 100.0 Litningagallar greindir hjá fóstrum. afdrif fjöldi meSgöngu Trisomy 21 4 ab. prov. Partial Trisomy 9 i ab. prov. Nýt yfirfærsla (De novo transloc.) i ab. prov. Trisomy 13 i ab. prov. 47 XYY 1 ab. prov. 47XXY i ab. prov. * Tíglun (Mosaic) 46 XY/ 46 XY 18P- 1 ab. prov. Úrfelling á efri armi litnings 4 (46XX del 4) i missedab. AIls n * Þessi galli var ekki st.aðfestur við litningarann- sókn á fóstrinu og- verður því að teljast gervi- galli. Þessi tafla sýnir niðurstöður litningarann- sókna. Litningagallar fundust í ellefu tilvik- um og í fimm tilvikum litningaafbrigði, sem einnig voru til staðar hjá öðru hvoru foreldri án þess að valda sjúklegu ástandi hjá því eða fóstrinu. Ræktun mistókst og var ekki endurtekin í þrem tilvikum þannig að engin niðurstaða fékkst úr litningarannsókn. Tegundir litningagalla skiptast eins og taflan sýnir. I öllum tilvikum var gerð fóst- ureyðing nema í einu tilfelli þar sem fóstur- lát varð af sjálfu sér og mun fóstrið senni- lega hafa verið dáið við fyrstu ástungu og örugglega við aðra. 1 einu tilfelli var talið að um tíglun (mosaic) væri að ræða, þar sem í 50% af greindum frumum vantaði annan arminn á litning í pari nr. 18. Gerð var því fóstureyð- ing, en við rannsókn á frumum úr húð og blóði fóstursins eftir aðgerðina var litninga- gerð eðlileg. Telja verður þvi að hér hafi verið um að ræða gervigalla í frumunum úr legvatnssýninu. I þeim fimm tilvikum þar sem litninga- afbrigði, sem einnig var til staðar hjá heil- brigðu foreldri, fannst hjá fóstri, fæddust heilbrigð börn. ALFA-fósturprotein í legvatni (AFP) niicrog/ml TAFLA VIII. Alfa-fósturprotein i legvatni (AFP) microg/ml. Eðlilegt 494 Lítið hækkað (30—40) 13 Marktæk hækkun 48 ) (> 40) 1331 i 770 > AFP 48: Eðiilegt við endurtekið próf Eðlilegt. barn. AFP = 1331: Fóstur sennilega dáið við ástungu. AFP = 770: Fóstur dáið við ástungu. Tafla VIII sýnir niðurstöðu alfa-fóstur- proteinmælinga. AFP mældist innan eðli- legra marka í 494 tilvikum, ýmist við fyrstu eða endurtekna mælingu. Það var lítillega hækkað í þrettán tilvikum en reyndist alveg óbreytt við endurtekningu. í þrem tilvikum var um marktæka hækk- un að ræða. í einu þeirra var hækkunin þó iítil eða 48 microg/ml, sennilega vegna fóst- urblóðsblöndunar og reyndist innan eðlilegra marka við endurtekna rannsókn. f tveim tilvikum var hins vegar um veru- lega hækkun að ræða og í báðum tilvikum mun fóstrið hafa verið dáið þegar rannsókn fór fram og hækkunin orðið vegna niður- brotsefna frá fóstrinu. Ekkert barn greindist með rof í miðtaugakerfi. Efnaskiptagallar Eitt fóstur var greint með efnaskiptasjúk- dóm, GM^ gangliosidosis. Konan hafði áður fætt barn með þennan sjúkdóm, en nákvæm sjúkdómsgreining fékkst þó ekki fyrr en gerð var hvatarannsókn (enzyme-rannsókn)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.