Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Síða 5

Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Síða 5
Formáli. Þessi 7. skýrsla í ritröðinni um þjóðhagsreikninga fjallar um einkaneyslu á tímabilinu 1957-1987. Þjóðhagsstofnun hefur ekki áður gefið út sérstaka skýrslu um þetta efni en hins vegar dregið saman helstu niðurstöður og birt í ýmsum ritum stofnunarinnar. Meðal annars má benda á greinagerð og töfluefni um einkaneysluna í þjóðhagsreikningaskýrslu nr. 4 sem kom út árið 1985. Af eldra efni má vísa í grein Eiríku Önnu Friðriksdóttur hagfræðings, „Einkaneysla á íslandi 1957-1967“, sem birt var í júní-desemberhefti Fjármálatíðinda árið 1970. í þessari skýrslu hafa hins vegar upplýsingar um einkaneysluna, frá því skipulegar athuganir á henni hófust, verið samræmdar og dregnar saman á einum stað. Athuganir á einkaneyslu eru mikilvægur þáttur í þjóðhagsreikningagerð stofnunarinnar. Einka- neysla er öll önnur kaup heimilanna á vöru og þjónustu en íbúðakaup og er hún um það bil 60% landsframleiðslunnar. Þannig er einkaneyslan stór liður í ráðstöfun landsframleiðslunnar. Jafnframt hafa íslenskir þjóðhagsreikningar fyrst og fremst verið gerðir upp frá ráðstöfunarhlið, en í þeirri aðferð felst að meta þau verðmæti sem ráðstafað er til endanlegra nota, það er til einkaneyslu, samneyslu, fjárfestingar og útflutnings. Skipulegar athuganir á einkaneyslu ná aftur til þess tíma er grunnur var lagður að þjóðhagsreikn- ingagerð hér á landi frá ráðstöfunarhlið. Fyrstu niðurstöður þessara rannsókna birtust árið 1961 í 10. hefti rits Framkvæmdabanka íslands „Úr þjóðarbúskapnum“ en þar var gerð grein fyrir einkaneyslu á árunum 1957-1958. Þessi skýrsla nær því til alls þess tíma sem samfelldar einkaneysluathuganir spanna. Áhersla er lögð á samræmdar ogsamfelldar upplýsingar fyrir allt tímabilið. Rétt er því að vekja athygli á að það efni, sem hér er birt, getur í einhverju verið frábrugðið áður birtu efni þar sem vinnuaðferðir hafa breyst í tímans rás og betri heimildir fengist. Skýrslan skiptist í átta kafla, auk töfluhluta og viðauka. Fyrsti kaflinn fjallar almennt um þjóðhagsreikningagerð og samhengi einkaneyslunnar og annarra þjóðhagsstærða. í öðrum kafla er einkaneysla skilgreind. í þriðja kafla er lýst heimildum og áætlunaraðferðum við uppgjör einkaneysl- unnar. Jafnframt er gerð grein fyrir afnámi hámarksálagningar og áhrifum þess á vinnuaðferðir. Fjórði kaflinn fjallar um verðlagningu á föstu verði, eða svonefnda staðvirðingu, og í því sambandi eru sérstaklega skýrðar þær aðferðir sem notaðar eru við staðvirðingu, það er einingarverðsaðferð og vísitöluaðferð. í fimmta kafla er í allítarlegu máli lýst aðferðum við mat á einstökum útgjaldaliðum einkaneyslunnar og í þeim sjötta eru helstu niðurstöður dregnar saman. í sjöunda kafla skýrslunnar er fjallað nokkuð um þjóðarframleiðslu í þeim löndum sem aðild eiga að Efnahags- og framfarastofnun- inni, OECD og tekin dæmi um hlutfallslega skiptingu einkaneyslunnar í flestum aðildarlöndunum. Loks er í áttunda kafla gerð grein fyrir tekju- og útgjaldareikningi heimilanna, sem er hluti af uppgjöri þjóðhagsreikninga frá tekjuhlið. Töfluhluti skýrslunnar skiptist í fimm flokka. Fyrst koma yfirlitstöflur ásamt töflum um neyslu nokkurra vörutegunda og síðan sundurliðun einkaneyslunnar. Þá kemur samanburður við útgjöld í vísitölu framfærslukostnaðar, yfirlit yfir nokkrar þjóðhagsstærðir sem hafa mikil áhrif á þróun einkaneyslunnar og í síðasta töfluhlutanum er samanburður við önnur lönd. Að lokum eru þrír viðaukar. Fyrst er heimildaskrá og hliðsjónarrit, þá ensk þýðing á töfluheitum og loks ensk þýðing á helstu hugtökum. Að þessari skýrslu hafa margir unnið á Þjóðhagsstofnun, en Gamalíel Sveinsson hafði umsjón með gerð hennar og Tryggvi Eiríksson hafði með höndum söfnun gagna, úrvinnslu þeirra og textaskrif í meginhluta skýrslunnar. Sigurður Snævarr skrifaði kafla 8 um tekju- og útgjaldareikning heimilanna. Þjóðhagsstofnun í desember 1989 Þórður Friðjónsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174

x

Einkaneysla 1957-1987

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einkaneysla 1957-1987
https://timarit.is/publication/1001

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.