Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Page 41
neyslu og annarra þátta landsframleiðslunnar. Árshækkun neyslunnar á fimm ára tímabili er í fyrstu
meiri en árshækkun landsframleiðslunnar eins og fram kemur í töflu 1.2, en þetta snýst við allt tímabilið
1955-1980 ef litið er á meðaltalshækkanir. Frá 1980 hefur einkaneyslan hækkað meira í verði en
landsframleiðsla og sömuleiðis meira en aðrir liðir vergrar landsframleiðslu. Á mynd 6 er sýnd árleg
verðhækkun einkaneyslu og vergrar landsframleiðslu 1958-1987.
Þótt meðal árshækkun verðlags einkaneyslunnar sé 24,3% 1957-1987, hækkar einkaneysla þó
minnaframan af tímabilinu. í töflu 1.10 má sjá árlegar verðbreytingar einkaneyslu 1957-1987. Eins og
þar kemur fram er verðhækkun einkaneyslunnar um eða innan við 10% fyrstu árin fram til 1968 og
innan við 15% 1969-1972. Einstök ár skera sig samt úr með meiri eða minni verðhækkanir t.d. 1969 og
1971. Verðhækkun 1969 nemur 21,5% frá fyrra ári en 1971 hækkaði verðlag einkaneyslu einungis um
tæplega 8%. Frá og með 1973 hækkar verðlag einkaneyslunnar árlega umfram meðalverðhækkun allt
tímabilið. Sérstaklega er verðhækkunartímabilið 1975-1983 áberandi en eftir það dregur töluvert úr
verðbreytingum.
Verðhækkun einstakra þátta landsframleiðslu 1957-1987.
Árleg meðalhækkun %
1957- 1960- 1965- 1970- 1975- 1980- 1985- 1957-
1960 1965 1970 1975 1980 1985 1987 1987
Einkaneysla ........................................... 8.84 10.02 11.88 27.29 40.13 49.22 18.45 24.30
Samneysla.............................................. 6.05 13.88 11.96 30.03 43.77 44.16 26.97 25.55
Fjárfesting.......................................... 11.91 10.03 14.02 28.65 38.69 44.71 19.41 24.48
Útflutningur......................................... 30.75 7.41 15.08 24.04 38.93 49.68 15.51 25.82
Innflutningur........................................ 31.20 3.32 14.91 25.42 38.21 48.58 11.04 24.66
Verg landsframleiðsla.................................. 8.45 12.51 12.62 27.82 40.83 47.67 22.35 25.10
Verðhækkun einstakra neysluflokka er töluvert mismunandi 1957-1987. Ef skoðuð er meðal
árshækkun verðlags kemur fram að matvæli, lyf og læknishjálp, samgöngur og útgjöld á ferðalögum
erlendis hækka umfram verðlag einkaneyslunnar alls. Hins vegar er verðhækkun fatnaðar, húsnæðis-
kostnaðar, húsgagna og húsbúnaðar minni en einkaneyslunnar í heild.
39