Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Page 59
í tekjuuppgjörinu er hagkerfið greint í fimm megingeira:
1) Heimilin
2) Velferðar- og hagsmunasamtök heimila.
3) Fyrirtæki (lögaðilar).
4) Peningastofnanir.
5) Hið opinbera.
í uppgjörinu er litið á hvern þessara geira og tekjur hans, þáttatekjur, tilfærslutekjur og
eignatekjur færðar. Með sama hætti eru færð öll útgjöld til aðila utan geirans, bæði til endanlegrar
ráðstöfunar og tilfærslna. Páttatekjur að viðbættum nettó tilfærslutekjum og nettóeignatekjum mynda
ráðstöfunartekjur hversgeira. í tekju- og útgjaldareikningnumgildir, að ráðstöfunartekjur hversgeira
eru jafnar sparnaði og neyslu geirans. Af geiraskiptingunni má ráða skiptingu tekna milli aðila
hagkerfisins og hefur uppgjörið þess vegna oft verið nefnt tekjuskiptingaruppgjör, sjá m.a. fyrri
þjóðhagsreikningaskýrslur.
Að auki má telja útlönd sjötta geirann. í þjóðhagsreikningauppgjörinu er færður einn reikningur
fyrir öll viðskipti við útlönd, hvort sem um er að ræða vöru-, þjónustu- eða tilfærsluviðskipti. Augljóst
er, að „útlönd“ uppfylla ekki meginreglu geiraskiptingar í tekju- og útgjaldareikningi, þ.e. þau mynda
ekki afmarkaðan hóp hvað varðar ákvarðanir um tekjuöflun og ráðstöfun. Hins vegar er nauðsynlegt
að færa sérstakan reikning við útlönd í tekju- og útgjaldauppgjöri m.a. vegna afstemmingar. Uppgjörið
er að langmestu leyti samhljóða uppgjöri viðskiptajafnaðar.
í eftirfarandi yfirlitstöflu er sýnd uppbygging tekju- og útgjaldareiknings og fjármagnstreymis-
reiknings.
Tafla 2. Uppbygging tekju- og útgjaldareiknings
Innlendir geirar Útlönd Allir geirar
Tekju- og útgjaldareikningur Heimili Peninga- stofnanir Fyrir- tæki Hið opinbera Samtals Samtals Samtals
Tekjur
1. Launatekjur X X X X
2. Rekstrarafgangur X X X X X X X
3. Eignatekjur X X X X X X X
4. Tilfærslutekjur X X X X X X X
5. Óbeinirskattar X X X
6. Innflutningur X X
7. Heildartekjur X X X X X X X
Gjöld
8. Einkaneysla X X X
9. Samneysla X X X
10. Eignaútgjöld X X X X X X X
11. Tilfærsluútgjöld X X X X X X X
12. Framleiðslustyrkir X X
13. Útflutningur X X
14. Heildarútgjöld X X X X X X X
15. Hreinnsparnaður X X X X X X X
57