Sagnir - 01.06.2003, Síða 11

Sagnir - 01.06.2003, Síða 11
ÞEGAR KVIKMYNDIN KOMST A LEGG með skatta- og tollaívilnunum. Hrafn Gunnlaugsson hafði bent á að dýrasti þáttur kvikmyndagerðar lyti að tæknilegu hliðinni og að sama skapi nyti sá þáttur kvikmyndarinnar í engu sömu fyrirgreiðslu og annar iðnaður í landinu. Beinar styrkveitingar ríkisins áttu að takmarkast við listræna hhð kvikmyndagerðar að mati Hrafns.28 Snorri Þórisson, meðframleiðandi Hrafns við myndina Óðalfeðranna, vakti einnig athygli á þessu síðar og taldi að vegna þessa væri fráleitt að halda því fram að kvikmyndaöld hefði gengið í garð með stofnun Kvikmyndasjóðs: „Oll gjöld, sem kvikmyndagerð greiðir til ríkisins eru margfalt hærri en það sem ríkið lætur til kvikmyndasjóðs.“29 Fjársvelti og ómótað skipulag við úthlutanir var ráðandi næstu árin í Kvikmyndasjóði en árið 1984 var sjóðnum þó tryggður fastur tekjustofn þegar skemmtanaskattur var lagður á bíómiða. Skipulagsleysi við úthlutanir gerði að verkum að það litla fé sem sjóðurinn hafði á milli handanna rann til of margra verkefna og varð því enn minna úr honum en ella. Ur því var ekki bætt fyrr en árið 1986 þegar sú óskrifaða regla var tekin upp að veita færri umsækjendum hærri upphæðir. Ami Þórarinsson og Ingólfur Margeirsson hafa meira að segja haldið því fram að fram til þess hafi Kvikmyndasjóður verið til meira tjóns en gagns: „In fact, in this period the IFF [Kvikmyndasjóður] may be reasonably accused of having led a large group of film-makers directly into bankruptcy."30 Þegar skrifað er um sjóðinn og mikilvægi hans er það reyndar oftar en ekki með þeim fyrirvara, að það hafi ekki verið sjálfur styrkurinn sem veitti kvikmyndagerðarmönnum kraft, heldur það að búið væri að leggja drögin að öflugri kvikmyndagerð í framtíðinni.31 Ef það eitt að setja á stofn fjárlítinn sjóð, nægði til að fylla kvikmyndagerðarmenn slíkri orku sem Kvikmyndasjóður á að hafa gert, má rétt eins spyrja hvers vegna styrkveitingar Menningarsjóðs, sem hófust árið 1972, urðu ekki til þess að fylla kvikmyndagerðarmenn þessum sama fítonskrafti og Kvikmyndasjóður á að hafa gert sex árum síðar? Svarið hggur í því að aðstæður höfðu breyst; nýir þættir sem ekki voru fyrir hendi árið 1972 höfðu bæst við og gerðu mönnum kleift að framleiða kvikmyndir. ♦ ♦ Morðsaga ♦ ♦ Fyrir 1980 voru frumsýningar á íslenskum myndum fatíðar. Morðsaga eftir Reyni Oddsson var síðasta myndin sem var sýnd fyrir stofnun Kvikmyndasjóðs, árið 1977. Reynir hafði marga fjöruna sopið í kvikmyndageiranum og gerði sína fyrstu mynd árið 1961. Morðsaga var spennutryllir sem fjallaði um reykvískan fjölskylduföður sem fékk að súpa seyðið af því að hafa beitt eiginkonu sína og dóttur ofriki. Myndin fékk jákvæða dóma gagnrýnenda, þótti koma „þægilega og rækilega á óvart...“, og hún naut ekki síður mikiha vinsælda meðal almennings, en aUt að 70 þúsund manns sáu hana á sínum tíma.32 Þrátt fyrir að hafa ekki elst sérstaklega vel er Morðsaga merkheg fyrir þær sakir að hún var framleidd án nokkurs opinbers stuðnings. Reynir hvatti þannig aðra kvikmyndagerðarmenn til dáða með því að taka þessa áhættu, en hann gagnrýndi koUega sína jafnframt fyrir skort á áræðni: „Að mínum dómi er varla hægt að tala um íslenska kvikmyndagerð. Það er held ég vegna þess að kvikmyndagerðarmenn vantar hvatningu sem aftur leiðir svo til þess að þeir verði hræddari við að taka áhættu og hafa ekkert aUt of mikla trú á sjálfum sér.“33 Agúst Guðmundsson, leikstjóri Morðsaga eftir Reyni Oddsson var síðasta myndin sem var sýnd fyrir stofnun Kvikmyndasjóðs, árið 1977. tekur undir þetta sjónarmið og segir Morðsögu hafa verið „sér á parti, hún er gerð fyrir stofnun kvikmyndasjóðs og það held ég að hafi verið afgerandi punktur í umræðunni um kvikmyndavorið.“34 Með ofangreinda þætti í huga má segja sem svo að Reynir hafi verið fómarlamb aðstæðna; hann gerði myndina of snemma. Hefði Kvikmyndasjóður verið stofnaður árið 1975, þegar fyrsta lagafrumvarpið um hann var lagt fram á þingi, má telja það líklegt að mynd Reynis væri minnst sem fyrstu mynd kvikmyndavorsins, vUji menn ríghalda í þá röksemd að upphaf þess felist í stofnun sjóðsins. Þetta staðfesta eftirfarandi orð Sæbjöms Valdimarssonar sem hann reit þegar myndin var endurútgefin á myndbandi á tuttugu ára afmæU sínu: „Menn em ekki á eitt sáttir um hvort hún eigi að teljast fyrsta mynd vorsins góða í þessari Ustgrein eða síðasta óháða myndin sem gerð var. Flestir flokka hana óháða enda markaðist vorið af þátttöku nýstofnaðs Kvikmyndasjóðs, sem stutt hefur gerð flestra innlendra mynda síðan.“35 Með því viðhorfi sem lýst er í þessari klausu, er gert ráð fyrir því að íslenska kvikmyndavorið hafi ekki getað hafist án þess að ríkið kæmi þar að. Með því er horft fram hjá öðram þáttum, tU dæmis sjálfum kvikmyndagerðarmönnunum, og því hafnað að frambærileg kvikmyndagerð geti verið „óháð“. Framtak Reynis Oddssonar sannar hins vegar hið gagnstæða; það að einhver gat hugsað sér að gera kvikmynd upp á eigin spýtur án nokkurra fjánnuna úr opinberum sjóðum, sýnir að vorið var komið. A 8. áratugnum stefndi öU þróun kvikmyndageirans í sömu átt: Mikil kvikmyndaaðsókn og tilkoma hinnar nýju stéttar kvikmyndagerðamianna ein og sér skapaði nýjar SAGNIR 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.